Dagrenning - 01.09.1939, Page 14
Einkennilegir Menn
(Eftir handríti Sveins frá Elivogum.)
(Arni Gersemi, — niSuriag.)
Númarímum Sigurðar Breið-
fjörð:
Svefninnbýr íaugum ungum
eru þau hýr, J>ótt felist bi'á,
rauður vír á vangabungum
vefur og nýr sig kringum þá.
Aldrei man ég eftir að
ég hafi orðið fyrir sterkari
áhrifum. Baðstofukytran með
moldargólfi, kulda og myrkri,
varð að dýrðlegri höll. Nú var
kvæðamaðurinu ékki flakkar-
inn og drykkusvolinn, Árni
gersemi, heldur listamaður,
sem átti þúsund faldann hróð-
ur skilið. Meðþví að kveða
eina ferskeytlu hafði hann
á svipstundu hitað oglýstum-
liverfi, sem áður var kalt og
dauflegt.
Ég býst við því, að um
þetta leyti hafi Árni vcrið
um fertugt. Næstu tíu árin
var hann á stöðugu ferðalagi,
og hélt þá uppteknum hætti
með óreglu á hæsta stigi um
vínuautn. En altaf voru hljóð-
in jafn fögur. Þau einkendu
hann, með öðru fleira, frá
öðrum drykkju og kvæða-
mönnum. og eins hitt, að
hann fór aldrei með aðrar
vísur en þær, sem voru vel
orktar. Kvað hann að jafnaði
vísur eftir Þorstein Erlingson
og Steingrím. Þorsteinnvar
uppáhald hans. Þó gat komið
fyrir, þá hann var lítið drukk-
inn, en þó hreyfur, að
hann raulaði vísu, sem hún-
vetnsk stúlka kvað um hann,
endaþótt gersemisnafnið væri
þar nefnt, honum var jafnað-
arlega illa við það
Vísan er þessi:
Reyfður sóma og sönnumfrið
sólarljóma fegri,
sem vorblóma brosir við,
blessað fróma gersemið.
Svo kvað hann stundum
krökkum til gamans: ‘‘Grýla
kallar á börnin sín, þegar hún
fer að sjóða......“ o. s. frv.
Var þá öllum skemt. Margt
kvað hann annað.
Þegar Árni var um fimt
ugt flaug sú frétu, er ólíkleg