Dagrenning - 01.09.1939, Page 17

Dagrenning - 01.09.1939, Page 17
DAGRENNING 375 ekki gaman aS fá hann fyrir næturgest. Aftur á móti var orðbragð hans að öðru leiti mjög kát- legt, einkum er hannlýsti sín- um miklu mannkostum, er hann kvað sig hafa þegið í vöggugjöf. Eitt af vanavið- kvæðum hans, þá er ókunn- ugir spurðu hann að heiti og ætt, var þetta: “Hver ert þú fávísi, sem ekki þekkir laga-Finn úr Húnaþingi að sönnu minsta barnið Húnvetninga, en þó stærsta tröliið!” Á efri árum fór Finnur eitt sinn til Reykjavíkur. Sagði hann svo frá síðar, að hann hefði gengið um borgina í sínum vana búningi, bæði um skófatriað og annað, og við þriggja daga dvöl hefði hann kynst öl!u stórmenni í borginni. Þá hefði Klemens Jónsson landritari sagt við Hermann Jónasson frá Þing- eyrum: “Eigið þið Húnvetning- ar marga aðra eins menn og Friðfinn Jónsson frá Stóru- Giljá?” En Hermann svaraði því fljótt og neitandi. Sem dæmi um dramb- semi Finns skal hér skýrt frá einu atriði. Finnur kom í bæ í Skagafjarðarsýslu í foraðs- veðri og fannfergi. Bað hann þar gistingar. Var hann fann- barinn og illa tií reika, og hafði fulla þörf húsaskjóls. Honum var boðið inn og vísað til sætis nærri eldstó, og skyldi hann þar sitja þangað til þiðnuðu vásklæði hans. Þegar Finnur var nýsestur. varð hann þess var, að rúmið bygði vinnukona, sem bóndi hafði getið barn við. Varð Finnur þá afar reiður og spratt honum sviti á enni. Stökk hann á fætur, hvtsti augu á bónda cg kvaðst ekki hafa komið þar inn til þess að sitja á hóru-rúmi. Þótti honum sem sjer hefði verið sýnd svo mikil lítilsvirðing með þessu, að hann rauk úc í hríðina og lá úti um nóttina, Seinna sagði hann svo frá, að þá nótt rnyndi hann versta. Þó kvaðsthann þá hafa ögrað náttúrunnar öflum og sagt; “Blása máttu betur, Finnur þolirmeira!” Þá var og eitt af

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.