Fréttablaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Líklega geta
þær lyktir
aldrei orðið
fyrr en við
finnum Geir-
finn sjálfan
og jafnvel þá
er enn margt
eftir.
Íslensk
krabba
meins
áætlun var
samþykkt
í ársbyrjun
2019.
Löngu er
kominn
tími á
fram
kvæmd.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
Krabbameinum mun fjölga um hátt í 30% á næstu 15
árum. Ekki eftir 15 ár, heldur jafnt og þétt. Fjölgunin
hefur margvísleg áhrif á samfélagið, ekki síst heil-
brigðiskerfið.
Alþjóðastofnanir hafa í áratugi hvatt lönd heims
til að koma sér upp virkum krabbameinsáætlunum
til að draga kerfisbundið úr byrði af krabbameinum
í samfélögunum og bæta lífsgæði fólks. Áætlanirnar
ná yfir alla þætti, allt frá því hvernig við komum í
veg fyrir krabbamein yfir í hvernig lifendum eru
tryggð bestu lífsgæði. Áætlanirnar hafa sannað gildi
sitt og ekki þarf að líta lengra en til Danmerkur til að
sjá áþreifanlegan árangur af notkun þeirra. Íslensk
krabbameinsáætlun var samþykkt í ársbyrjun 2019.
Löngu er kominn tími á framkvæmd.
Nú situr fólk sem hefur hagsmuni landsmanna að
leiðarljósi og skrifar nýjan stjórnarsáttmála.
Krabbameinsfélagið bindur vonir við að í stjórn-
arsáttmálanum verði eftirfarandi greinar:
n Á árinu 2022 verður hafist handa við að byggja
nýja dagdeild blóð- og krabbameinslækninga
á Landspítala. Aðstaða deildarinnar, þar sem
flestir á landinu fá lyfjameðferð, er óviðunandi.
Til að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar og
ná fullum árangri af krabbameinsmeðferð er
nauðsynlegt að stórbæta aðstöðuna, sjúklingum,
aðstandendum og starfsfólki til heilla. Krabba-
meinsfélagið samþykkti á aðalfundi 2021 að veita
allt að 450 milljónum til byggingar nýrrar deildar
að því gefnu að stjórnvöld setji verkefnið í forgang.
n Á kjörtímabilinu verður unnið með tímasett
og fjármögnuð markmið samkvæmt íslensku
krabbameinsáætluninni í samvinnu við hags-
munaaðila.
n Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi
verður hafin í byrjun árs 2022 enda má gera ráð
fyrir að slík skimun geti bjargað 6-10 mannslífum
á ári og að auki létt meðferð margra.n
Er ekki bara best
að skella þessu inn?
Halla
Þorvaldsdóttir
framkvæmda-
stjóri Krabba-
meinsfélagsins
benediktboas@frettabladid.is
Latir kennarar
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri
í Seljaskóla, er orðinn formaður
Kennarasambands Íslands.
Hann hafði betur gegn fjórum
öðrum frambjóðendum. Hann
hlaut 2.778 atkvæði.
Athygli vekur að mörgum
kennurum fannst ekki nauðsyn-
legt að greiða neinum atkvæði
sitt en 60,32 prósent tóku þátt.
Þurfti Kennarasambandið meira
að segja að gefa kennurum auka-
dag til að kjósa en innan við
helmingur af ellefu þúsundum
hafði þá kosið.
Vonandi eru þessir fjögur
þúsund kennarar sem ekki
kusu að kenna nemendum um
kosningar og nauðsyn þess að
nýta atkvæðisrétt sinn.
Bann við karókí
Einfaldasta leiðin í baráttu við
kórónaveiruna hlýtur að vera
að banna karókí. Í frétt RÚV
um Akranes segir að hægt sé að
rekja 130 smit til karókíkvölds í
bænum. Það minnir óneitanlega
á þegar karókíherbergið á Irish
Man var helsta smitleið Covid-
19. Nú þegar frelsið hefur verið
heft á ný væri ekki ein leiðin í
smitvörnum að banna karókí-
kvöld?
Það er hvort sem er enginn
góður á slíkum kvöldum og
enginn nær háu tónunum í Livin'
on a Prayer með Bon Jovi – þrátt
fyrir góðan vilja.
Kíktu í heimsókn!
Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
Sjá nánar
á patti.is
Ný sending
af gæðarúmum
frá Dupen
Fyrr í vikunni varð Héraðsdómur
Reykjavíkur vettvangur merkilegra
endurfunda.
Mættir voru til að gefa skýrslu
fyrrverandi lögreglumenn sem
rannsökuðu hvarf Geirfinns Einarssonar
í Keflavík í nóvember 1974. Einnig gáfu
skýrslu rannsakendur sem réðu ríkjum í
Síðumúlafangelsi meðan fjöldi fólks húkti
þar frelsissvipt mánuðum og jafnvel árum
saman grunað um aðild að mannsmorði,
einu eða tveimur. Hinir síðarnefndu reynd-
ust fátt muna enda kannski ekki skrítið að
vilja gleyma því sem þó hlýtur að hafa sótt
á þá í öll þessi ár enda ekki litlir glæpir sem
á þá hafa verið bornir síðustu áratugi. Til
endurfundanna komu einnig þrír menn sem
sættu gæsluvarðhaldi í 105 daga fyrri hluta
ársins 1976 og að lokum gestgjafinn sjálfur,
Erla Bolladóttir, sem gefst ekki upp á að fá
bundinn einhvern lokahnút á málið, annan
en þann sem kynntur var á frægum blaða-
mannafundi lögreglunnar 2. febrúar árið
1977.
Ótal rannsóknir hafa verið unnar um þessi
alræmdu sakamál. Harðræðisrannsókn,
rannsókn á tilurð Leirfinns og áhuga lögregl-
unnar á Klúbbmönnum, rannsókn á játn-
ingum í málinu og rannsóknaraðferðum lög-
reglunnar. Þrátt fyrir þá bílfarma af gögnum
sem aflað hefur verið um mannshvörfin tvö
og þó ekki síður rannsóknir þeirra, erum við
enn í myrkrinu um svo ótalmargt. Aðalmeð-
ferð í máli Erlu Bolladóttur síðustu tvo daga
sýndi að fólk sem þó hefur haft að aðalstarfi
árum saman að garfa í málinu, fetar sig í
kolniðamyrkri á stórum köflum. Málið er í
rauninni allt ein stór getgáta, orðrómur um
bílferðir, viðskipti með smygl, eimingartæki
sem ekki voru sótt. Mikið magn málsgagna
hefur týnst og óvissa ríkir um hvað raun-
verulega gerðist í yfirheyrslum og hvernig
það kom til að tugir saklauss fólks voru
orðaðir við mannsmorð og Keflavíkurferðir.
Og Geirfinnur er enn týndur.
„Það var enginn ekki neinn þessa nótt á
dráttarbrautinni né heldur síðar,“ orti Megas
og varð meðal þeirra fyrstu til að sjá það sem
þó hafði lengi verið augljóst. Í endurfundun-
um í héraðsdómi speglaðist sú dráttarbraut
sem Geirfinnsmálið hefur hjakkað í síðustu
áratugi. Allra þeirra vegna, sem þar komu
saman, þarf að koma málinu á beina braut og
leiða það til lykta.
Líklega geta þær lyktir aldrei orðið fyrr en
við finnum Geirfinn sjálfan og jafnvel þá er
enn margt eftir. n
Dráttarbraut
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 10. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR