Dagrenning - 01.04.1942, Side 14
Þá vorar
Hver ís-stöngull tárast í mæðranna mold,
sem móðir er barn sitt grætur.
Þá sólskinið steypist um fannþakta fold,
en frostharkan undan lætur.
Ég hlusta á frækornsins hjarta slátt,
í helgidóm ófæddra blóma;
finn arfborinn seiðandi sigur-mátt,
frá söngfugla röddum hljóma.
Þá fyllist mín sála af dýrðlegum draum;
hver dagur af skapandi þrá.
Við ylríki sólar í ístára-straum,
alt sléttlendið glitrandi lá,
sem þróttur í alheims þakkar gjörð,
í þögulli helgí bæn,
þar ljósgeislar halda um lífið vörð,
uns laufblöðin titra græn.
ARI G. MAGNUSSON.
••«» .......
Kaupendur Dagrenningar í Viðir-bygð, gerðu
vel ef þeir vildu snúa sér til Emil Magnússonar, Víðir,
með borgun fyrir ritið.
•")» ===«<•••