Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 17

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 17
13 Á Gnúpverjaafrétti er það í óvenjumikilli hæð eða fyrir ofan 500 m og algengt í 400—500 m hæð. Það þekur einkum brekkuhjalla meðfram Þjórsá, allt frá Innri-Skúmstungnaá að Dalsá. 1 brekkuhjöllunum eru mikil snjóþyngsli á vetrum, og hggur snjór þar tiltölulega lengi fram eftir vori. Dregur snjólagið úr áhrifum hæð- arinnar á gróðurinn, og þrífst krælcilyng því hærra yfir sjó á slíkum stöðum en það mundi ella gera. Þess ber að geta, að víðir er mjög áberandi í gróðurhverfinu. Eykst hlutdeild hans eftir því, sem ofar dregur, unz víðiheiðin tekur við í 450—600 m hæð. Þar sem snjóþyngsli eru mest, er bláberjalyng áberandi. Er lyngið oft hávaxið og gróður blómlegur á að líta. Þó má ætla, að gróðurhverfið hafi lágt beitargildi, nema þar sem stinnastarar gætir að ráði, en strjál- ingur af henni er sums staðar í gróðurhverfinu. Þess má geta, að kræki- lyng hálendisins er að jafnaði Empetrum hermafroditum, en ekki Empetrum nigrum. Stærð gróðurhverfisins er um 400 hektarar. D i Loðvíðis—krækilyngs—stinnastarar gróðurhverfi. (Salix lanata—Empetrum hermafroditum—Carex rigida association). I þessu gróðurhverfi ber mest á loðvíði og krækilyngi, en stinna- stör hefur jafnan mikla tíðni, þótt ekki beri mikið á henni við fyrstu sýn. Einkum er mikið af stinnastör ásamt loðvíði í sendnum, þurrum börðum, sem koma fyrir á nokkrum stöðum. Mest ber á gróðurhverfinu nokkru sunnan Dalsár, en þar gætir sandfoks allmikið í jarðvegi. Má með nokkrum sanni segja, að gróðurhverfi þetta liggi á mörkum víði- heiðarinnar að norðan og krækilyngsheiðarinnar að sunnan. Vegna stinnastararinnar og víðisins verður að telja þetta allsæmi- legt beitargróðurhverfi. Stærð gróðurhverfisins er um 280 hektarar. Ds Snjódæld. (Salix herbacea association). Steindór Steindórsson (1952) hefur lýst snjódældum hér á landi mjög ýtarlega. Eins og nafnið bendir til, koma gróðurhverfi snjódæld- anna fram, þar sem snjóþyngsli eru mikil og fannir liggja tiltölulega lengi fram eftir vori. Vaxtartími plantnanna styttist þó ekki ætið af þeim sökum. Áhrif snjólagsins eru einkum þau, að það veitir skjól gegn næturfrostum og vorhretum, dregur úr hitatapi úr jarðveginum og heldur honum rökum fram eftir vori. Áhrif snjólagsins eru þannig hagstæð fyrir gróðurinn, enda vex að jafnaði meira af láglendisplönt- um í snjódældunum en í umhverfi þeirra. Gróðurhverfi það, sem hér er talið til grasvíðisnjódælda, nær ekki yfir stórt svæði og er raunar

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.