Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 10

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 10
8 skyn, að því beri Iremur að skipa í aldursflokk með ruðningi berg- grunnsins en með hinum yngri óhörðnuðu melum, er síðar verður getið. í gljúfri Þjórsár austur frá Norðlingaöldu eru ýmis konar setlög, mest sandur og leir með hnullungum, svo lin á köflum, að ætla mætti, að þau væru nútímamyndanir. Samt verða þau að teljast til berg- grunnsins, vegna þess að i austurbakka árinnar hverfa þau inn undir blágrýti berggrunnsins. Á ÖIlu svæðinu er berggrunnurinn tiltölulega vel vatnsheldur. í hverri lægð hans, sem ekki er fyllt lausum jarðlögum, stendur tjörn eða stöðuvatn. Hvergi eru stórar uppsprettur, en krökkt af smálækjum, og árnar, sem úr þeim myndast, eru allar með dragár einkennum. Yfirborð þeirra myndana berggrunnsins, er nú hefur lýst verið, er mjög greinilega urið af jöklum ísaldarinnar. í slökkum, á sléttlendi og jafnvel á kollóttum öldum er hið fasta berg víðast hulið jökulruðn- ingi (melum) eða stráð grettistökum, en þær klappir, sem upp úr standa, eru með skýrum jökulrákum. Aðalefni jökulruðningsins er langvíðast sendinn leir, blágrár að lit, en á víð og dreif liggja steinar af ýmsum stærðum, langflestir úr blágrýti, í leirnum. Þeir eru þó yfirleitt miklu strjálli niðri í ruðningnum en uppi á yfirborði melanna. Stefna jökul- rákanna er yfirleitt frá austri til vesturs og sýnir, að sú var skrið- stefna jökulíssins, er hér lá síðast yfir. í sömu stefnu liggur einnig mel- hryggur nokkur milli Þjórsár og Norðlingaöldu, og \úrðist hann vera malarás (sæ. rullstensás, en. esker). í ísaldarlokin, þegar jökullinn minnkaði fyrir batnandi veðurfari, komu mestu hæðirnar vestan til á svæðinu fyrstar upp úr honum. En eftir að þar var autt orðið, skreið enn um skeið jökultunga fram dal Þjórsár og sameinaðist öðrum stærri skriðjökli, sem kom austan af Landmannaafrétti sunnan við Búðarháls, sem þá hafði einnig rekið kollinn upp úr. Á nokkrum stöðum sér þess merki, hvar jaðar þessara jökultungna hefur legið um hríð: Fast austan við Háafoss, um 400 m y. s., liggur garður úr stór- grýttum ruðningi. Hann er bersýnilega jökulalda, sem þangað hefur ýtzt austan að. Sams konar urðargarður liggur uppi á brúninni fyrir ofan Fitjaskóga, um 480 m y. s., Þessar jökulöldur (jaðaröldur) eru væntanlega jafnaldra, báðar frá því skeiði, er dalur Þjórsár var vel barmafullur af jökli. Sennilegt er, að þær séu ennfremur jafngamlar hinum miklu jökulöldum frammi í Hreppum, Holtum og á Rangár- völlum. En þær öldur marka mestu framsókn „Þjórsárjökulsins", er hann gekk fram í bili í ísaldarlolcin langt niður á undirlendi, sem þá var að vísu undir sjó. Ég hef áður leitt rök að því, að þetta hafi gerzt á svonefndu salpausselkáskeiði fyrir eitthvað um 10—11 þúsund árum, þegar jöldar gengu mjög fram á Norðurlöndum austan hafs (Guð- mundur Kjartansson, 1943).

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.