Dagrenning - 01.09.1939, Blaðsíða 18
375^ ^ ^ DAGRENNING
hreystiyrðum Finns:
‘ Ef ég reiðist, reiðist ég
illa, og ef ég s!æ þá slæ ég
fast.”
Margt fleira mætti nm
Finn segja, þótt ég hirði ekki
að tína það fram. Hann varð
maður gamall, fillilega sjö-
tugur aðárum, og sá nokkurn
veginn fyrir þörfum sínurn
alla ævi, þótt ólíklegt megi
þikja, þar sem hann var fram
úr hófi drykkfeldur og óvinnu-
gefinn, enda lengst af á ferða-
lögum.—Lesb.
Um 1876, og allmörg ár
eftir það bjuggu bræður 2 á
Eyvindarstöðum í Vopriaíirði.
Þeir hétu Þorsteinn og Frið-
rik. Ekki man ég hvers synir
þeir voru. Þeir voru ein-
kennilegir menn að mörgu
leyti, og ekki við alþýðuskap.
Fáskiftir voru þeir um hagi
eða háttu annara manna, en
gamaldags og einrænir til
orða og gerða. Þó var þeim
ekki vits varnað. Sérstaklega
var því við brugðið hvað þeir
væru smákvæmir í viðskift-
um, því þeir reiknuðu upp á
brot úr smápeningum, en
jafnt í sjálfs síns sök sem
annara. Reikningsmenn voru
þeir miklir, en reiknuðu alt
í huganum. Þeir áttu bróður,
er Sigurður hét og var hann
alla æfi hjá þeim. Hann var
þeirra einkennilegastur og
af mörgum talinn hálfviti,
Allir voru þeir bræður komnir
um miðjann aldur, þegar ég
man fyrst eftir þeim, um 1870,
en ekki vissi ég hver þeirra
var elstur-
Sigurður var jafnan
þungur til vinnu en síhugs-
andi og gruflandi um einhver
vísindaleg efni, sem euginn
skildi. Hagur var hann vel,
en ekki notaðist það vel til
heimiiisþarfa, því ætið voru
það nýar uppgölvanir, sem
hann fékst við. Meðal annars
heyrði ég að hann hefði smíð-
að stundaklukku þegar hann
var unglingur, en hefði þó
aldrei séð klukku áður. Hafði
hann smíðað hana alla úr
gömlum tunnustöfum, og
merkt hana með 24 tíma-
mörkum, því það hafði hann
heyrt að væri rétt tímaskift-
ing á sólarhrmgnum. Hafði
klukka sú gengið furðu rétt
eftir eyktar mörkum,
Þá var kaupmaður
(framhald næst)