Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Síða 24
20
18 Hengistarar—hálmgresis mýri.
(C. rariflora—Calamagrostis neglecta association).
riér er hálmgresi alláberandi ásamt hengistörinni. AÖalmunurinn á
þessu gróðurhverfi og því, sem síðast var lýst (I7), er sá, að hér er um
mýri en ekki flóa að ræða.
Stærð gróðurhverfisins er 3 hektarar.
J 1 Jaðar.
(Calamagrostis neglecta—Salix glauca association).
Segja má almennt, að hugtakið jaðar sé eins konar dilkur, sem í
eru dregnar landtegundir, sem eru rakari en þurrlendi, en þurrari en
mýri. Jaðrar mynda einmitt oft belti inilli mýra og þurrlendis og hafa
nokkuð af eiginleikum beggja þessara landtegunda, en eru þó oftast
áþekkari mýrinni.
Á Gnúpverjaafrétti var jaðar merktur aðeins á einum stað, þó að
þessa landtegund sé raunar víðar að finna þar á smáræmum og skikum.
Jaðartegund sú, er hér um ræðir, Iiggur að ánni Kisu og virðist þannig
til orðin, að mýri hefur þornað og gróður eyðzt við áfok sands, en er
tekin að gróa að nýju. Gróður er tiltölulega gisinn. Á þurrari rimum
er grávíðir ríkjandi, en hálmgresi í drögum og þar sem rakara er.
Stærð gróðurhverfisins er um 25 hektarar.
6. Stærð gróðurhverfa.
í töflu 2 er færð stærð einstakra gróðurhverfa, hundraðshluti hvers
þeirra af öllu gróðurlendinu og hvar og hve oft þau koma fyrir á af-
réttinum.
Stærð hins kortlagða svæðis er um 28 000 hektarar, en af því eru
14 283 ha eða 51 hundraðshluti gróðurlendi.
Af hinu gróna svæði eru 5 542 ha mosaþemba (H 1—H4), en þar
sem beitargildi hennar er lítið, má telja, að raunverulegt beitarsvæði
afréttarins, sunnan Fjórðungssands, sé um 8 700 ha.
Af töflu 2 má draga nokkrar ályktanir um það, hvernig gróðurfarið
breytist, er norðar dregur. Mosaþemba (H 1—H 4) þekur 44.7% af öllu
gróðurlendi korts I og 43.1% af gróðurlendi korts II. Á nyrzta hluta
svæðisins (kort III) þekur hún aðeins 15.7% af gróðurlendinu. Er það
í samræmi við það, sem áður var nefnt um áhrif sandfoks á mosa.
Mýrlendi þekur 38% af gróðurlendi korts I, 19.9% af gróðurlendi
korts II og 32.2% af gróðurlendi korts III. Mýrargróðurhverfið 11, sem
hefur mesta útbreiðslu allra gróðurhverfa afréttarins, er aðallega að
finna á korti I, 14 kemur aðeins fyrir á korti II og 1 3, 10, 17, I 8 og jað-
arinn (J 1) aðeins nyrzt, eða á korti III. Þá er áberandi, að víðigróður-