Dagrenning - 01.09.1939, Blaðsíða 4

Dagrenning - 01.09.1939, Blaðsíða 4
362 DAGRENNING er aS vísu mynd af keisaranum en hún er geymd undir lás og alþýSa fær ekki aS líta hana augum. Eitt sinn sprakk gúmí- slanga á bíl keisarans þá veriS var aS aka meS hann til járn- brautarstöSva. VarSökumann- inum svo míkiS um þetta til- vik, aS hann fyrirfór sér til, aS afplána þessa synd, sem hann taldi sig hafa drýgt, eSa veriS aS einhverju leyti valdur aS. Ekki má nefna nafn keis- arans á almannafæri enda eru þaS víst fáir af alþýSunni, sera vita hiS rétta nafn hans. Einu sinni varS borgar- stjóri einn fyrir því láni, aS kona hans gat honum son. Var drengurinn vatni ausinn og honum gefiS nafniS Yoshihito. Nokkru síSar varS borgarstjór- inn þess vísari, aö þetta var einmitt nafn keisarans. Hann þóttist ekki fá bætt fyrir þetta voSalega afbrot meS öSru en sínn eigin lífi. — Hann fyrirfór sér skömmu síSar. Þessi mann-guS lifir í höll einni í Tokyo, er Cheyoda er nefnd. Höll þessi er umgii't vígisgröfum og margföldum steinveggjun. Hersveit manna er á verSi kring um höllina nætur og daga. I höllinni eru hundruS þjónustustúlkur. Dag- lega verSa þær aS viShafa al- gerSa hreinsun á sjálfum sér, og ef þeim í gáleysi verSur á, aS snerta líkama sinn meS ber- um höndum. fyrir neSan fald þeirrar úlpu, sem þær klæSast í, þá verSa þær tafarlaust aS taka sér baS og skifta um föt. Gólf hallarinnar eru öll lögS þykkum gólfdúkum, svo engin háfaSi verSi þá gengiS er um, er raski ró hans hátignar. En svo er þaS ekki nægileg vara- semi, heldur verSur þjónustu- fólkiS aS ganga á tánum eSa aS skríSa yfir þessa dúka til aS fyrirbyggja allan háfaSa. KvennfólkiS klæSist silki, og sparar þaS ekki góSlyktandi dropa í klæSi sín. Allar verSa þær aS hafa hvíta glófa á hönd- unum viS verk sín. 1 þessari höll, sem er svo stór, aS hún má nærri því telj- ast borg út af fyrir sig, eru öll hugsanleg lífsþægindi. Þar er bósthús, talsímastöS, málþráSa-

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.