Tækifærisréttir

Árgangur
Tölublað

Tækifærisréttir - 01.01.1936, Blaðsíða 8

Tækifærisréttir - 01.01.1936, Blaðsíða 8
FERMINGARVEIZLA handa 6. 9 Kampalampar í hörpudiskum. Steikt lambslæri. Cocktailís. KAMP ALAMPAR I HÖRPUDISKUM. 100 gr. makkaróní, 200 gr. hreinsaðir kampalampar, 2 dl. rjómi, 40 gr. rifin piparrót, 1 tesk. edik, y% tesk. sykur, söxuð steinselja. Makkaróníið soðið í saltvatni og skor- ið smátt. Kampalamparnir hreinsaðir og látnir saman við makkaróníið. Rjóminn þeyttur. Þar í er hrært allt kryddið. Ef maður hefir ekki piparrót, verður að hafa meira edik. Makkaróní og kampalömpum hrært þar í, sett á hörpudiska. Ef þið hafið þá ekki, þá á smádiska. Saxaðri steinselju stráð yfir. STEIKT LAMBSLÆRI. 1 lambslæri, 75 gr. reykt flesk, 50 gr. smjörlíki, salt, 1 1. kjötsoð eða vatn, 1 dl. hvítvín, spönsk sósa, grænmeti og kartöflur. Hækillinn er sagaður af, fleskið skorið í ræmur og þrætt í lær- ið. Smjörið brúnað í járnpotti eða pönnu og lærið brúnað vel. Salti stráð yfir og heitu soði eða vatni hellt á. Soðið við hægan eld í 1—l1/^ klst. Sett á heitt fat og skorið í sneiðar. Soðnu grænmeti raðað í kring og frönsk- um kartöflum. Bezt er að hafa sem flestar tegundir af grænmeti með. Ef vill má skera beinið burt, áður en steikt er. Soðið er síað og soðið með spánskri sósu um stund og vínið látið þar í. — Gott er að láta þeyttan rjóma hér út í. COCKTAILÍS. 8 dl. rjómi, 4 eggjarauður. 75 gr. s.ykur, safi úr 1 sítrónu, 1 dl. sherry, 1 dl. madeira, 14 kg. kirsiber. Eggjarauðurnar hrærðar með sykri. Þar í hrært stífþeyttum rjómanum, sítrónu- og kirsiberjasafanum. Hálf-fryst. Þá er vínið og kirsiberin látin út í og fryst alveg. Tekið með heitri matskeið upp í kampavínsglös. Þar yfir hellt 1 matsk. af góðu víni, t. d. líkjör. Einnig má setja ísinn á fat, og er það einnig gert með matskeið. (Sjáið myndina). •V**V**V«*VmV Hafið goff nesfi í skemmfiferðirnar. Gott og heilsusamlegt er að fara á sunnudögum út úr bænum, og fegurst er náttúra landsins snemma morg- uns. En þá er nauðsyn að hafa lystugt nesti með sér, til að gera daginn sem ánægjulegastan. En þá koma skyldur húsmóðurinnar til greina. Venjulega hafa menn smurt brauð með sér í nesti, en oft er það mismunandi girnilegt eða lystugt, þegar til á að taka. Til tilbreytni vil ég hér telja upp nokkra rétti, sem hentugir eru í ferðalög. — Til að gera máltíðina sem mest aðlaðandi, verðið þið að hafa með mislitan dúk, bréfservíettur, pappadiska og hnífa- pör, þar að auki flöskuopnara?, tappatogara? og dósahníf?, salt og pipar og annað krydd, ,ef með þarf. Þá kemur maturinn, og hvað eigum við nú að borða? VÍNARPYLSUR MEÐ KARTÖFLUSALATI. Pylsurnar eru soðnar í saltvatni í opnum potti. T.eknar upp og kældar. Vafðar innan í smjörpappír, hrært sinnep þarf með. KARTÖFLUSALAT. Beztar eru nýjar kartöflur. Þær eru soðnar, flysjaðar, skornar í sneiðar og hrærð- ar út í mayonnaise. Sítrónusafa, saxaðri steinselju og sinnepi er blandað í eftir smekk. Sett í krukku eða fötu með loki. Munið að hafa kartöflurnar kaldar, þegar þær eru settar út í. LAMB AKÓTELETTUR. Ein kóteletta er ætluð á mann. Þær eru barðar, brúnaðar í smjöri á pönnu án eggja eða brauðmylsnu. Salti stráð yfir. Feitin látin síga vel af þeim. Kældar og raðað ofan í ílát. Grænt salat er borðað með. GRÆNT SALAT. Salatið er hreinsað, látið í fötu og þar á rjómi með sítrónusafa og sykri. Ein agúrka og nokkrir tómatar er vafið innan í bréf, skorið niður og sett ofan á salatið, þegar borðað er. FY.LLT EGG. Eggin eru harðsoðin og skorin eftir endilöngu. Saman við rauðuna er hrærð mayonnaise og síld, sem er hreinsuð og söxuð. Látið í hvíturnar og þeim hvolft saman og pakkað inn. SAMLAGT BRAUÐ. Normalbrauð er skorið þunnt og smurt með smjöri. Ostur, radísur og steinselja er saxað og blandað saman. Látið ofan á brauðið, þar ofan á hvolft annari smurðri sneið. Vafið innan í smjör- pappír. Að sjálfsögðu er haft með í nestinu niðurskorið brauð og smjör í krukku. — Óskið þið eftir fleiri tegund- um af mat, hafið þið með ykkur sardínudós, lifrarkæfu, harðfisk, o. fl., sem kann að vera handbært. — Með nest- inu er bezt að hafa öl, mjólk eða kaffi til drykkjar.

x

Tækifærisréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tækifærisréttir
https://timarit.is/publication/1613

Tengja á þetta tölublað: Tækifærisréttir (01.01.1936)
https://timarit.is/issue/419637

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Tækifærisréttir (01.01.1936)

Aðgerðir: