Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Síða 7
1. RannsóknaraðferSir.
Megintilgangur gróðurrannsókna þeirra, sem hér um ræðir, er að afla
upplýsinga, er auðvelda ákvörðun á beitarþoli afréttarins. í því skyni
er nauðsynlegt að ákveða heildarstærð hins gróna lands og eðli þess.
Vegna þess hve beitargildi gróðurlendisins er breytilegt, verður að flokka
það niður í smærri heildir, gróðurhverfi, eftir vissum reglum og ákveða
útbreiðslu hvers þeirra. Æskilegt er að afla sem gleggstra upplýsinga
um þau atriði, er mest áhrif hafa á gróðurfarið, einkum veðurfar og
jarðveg. Loks þarf að gera ákvarðanir á beitargildi hinna einstöku gróð-
urhverfa og finna þannig beitarþol alls afréttarins, þ. e. a. s., hve mikla
beit afrétturinn þolir í meðalsumri, án þess að of nærri honum sé gengið.
Slíkar ákvarðanir liggja utan ramma þessara rannsókna, en síðar mun
þó verða drepið á nokkur atriði í sambandi við þær. Það skal tekið fram,
að lítið tóm gafst til jarðvegsathugana á Gnúpverjaafrétti, og eru þvi
upplýsingar um það efni af skornum skammti. Veðurathuganir hafa
ekki verið gerðar á þessu né öðrum afréttarsvæðum, og er veðurfars-
lýsing því ekki nákvæm.
Mölholm Hansen (1930) og Steindór Steindórsson (1945 og 1952)
hafa lagt grundvöll að lýsingu og flokkun gróðurs á íslandi í gróðurfélög
og er stuðzt við verk þeirra við þær rannsóknir, sem hér er lýst. Að sjálf-
sögðu er þó einkum byggt á verkum hins síðarnefnda, og í þessari rit-
gerð eru að mestu notuð sömu nöfn og skýrgreiningar og í ritum hans.
Gróðurhverfin eru nefnd eftir þeim plöntum, sem mestan svip setja á
gróðurfarið, koma oftast fyrir og þekja mestan hluta jarðvegsyfirborðs-
ins. Slíkar einkennisplöntur eru oftast tvær, en stundum fleiri.
Gróðurhverfin eru ákvörðuð með sjónhendingu, en ekki með ná-
kvæmum athugunum. Slíkar vinnuaðferðir eru að vísu ekki nákvæmar,
og mælingar eða flokkun, sem byggjast á tiltölulega fljótlegu persónu-
legu mati, hafa ætíð sína annmarka. Ýtarlegar mælingar til ákvörðunar
á gróðurhverfum hefðu hins vegar tafið starfið svo óhóflega, að það
hefði ekki náð tilgangi sínum.
Við kortagerðina voru notaðar loftmyndir í mælikvarða ca. 1:32 000.
Á þær má teikna með allmikilli nákvæmni mörk milli einstakra gróð-