Tækifærisréttir - 01.01.1936, Blaðsíða 10

Tækifærisréttir - 01.01.1936, Blaðsíða 10
KVENNABOÐ. O F T A S T munu kvennaboð vera höfð síðari hluta dags eða að kvöldinu. Er þá gömul venja, að gefa kaffi eða te og allskonar sætabrauð. En nú er tími til kominn að leggja eitthvað af sætabrauðinu á hilluna, en hafa þess í stað ýmiskonar smurt og samlagt brauð, og aðeins eina til tvær kökusortir. SPILABRAUÐ. Brauðið er skorið langsum, skorpan skorin af því, smurt með smjöri, ein sneiðin smurð með lifrarkæfu og tómatpúrru, önnur með söxuðu eggi og sú þriðja með sardínu og sítrónusafa, sú fjórða með ein- hverskonar salati. Ofan á hverja sneið er lögð önnur sneið, sem aðeins er smurð með smjöri. Þannig má búa til samlokur með mismunandi millilagi. Bíði um stund, mótað með kleinujárni eða hníf eins og spaði, hjarta, tígull og lauf, ef það er borðað í spilaboði. Af þessu brauði verður ætíð talsverður úrgangur. BRAUÐ MEÐ LAXKREMI. Hveitibrauð, smjör, 150 gr. reyktur lax, 1 matsk. rjómi, 3 egg. Laxinn skaf- inn, stappaður saman við smjörið og rjómann og nuddað gegnum sigti. Eggin harðsoðin, skorin þversum í sneið- ar. Hveitibrauðssneiðarnar teknar undan litlum klinglóttum bolla. Þar á sett ein eggjasneið. Laxkremið látið í sprautupoka, og sprautað kringum eggjasneiðina. RISTAÐ BRAUÐ MEÐ TUNGU. Hveitibrauðssneiðarnar eru bakaðar á þunnu járni eða brauðrist. Smurðar þykkt með sinnepssmjöri. Þar á lögð tungusneið. Tekið undan vatnsglasi. Lítilli stjörnu af sinneps- smjöri er sprautað á miðja sneiðina. — Sinnepssmjör: 200 gr. smjör, 1 tesk. sinnep, 1/4 tesk. sítrónusafi. Smjör- ið hrært þar til það er hvítt. Þar í er hrærð ein matsk. af sjóðandi vatni, sinnep og sítrónusafi. RANDABRAUÐ. 8—10 sneiðar af rúgbrauði og hveitibrauði, ostur og svínslæri. Helmingur smjörsins er litað grænt með ávaxtalit, og úr hinu er hrært sinnepssmjör. Rúgbrauðssneið er smurð með grænu. Þar á lagðar ostasneiðar. Síðan hveitibrauðssneið, sem smurð er með grænu. Hveitibrauðssneið smurð með sinnepssmjöri og sneið af svínslæri lögð á. Þá rúgbrauðssneið með sinnepssmjöri. Hún smurð með grænu og osti, og þannig haldið áfram þar til komin eru 8—10 lög. Vafið innan í deigan klút, bíði í 4—5 klst. Skorið í sneiðar eins og terta. — Þess ber að gæta, að grænt sé beggja megin við ostinn og sinnepssmjör báðum megin við kjötsneiðina. KEX MEÐ ÁVÖXTUM. Fallegast er að hafa kringlóttar kexkökur. Þær eru smurðar með smjöri. Þar á lögð appelsínusneið, í miðjuna, 3 bananasneiðar og depill af rauðu berjamauki. Ætlast er til, að hver sneið af þessu brauði sé ekki nema 2—3 munnbitar. Spilabrauðið er borið sér á fati. Hinu brauðinu er raðað í raðir, þannig að hver sort sé fyrir sig, svo fötin verði eins og röndótt. Auðvitað mega sneiðarnar ekki liggja hver ofan á annari, heldur hver við hliðina á annari. HVAÐ ER KLUKKAN (kaka). 1 bolli sykur, 1 bolli smjörlíki, 2 egg, 1 bolli hveiti, % tesk. lyftiduft, ögn af salti. — Sykur og smjörlíki er hrært, eggin hrærð þar í og hveitið með lyftiduftinu og saltinu. Bakað í djúpu tertumóti. Kælt og skorið í 2—3 lög. — Sítrónusmjör: 1 bolli sykur, 3 egg, safi úr 2 sítrónum, smjörbiti á stærð við egg. — Sykur og egg hrært ásamt sítrónusafanum og smjörinu. Sett yfir gufu og hrært í því þar til það líkist sírópi. Kælt og hrært í því á meðan. Smurt á milli kökusneiðanna. — Sykurleðja: 35 gr. flórsykur, 2 matsk. vatn. — Flórsykur og vatn hrært, smurt á kökuna. Þegar sykurleðjan er hörð, er flórsykri og bræddu súkkulaði hrært saman, og því sprautað á kökuna úr kramarhúsi gerðu úr smjörpappír, svo það myndi klukku, þ. e. tölurnar upp að 12 við kantinn á kökunni, og vísirana í miðjuna. Látið vísirana sýna hvað klukken er, þeg- ar kökunnar er neytt. — Munið, að bjóða smurða brauðið fyrst, en kökuna síðast. LÍKJÖR PÖNNUKÖKUR. Hrærið gott pönnukökudeig og bakið litlar jafnar pönnukökur. Setjið þær á kringlótt fat og stráið sykri í milli. Leggið pentudúk yfir og látið fatið fyrir framan húsmóðurina á borðið. Þar hjá skál með vanilluís og flösku með líkjör. Húsmóðirin leggur eina pönnuköku á disk, þar á eina matskeið af ís, og hellir hálfu glasi af líkjör yfir. Hverjum gesti fenginn sinn diskur, með gaffli og skeið. — Þetta er borð- að sem ábætisréttur, rétt áður en gestirnir fara. APPELSÍNUBÚÐINGUR. 10 plötur matarlím, 1/2 dl. vatn, 1/2 sítróna, 50 gr. sykur, 4 dl. rjómi, 2 dl. appelsínusafi, 2—3 appelsínur. Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn í 15 mín. Tekið upp og 14 dl. af heitu vatni hellt þar á. Appelsínu- og sítrónusafinn síaður og mældur. Sykrinum hrært þar út í og hrært í, þar til hann er bráðinn. Þá er hinum þeytta rjóma blandað saman við og þar eftir matarlíminu, sem kælt er. Slétt mót er skolað úr köldu vatni og sykri stráð. Appelsínurnar eru flysjaðar, teknar í sundur í ræmur og raðað í mótið (sjáið myndina). Búðingurinn settur gætilega í mót- ið, þegar hann er að verða stífur. Hvolft á fat og borðað með appelsínusósu. APPELSÍNUSÓSA. 150 gr. sykur, 2 dl. vatn, 3 appelsínur, li/2 dl. hvít- vín, 10 gr. sagómjöl. Sykur og vatn soðið í 10 mín. Appelsínurnar rifnar utan með rífjárni. Safinn pressaður úr þeim og síaður. Safinn og rifið app- elsínuhýðið er sett út í sykurvatnið, sagómjölið hrært þar út í og soðið augnablik. Vínið látið í. Það má bæði borða þessa sósu heita eða kalda.

x

Tækifærisréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tækifærisréttir
https://timarit.is/publication/1613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.