Tækifærisréttir - 01.01.1936, Blaðsíða 5
Tækifærisveizla eða brúðkaupsveizla,
Cocktail m/ söltum möndlum.
Champignonsúpa m/ osta-
stöngum.
Lax m/ grænmeti og hvítvíni.
Hænsni m/ hrísgrjónum og
rauðvini.
Karamellubúðingur m/ rjóma-
sósu.
Kaffi m/ líkör.
handa 24.
Saltar möndlur:
Möndlurnar eru afhýddar
og soðnar í 2 min. í olíu. Olían
sígi vel af möndlunum og
þeim snúið upp úr grófu salti.
Látnar heitar í smá bréfmót
eða kramarhús. 4—5 möndlur
settar í hvert mót. Bornar
með cocktailinu.
CHAMPIGNONSÚPA. 4 1. gott nautakjötssoð, % kg. dós champignon, krydd, sósulitur, 1 1. rjómi. Soð-
ið verður að vera kraftmikið. Kryddað eftir smekk og sósulitur látinn í eftir þörf. Hver champignon skorinn
í 2—3 parta. Soðið úr dósinni og bitarnir settir út í súpuna. Rétt áður en borðað er er hinum stífþeytta rjóma
blandað í súpuna. Má ekki sjóða eftir það. Borðað með ostastöngum.
LAX M/ GRÆNMETI. 4 kg. lax, vatn, edik, salt, og pipar, 4 lárberjablöð. Mayonnaise: 7 eggjarauð-
ur, salt og edik, 1 y2 líter salatolía, allskonar soðið grænmeti, 6 salathöfuð. Soðhlaup: 1 1. laxsoð, 12 blöð mat-
arlím, rauður litur, 8 harðsoðin egg. — Laxinn hreinsaður og soðinn í vatni með öllu kryddinu. Roð og bein
tekin úr honum og hann kældur. Soðið síað og mælt, litað rautt. Matarlímið látið út í. Soðið sett í 2 flöt mót
og sumt í skál. Eggjarauðurnar eru hrærðar með salti og ediki. Þar í er hin glæra olía hrærð smátt og smátt.
Eggin eru harðsoðin, flysjuð og skorin í sneiðar. Sjáið myndina. Soðhlaupinu er hvolft á fat. Laxinn er settur
í hrúgu á soðhlaupið. Þar í milli látið lítið eitt af mayonnaise og grænmeti. Eggjasneiðunum raðað í hring, þar
utan um raðað salatblöðum, sem fyllt eru með mayonnaise og grænmeti. Milli salatblaðanna er sprautað rauðu
soðhlaupi. Bezt er að hafa sem fjölbreyttast grænmeti í þennan rétt.
H Æ N S N I M/ HRÍSGRJÓNUM. 12 hænuungar, salt og pipar, y2 kg. smjör, soðið vatn, 250 gr. smjör
í sósuna, 3—4 dl. rjómi, 6 matsk. sherry, 1 kg. hrísgrjón, vatn og salt, agúrkusalat. — Hænsnin eru hreinsuð,
þerruð vel og nudduð með salti og pipar. Lifur, hjarta og fóhorn er tekið í burtu og nuddað með salti. Brúnað
sér í smjöri, saxað smátt og bíði þannig. Smjörbita er stungið innan í hvern unga. Ungarnir brúnaðir í smjöri,
soðnu vatni hellt þar á, — munið að hafa vatnið eins lítið og hægt er. Steikt í eina klst. Soðinu hellt af ungun-
um og það síað. 250 gr. smjör er látið þar út í, soðið i 5—10 mín., tekið af og rjóminn hrærður út í sósuna. Hrís-
grjónin soðin í miklu saltvatni í 25 mín. Vatninu hellt af þeim. Innmaturinn er hitaður og hrísgrjónunum hrært
þar í og sherryinu. Hænsnin eru klippt í sundur. Hrísgrjónin sett eftir endilöngu fatinu. Hænsnunum raðað
báðum megin. Þar utan um settir smá hörpudiskar með agúrkusalati. Sósa borin með í sósuskál.
KARAMELLUBÚÐINGUR M/ RJÓMASÓSU. 750 gr. sykur, 6 dl. soðið vatn, 15 egg, 15 matsk.
sykur, 1 % 1. mjólk eða rjómi, 1 stöng vanilla, 1 1. rjómi.-Eggin eru hrærð með sykrinum. Mjólkin soðin
með vanillustönginni, hrærð út í eggin og kælt. Hrein panna er hituð og þurrkuð. Sykurinn settur þar á og
hrært í, þar til kemur hvít froða. Þá er karamellunni rennt inn í mótið, svo að mótið verði hulið. Pannan sett
aftur á eldinn og 1/2 1. af soðnu vatni þar á. Hrært í því og það soðið, þar til það hefir jafnað sig vel, hellt í
skál og kælt. Kreminu hellt í mótin og þau sett ofan í soðið vatn, diskur þar yfir. Soðið við hægan eld í 1/2
klst., eða þar til búðingurinn er stífur. Bezt er að búa þennan búðing til daginn áður en hans er neytt. •—
Rjómasósa: Rjóminn er þeyttur. Karamellan hrærð þar saman við. Búðingnum hvolft á fat og rjómasósan sett
á miðjuna.
Ef þið gerið ráð fyrir, að gestirnir, sem ver-
ið hafa til miðdegisverðar, verði fram eftir
nóttinni, þá er mjög vel við eigandi að veita
te með smurðu brauði um 12-leytið.
Hér á myndinni sjáið þið fat með allskon-
ar smurðu brauði, sem er mjög smekklega
framreitt, og munið þið geta ráðið í, hvert
ofanáleggið er.
Húsmæður, þegar þér bjóðið gestum heim,
þá framreiðið þann mat, sem ykkur lætur
bezt að matbúa.