Huginn - 01.12.1938, Blaðsíða 13

Huginn - 01.12.1938, Blaðsíða 13
11 hún elskaði hann, en hún þorði það ekki. Það var bezt, að hún ætti d.ra'uininn sinn ein. Hún grúfir sig niður í grasið og græti|u? litla stund, henni finnst sem lífsgleði sín og hamingja hafi farið með honum og sé týnd að fullu. En hvað dugar að gráta þetta? Mátti hún ekki alltaf vita, að Ásgeir gat aldrei orðið annað en draumur fyrir henni? Jú, hún vissi það. ^ar ekki fremur ástæða til aö gleðjast? Hann hafði skilicf eftir hjá henni minningu, minningu, sem er eins hrein og saklaus eins og döggin, sem glitrar á grosunum í kringum hana. Það féll enginn skuggi á mynd hans. ^au höfðu ekki nálgast hvort annað svo mikið, að hið hrjúfa og óviðfeldna, sem kynni að leynast með honum, kæmi í ljós. hað var^aðeins hið fagra,^góða og göf- uga,ysem hún hafði kynnst hjá honum. Og það átti hún. Það var nú dýrasta perlan í sál hennar. Hvað átti hún að gera? Átti hún að reyna að gleyma honum, þurka mynd hans burt úr huga sínum? Hei, hún^gat þaðl ekki, hún ^at ekki gleymt fyrstu ástinni sinni og hun kærði sig heldur ekki um þaðl. Hún stendur á fætur og gengur í hægðuir sínum heim á leið. Hún^finnur ekki lengur til þreytu og algerð ró ríkir í huga hennar. Það er eins og næturkyrrðin, sem ríkir yfir landinu, hafi einnig verkað á tilfinningar hennar. ^Enginn vindblær hreyfir sig, döggin grúfir á blémunum og fuglarnir sofa, hún vakir ein í hinu volduga ríki náttúrunnar. Hún segir upphátt, gagntekin af friði: "Vinur minn, hvert sem þú ferð, og þótt þú gleymir mér, þá man ég þig alltaf og uni mér við minninguna um þig, þegar kuldi og skilningsleysi steðja að sal minni.

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.