Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 23

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 23
19 og aðrar fylgitegundir. Af öðrum tegundum má nefna hengistör og grávíði. Stærð gróðurhverfisins er um 35 hektarar. 14 Stinnastarar—grasvíðis gróðurhverfi. (C. rigida—Salix herbacea association). Gróðurhverfið er allútbreitt um miðhálendi landsins, en kemur ekki víða fyrir á Gnúpverjaafrétti. Það myndast ætíð við áþekk skilyrði á hall- andi og tiltölulega þurru landi. Mýrin er stórþýfð. Grámosa gætir ætíð mikið, þar sem þurrast er, en hvítmosa nokkuð á hinum rakari stöð- um. Oft er grámosi algerlega ríltjandi á þúfum, en blómplantna gætir meira í lautum. Snjóþyngsli virðast vera allmikij sums staðar i þessu gróðurhverfi, og benda snjódældaplöntur eins og fjallafoxgras til þess. Stærð gróðurhverfisins er um 155 hektarar. I s Stinnastarar—hríss—bláberjalyngs gróðurhverfi. (C. rigida—Betula nana—Vaccinium uliginosum association). Þessi mýrategund kemur fyrir á stóru samfelldu svæði vestan Sanda- fells, en ekki annars staðar á afréttinum svo að teljandi sé. Mýrin er á flatlendi, allvot og mosarík. Hrís og bláberjalyng er mest áberandi sem undirgróður. Stærð gróðurhverfisins er um 215 hektarar. I 6 Stinnastarar—hengistarar—víðis flói. (C. rostrata—C. rariflora—Salix glauca association). Hér er um að ræða blástararflóa með nokkurri íblöndun af hengi- stör og víði. Landið er mjög blautt, svo að jarðvatnið stendur víða í tjörnum, en er varla eins kyrrstætt og í hreinum flóum. Landið er smá- þýft og mosaríkt. Stærð gróðurhverfisins er um 200 hektarar. 17 Hengistarar—víðis flói. (C. rariflora—Salix glauca association). Hengistör er meðal algengustu flóajurta hér á landi, bæði á hálendi og láglendi. Hún er þó sjaldan áberandi í svip eða útliti gróðurhverfanna nema helzt á smáblettum. Slíkir blettir eru yfirleitt í nokkurri hæð, oftast um og yfir 200 m. Gróðurhverfi þetta er aðeins á blautustu flóasvæðunum, þar sem jarðvatn er algerlega kyrrstætt. Stærð gróðurhverfisins er um 27 hektarar.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.