Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Qupperneq 22
18
all stórþýft. í stórgerðu þýfi er verulegur munur á gróðri þúfna og Iauta,
og er þá oftast mikið af grámosa í þúfunum.
Rakaskilyrði eru yfirleitt áþekk í stinnastarar- og mýrastararmýr-
um. Mýrastörin þrífst þó við meiri raka, og finnast því blautari mýra-
stararmýrar. Vatn stendur ekki kyrrt í stinnastararmýrinni, því að
henni hallar nokkuð að öllum jafnaði. Þó eru oft hallalítil stinnastarar-
belti meðfram flóasvæðum, en slík belti finnast naumast á Gnúpverja-
afrétti. Því þurrari sem stinnastararmýrin verður, þeim mun algengari
verða víðitegundir og grámosi, og breytist þá mýrin smám saman í víði-
eða mosaheiði án skarpra marka.
Mýrlendi afréttarins er skipt i 8 gróðurhverfi.
11 Stinnastarar—hengistarar gróðurhverfi.
(C. rigida—C. rariflora association).
Gróðurhverfið er útbreitt á Gnúpverjaafrétti. Mun það vera algeng-
ara í suðurhluta en norðurhluta hálendis Islands. Gróðurhverfið þekur
blautasta hluta stinnastararmýrarinnar, og er oft lítill munur á raka-
stigi þess og flóans. Þó þornar þessi mýrartegund allmiklu meira en
flóinn hluta úr sumrinu. Halli er lítill og mýrin smáþýfð. Mosi er mikill,
og eru þúfurnar aðallega mosaþúfur. Hengistör er alls staðar áberandi
og þekur sums staðar meira en stinnastör. Annars er tegundafjöldi
gróðurhverfisins allmikill.
Stærð gróðurhverfisins er um 2390 hektarar.
12 Stinnastarar—grávíðis gróðurhverfi.
(C. rigida—Salix glauca association).
Gróðurhverfið er allútbreitt á hálendinu, einkum þar sem mýrlendið
er tiltölulega þurrt, og er víða á svo þurrum stöðum, að það nálgast að
vera heiði. Yfirborðið er hallandi og alíþýft. Á slíku landi er túnvingull
og fjallasveifgras oft mjög áberandi, og getur þá hvor plantan um sig
þakið eins mikið og stinnastör. Sækir sauðfé í slíka bletti.
Stærð gróðurhverfisins er um 1470 ha.
Þau tvö mýrargróðurhvefri, sem hér hafa verið nefnd (I i og I2),
þekja stærstan hluta af mýrlendi afréttarins. Hin mýragróðurhverfin
sex (I 3—I s) eru sjaldgæfari og þekja mun minni svæði. Þó skal þeirra
að nokkru getið.
13 Stinnastarar—blástarar gróðurhverfi.
(C. rigida—C. rostrata association).
Finnst á takmörkum mýra og flóa, og er því um mjög raka stinna-
stararmýri að ræða. Hinnar stórvöxnu blástarar gætir mjög í svip gróð-
urhverfisins, enda þótt hún kunni að þekja minni flöt en stinnastör