Tækifærisréttir - 01.01.1936, Blaðsíða 11
H
erra-
mið-
dagur,
handa 5-6.
Síldarauga
m/ brennivíni.
Herrabuff
m/ rauðvíni.
Eplatriffle
m/ Madeira.
Kaffi og koníak.
SÍLDARAUGA. Söltuð síld er afvötnuð, hreinsuð og lögð í edik í 3 klst. Skorin í smáa ferkantaða bita.
Laukurinn saxaður smátt, steinseljan einnig söxuð. — Óseytt rúgbrauð er skorið í þunnar sneiðar, tekið undan
kringlóttu móti, smurt þykkt með smjöri. Þar á er síldin sett í hrúgu, þannig að það verði hola í miðjunni. Ut-
anum saxaður laukur og yzta röðin söxuð steinselja.. Sneiðin látin á lítinn disk og ein hrá eggjarauða í síldar-
holuna. Þannig eru útbúnir eins margir diskar og margir eiga að borða. Diskarnir settir á grunnu diskana áður
en sezt er að borðinu. — Ef vill er brauðinu sleppt og síldin borin þannig fram í hörpudiskum.
HERRABUFF MEÐ BRÚNUÐUM LAUK OG FRÖNSKUM KARTÖFLUM. 1. kg. gott nauta-
kjöt úr hrygg, plöntufeiti, salt. — Nauðsynlegt er, að nautakjötið sé gott. Skorið í 2 cm. þykkar sneiðar, sem
barðar eru einu sinni á hvorri lið með flatri öxi. Plöntufeitin hituð á pönnu, þar til rýkur blár reykur úr henni.
Þá er buffið sett á, með löngum gaffli eða hníf, steikt í 2 mínútur á hvorri hlið. Raðað upp á heitt fat hverri
sneið við hliðina á annari. Salti stráð yfir. Ofan á hverja buffsneið er lögð sneið af steinseljusmjöri, utanum er
raðað frönskum kartöflum og brúnuðum lauk. ■■— Steinseljusmjör: 200 gr. smjör, söxuð steinselja. Saman við
smjörið er hnoðað saxaðri steinselju. Hnoðað í sverar lengjur, sem bíði á köldum stað. Skorið í sneiðar með
riffluðum hníf, áður en fram er borið. — Franskar kartöflur: 1 kg. kartöflur, plöntufeiti, salt. Stórar kartöfl-
ur eru flysjaðar og skornar í ræmur, sem eru ca. 4 sinnum gildari en eldspýta, og allar jafn langar. Þvegnar úr
heitu vatni og þerraðar með klút. Kartöflurnar soðnar ljósbrúnar í heitri plöntufeiti, teknar upp á þykkt bréf
og salti stráð á. Haldið heitum í bakarofni, einnig má hita þær aftur í feitinni. Sjúi kartöflurnar mikla feiti í
sig, er fitan ekki nógu heit. — Brúnaður laukur: 400 gr. laukur, vatn, natrón, salt, 50 gr. smjörlíki, 20 gr. syk-
ur. — Laukurinn er soðinn augnablik í natrónvatni, þar eftir 5 mínútur í saltvatni. Flysjaður. Sykur og smjör
brúnað saman í potti eða pönnu. Laukurinn látinn þar á og brúnaður þar til hann gljáir. Beztur er skalotlaukur,
en nauðsynlegt er að laukurinn sé smár.
EPLATRIFFLE. 12 stórar makrónukökur, sherry, 1/2 kg. ný epli, vatn og sykur, vanillustöng, 1/2 1. rjómi,
berjamauk. Eplin flysjuð og flusið soðið í litlu vatni. Eplin brytjuð og sykri og soðinu af eplaflusinu hellt þar á.
Vanillustöngin látin út í. Soðið í mauk og kælt. Tvær makrónukökur eru muldar í hvert kampavínsglas. Þar á
hellt svo miklu víni að þær digni. Eplamaukið sett þar yfir (sjá myndina), rjómanum sprautað þar á og 4 depl-
ar af berjamauki. Glasið borið inn á litlum diski, með servíettu undir.
Yngissveinar og yngismeyjar. Oft langar ykkur til að bjóða nokkrum kunningjum heim, en hafið ekki ástæður
til þess, og orsökin er oftast einhver af þessum þremur eða máske allar: Þið hafið ekki efni á því, ekki tíma eða
húsnæði til þess. En ég vil kenna ykkur ráð, svo að þið getið boðið kunningjum ykkar heim, með litlum kostnaði
og sama sem engri fyrirhöfn. — Gefið þeim pylsur og öl. Áður en gestirnir koma dúkið þið lítið borð. Þar á setjið
þið lítil hveitibrauð í skál, sinnep í krukku, bréfservíettur í stafla, og smádiska eða pappadiska í annan stafla. —
Þegar gestirnir koma, þá bjóðið þeim epli eða appelsínur, eða aðra ávexti sem þið hafið. Þegar komið er að því að
borða pylsurnar, eru þær soðnar, settar í hrúgu á fat, fatið látið á borðið og gestirnir ganga að borðinu og ná sér
í matinn. Hér með er drukkið öl eða brennivín. — Komi gestirnir klukkan 7—8, þá gefið þeim pylsurnar fyrst og
ávextina síðar. Ef þið hafið tækifæri, má setja allt, sem á borðinu er í barnavagn, sem þó er útbúinn sem líkast
pylsuvagni. Þegar borða á, er vagninum ekið inn til gestanna.