Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 20

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 20
16 H i—H 4 Mosaþemba. (Grimmia heath). Mosaheiði er ýtarlega lýst í hálendisritgerðum Steindórs Stein- dórssonar (1945 og 1952). Mosaheiðin eða mosaþemban, eins og hún heitir í daglegu tali, einkennist af því, að grámosategundir, aðallega Rhacomitrium hypnoides og R. c.anesccns, eru svo ríkjandi í gróðri, að þær setja algerlega svip sinn á landið og þekja meginhluta þess, en blómplöntur (fanerogamar) eru ætíð mjög strjálar. Gróðurskilyrði mosaheiðarinnar eru: lítill snjór á vetrum, en rakt loftslag á sumrum. Mestum þroska nær hún, þar sem veðrahamur er allmikill, en hún þolir illa sandfok, eins og fyrr er getið. Mosaheiðin er fyrsta gróðurteppi hrauna og ógróins lands til fjalla. Hún er öðrum gróðurhverfum harðgerðari og yzta varnarlína gróðurs hér á landi. Þar sem veðrasamt er, en snjólétt til fjalla, ná blómplöntur ekki þroska, en grámosaheiðin ríkir ein. Mosaþembur finnast á smáblettum í allt að 900 m hæð, en þær þekja naumast samfelld svæði ofan við 800 m. Sunnanlands nær mosaheiðin allt frá sjávarmáli upp til efstu gróðurmarka, en norðanlands er mjög lítið um samfellda mosaheiði nema á annnesjum. Mosaheiðin er mjög útbreidd á Gnúpverjaafrétti. Raunar er mosi í flestum gróðurhverfum afréttarins, en í misjafnlega ríkum mæli, og stundum er álitamál, hvort hann sé það áberandi, að gróðurhverfið eigi að teljast til mosaþembu eða bera nafn ríkjandi blómplantna. Höfuðeinkenni blómplöntugróðurs mosaþembunnar er, að hann er svo strjáll, að hann þekur aldrei meira en 20—30% af yfirborðinu og oft miklu minna. Á mjög veðurbörðum stöðum eru oft aðeins einn eða tveir blómplöntueinstaklingar á hverjum fermetra. Mosaþemban er hér greind i fjögur gróðurhverfi: 1) hreina mosa- þembu, 2) mosaþembu með stinnastör, 3) mosaþembu með stinnastör og runnagróðri og 4) mosaþembu með runnagróðri. Mosaþembugróður- hverfin (Hi-—H 4) þekja nálega 39% af hinu gróna svæði afréttarins. Aðallega koma þau fyrir á suður- og miðhluta hans, en tiltölulega lítið norðan til vegna áfoks. Gróðurhverfið H 2 kemur víða fyrir í mosaheiðinni, en þó ekki á þeim stöðum, sem veðurbarðastir eru og snjóléttastir. Stinnastörin getur orðið bæði þroskamikil og allþétt. Gróðurhverfið H 3 kemur helzt fyrir í dældum mosaheiðarinnar og þar sem jarðraki er mestur. Stinnastör er ríkjandi meðal blómplantn- anna, en krækilyng, grasvíðir og grávíðir eru einnig áberandi. í gróðurhverfinu H 4 er grasvíðir og grávíðir mest áberandi, en krækilyng kemur einnig fyrir. Þetta gróðurhverfi er í snjóþyngstu boll- um og lautum mosaheiðarinnar. Vegna stinnastararinnar hafa H 2 og H 3 án efa mest beitargildi.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.