Fréttablaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.11.2021, Blaðsíða 10
25% Singles Day afsláttur í dag á opticalstudio.is frettabladid_singles.indd 1 08/11/2021 14:03:51 Um 80 prósent af viðskipta- vinum Play verða erlend þegar flugfélagið hefst handa við að flytja farþega á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að 90 milljónir farþega hafi fyrir Covid-19 flogið á milli heimsálfanna. magdalena@frettabladid.is „Segja má að Icelandair og Play séu litlar mýs á þessum markaði,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, spurð- ur hvort pláss sé fyrir f leiri en eitt alþjóðlegt flugfélag á Íslandi. Nú er nýting f lugvéla Play 8-9 tímar á sólarhring. Þegar flugfélagið hefst handa við að flytja farþega á milli Bandaríkjanna og Evrópu verður nýtingin 15-16 tímar á sólar- hring. Einar Örn Ólafsson, stjórnar- formaður Play, segir að það felist mikið hagræði í því að f ljúga yfir nóttina. „Flugvellir eru almennt lokaðir yfir blánóttina. Keflavíkur- f lugvöllur er óvenjulegur að því leyti til, en með því að f ljúga til Bandaríkjanna og ef tekið er tillit til tímamismunar þá eru vélarnar í loftinu yfir nóttina. Ryan air til að mynda leggur öllum sínum flota um nóttina og líka fleiri félög.“ Birgir segir að verð á flugmiðum verði ekki eins lágt og það var á árunum 2015-2019. Það gangi ekki upp að það sé ódýrara að fljúga til London en að fara úr miðbænum með leigubíl til Hafnarfjarðar. Til að draga úr umhverfisáhrifum sé einnig eðlilegt að flug kosti. Flugfélagið Play hélt fjárfestadag í Kaupmannahöfn síðastliðinn föstu- dag. Birgir kveðst vera spenntur fyrir komandi tímum og að félagið ætli sér að einblína á alþjóðlegan fókus í rekstrinum. „Ísland er agnar- smátt land og á stuttum tíma erum við búin að áætla að fljúga til 30 til 35 áfangastaða. Þó að við séum með alþjóðlegan fókus verður Ísland „hubbinn“ en það er vafasamt að einskorða sig aðeins við Ísland. Það sem vill oft verða er að þá verður markaðsstarfið staðbundið og við förum á mis við ýmsa sérfræðiþekk- ingu,“ segir Birgir. Á fjárfestadeginum kynnti f lug- félagið meðal annars fyrirætlanir sínar um að opna skrifstofu í Vilníus í Litáen. „Í Litáen er mikið framboð af sérmenntuðu fólki en á Íslandi er fólk með þessa þekkingu sem við erum að sækjast eftir af skornum skammti,“ segir hann og bætir við að launakostnaður þar í landi sé mun lægri en á Íslandi. „Litáen og lönd í Austur-Evrópu almennt eru afar framarlega í upplýsingatækni og afar mörg fyrirtæki sækjast eftir því að vera þarna eins og til að mynda skandinavískir bankar og fjártæknifyrirtæki. Þannig að það liggja gífurleg tækifæri í að opna starfsstöðvar á þessum stað.“ Birgir segir að Play einblíni á að greina gögn þegar kemur að því að taka ákvarðanir varðandi stefnu rekstursins. „Þessi áhersla okkar á að nýta okkur gögn til að greina hvaða ákvarðanir eru bestar fyrir reksturinn kemur sér mjög vel fyrir okkur. Það fer mikill tími og peningar í það að greina gögnin en það skilar sér. Fólk var til að mynda hissa þegar við komum fram með áfangastaði eins og Stavanger og Trondheim. Það eru ef til vill staðir sem fólk tengir ekki mikið við að vilja ferðast þangað en út frá leitar- vélunum sjáum við hvert fólk vill fara og við fylgjum því.“ Einar Örn segir að það fylgi því ákveðinn kostur að byggja f lug- félag frá grunni. „Auðvitað er erfitt fyrir okkur að byggja upp kerfin frá grunni en það er ennþá erfiðara að vera með gamla bókunarvél og að ætla að uppfæra hana í samræmi við breytt umhverfi. Það er skemmtilegt að byrja frá grunni. Það er gaman að ákveða hvernig við viljum hafa hlut- ina og taka ákvarðanir út frá því. Það tekur vissulega tíma en er auð- veldara heldur en að fara úr gömlu kerfi yfir í nýtt.“ Hann bendir sömuleiðis á að nú sé auðveldara að hefja f lugrekstur því margir neytendur nýti bókunar- síður og því þurfi ekki að verja jafn miklu fé og fyrir fáeinum áratugum til að vekja athygli á flugfélaginu. Birgir bætir við að það sé mikill kostur hvað flugfélagið sé vel fjár- magnað en þó sé sígandi lukka best og félagið ætli sér ekki að vaxa fram úr hófi. „Það eru 4.000 hluthafar í félaginu svo við erum vel fjármögnuð. Það kemur sér virkilega vel fyrir okkur að við þurfum þá ekki að vera sífellt að hugsa um hvernig við viljum lifa af næsta mánuð heldur getum ein- blínt á það að byggja grunninn. Fara okkur hægt og hugsa þetta til fram- tíðar. Það mun í raun og veru vera þar sem alvöru krafturinn kemur. Þegar tekjurnar fara upp þá erum við með innviði til staðar sem höndla vöxtinn og við lendum ekki í því eins og fjölmörg ný fyrirtæki lenda í að þau vaxa mjög hratt og í raun hrynja inn í sig því innviðirnir eru ekki til staðar og höndla ekki stækkunina,“ segir Birgir og bætir við að stjórnendur félagsins hafi fengið á sig þá gagnrýni að þeir séu of varkárir. „Það hægðist mikið á ferlunum og stefnumótuninni þegar við fórum í hlutafjáraukninguna og skráninguna. Það er betra að fara sér hægt heldur en að keyra út í skurð. Þetta er einfaldlega þannig geiri að það er betra að fara varlega.“ Einar tekur í sama streng. „Við sáum það í samhengi við ferða- þjónustuna á Íslandi sem óx gífur- lega á skömmum tíma. Vöxturinn getur ekki haldið lengi áfram ef innviðirnir eru ekki til staðar. Þess vegna er mikilvægt að hafa góðan grunn.“ n Áttatíu prósent farþega verða erlend Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir verð á flugmiðum ekki verða eins lágt og árin 2015 til 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR. Einar Örn Ólafs­ son, stjórnar­ formaður Play Stefna á tíu vélar í rekstri sumarið 2023 Play er nú með þrjár flugvélar í notkun og stefnir að því að bæta við þremur á næsta ári. Einar Örn Einarsson, stjórnar­ formaður flugfélagsins, segir að markmiðið sé að vera með tíu vélar í rekstri sumarið 2023. „Við tökum inn nýjar vélar á vorin því það er auðvitað meira að gera á sumrin en veturna. Þannig að það koma þrjár inn næsta vor og aðrar þrjár sumarið 2023. Við erum búin að skrifa undir samninga en það vantar eina. Þannig að við stefnum á að hafa þrjár á ári og höfum ekki gert neinar breytingar á þeim áætlunum,“ segir hann. n Helgi Vífill Júlíusson n Skoðun Míla verður öflugra fjarskipta- félag sem getur þjónustað við- skiptavini betur eftir kaup fransks innviðasjóðs á fyrir- tækinu, ef áætlanir stjórnenda um auknar fjárfestingar ná fram að ganga. Þess vegna veldur það vonbrigðum að um 42 prósent landsmanna hafi fremur eða mjög miklar áhyggjur af söl- unni í ljósi erlends eignarhalds, samk væmt skoðanakönnun Maskínu. Því miður er ótti við alþjóðavæðingu þekkt stef á alþjóðavísu um þessar mundir. Formaður VR er á meðal efa- semdarmanna sem óttast að verð til neytenda muni hækka eftir kaup Ardians, að því er fram kom í fjölmiðlum í gær. Mílu er sniðinn þröngur stakkur í verð- lagningu. Fjarskiptastofa stýrir með kvöðum og gjaldskrám um það bil tveimur þriðju af tekjum Mílu. Auk þess eru 85 prósent af heimilum landsins með ljósleið- araþræði frá öðrum fyrirtækjum en Mílu og þrjú farsímakerfi eru í landinu. Löggjafinn hefur því mikið um verðlagningu Mílu að segja og það ríkir samkeppni um innviði hér á landi. Míla getur því ekki blásið upp verðskrána eftir hentisemi, þvert á það sem ýmsir láta hafa eftir sér opinber- lega. Það eru sömuleiðis fólgin mikil tækifæri til hagræðingar fyrir íslenskt samfélag í því að stóru fjarskiptafélögin þrjú fjár- festi ekki hvert og eitt í dýrum innviðum heldur leiði saman hesta sína til dæmis með aðstoð fyrirtækja eins og Mílu. Landið er fámennt og það er óhagkvæmt að reka of mörg fjarskiptakerfi. Það er áhugavert að nýir eig- endur Mílu horfi til þess að fjár- festa hraðar í rekstrinum en Sím- inn hafði gert á undanförnum árum. Að sama skapi verður ekki fram hjá því litið að með breyttu eignarhaldi eru meiri líkur á að erlend sérþekking á sviði fjar- skiptainnviða muni streyma til landsins. Það er mikilvægt fyrir fámenna og einsleita þjóð. Ardian, stór alþjóðlegur inn- viðasjóður, er því að mörgu leyti betri eigandi að Mílu en Síminn. Nú hefur Míla auk þess meiri möguleika á að fá í viðskipti önnur fjarskiptafyrirtæki eins og Vodafone og Nova, og ná með því aukinni hagkvæmni. Það felast því f leiri tækifæri í kaupunum fyrir okkur sem þjóð en ógnir. Alþjóðavæðing er forsenda fyrir auknum lífsgæðum. Við sem lítil eyþjóð ættum að leitast við að auka erlenda fjárfestingu en ekki að hræðast hana. n Ardian er betri eigandi að Mílu Ísland í góðri stöðu Ísland er góðri stöðu til að verða eitt af fyrstu löndunum til að verða aftur vinsæll ferða­ mannastaður. Flugfélagið Play mun njóta góðs af því. Þetta sagði John Strickland, ráðgjafi í flugiðnaði, sem hefur meðal annars unnið fyrir Isavia í tólf ár, á fjárfestadegi Play á föstu­ daginn. Á meðal annarra við­ skiptavina má nefna EasyJet, Skyscanner og Swed avia sem rekur flugvelli í Svíþjóð. Strickland sagði að Ísland myndi njóti góðs af því þegar fólk færi aftur að ferðast um heiminn því hér sé nægt pláss og fólk upplifi sig öruggt gagn­ vart Covid­19. Að hans mati muni þróunin verða sú að hlut­ fallslega verði ferðamenn frá Asíu mun fleiri en áður. Hann benti á að almennt væri gert ráð fyrir því að fjöldi ferðamanna verði sá sami árið 2025­2026 og áður en Covid­19 skall á. Spurður hverjar væru helstu ógnirnar í vegi Play nefndi Strickland að það væri hve hratt flugiðnaður myndi jafna sig í ljósi heimsfaraldursins en undirstrikaði að stjórn­ endur fyrirtækisins hefðu verið meðvitaðir um þá stöðu við stofnun þess. Strickland sagði að fyrir­ tækið ætti að leggja áherslu á kjarnamarkaði sína og nýta eina flugvélategund. n MARKAÐURINN 10. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.