Fréttablaðið - 16.11.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.11.2021, Blaðsíða 1
2 2 5 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 1 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 1 Jólafjársjóður fannst á loftinu Glæpur en engar löggur Lífið ➤ 26 Menning ➤ 18 Lögmaður hefur stefnt ein- staklingi sem kærði hann til úrskurðarnefndar. Hætt er við að áminningin falli úr gildi þar sem kærandinn kærir sig ekki um að verja úrskurðinn. arib@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Þörf er á lagabreyt- ingum til að koma í veg fyrir að eftirlit með störfum lögmanna sé ekki í höndum einstaklinga, að mati lögmanna. Ef áminningu á hendur lögmanni er skotið til dómstóla er það hlutverk kærenda að verja áminninguna og standa straum af kostnaði. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur lögmaður stefnt einstaklingi vegna kæru sem leiddi til áminningar. Lögmaðurinn var áminntur í tengslum við inn- heimtustarfsemi sem á að vera undir eftirliti Lögmannafélags Íslands, LMFÍ. Kærandinn sem leitaði til úrskurðarnefndarinnar hefur hvorki áhuga né fjárhagslega burði til að standa í málaferlum við lögmanninn, því er hætta á að áminningin verði látin niður falla. Ingimar Ingason, framkvæmda- stjóri LMFÍ, segir að það komi fyrir öðru hvoru að lögmenn sem uni ekki niðurstöðu úrskurðarnefndar- innar leiti til dómstóla. LMFÍ er ekki aðili málsins og getur því ekki tekið til varna. Lögum um eftirlit með innheimtu- Ekki hlutverk borgaranna að verja áminningar úrskurðarnefndarinnar Ingimar Inga- son, fram- kvæmdastjóri LMFÍ starfsemi lögmanna var breytt árið 2018. Þá óskaði LMFÍ eftir því að lögmenn sem reki innheimtu þurfi að tilkynna það en ekki var orðið við því. Ingimar segir að félagið hafi kallað eftir breytingum á gildandi lagaumhverfi vegna skorts á skýr- ari valdheimildum og viðurlögum, sambærilegum þeim sem Fjármála- eftirlitið hefur samkvæmt ákvæð- um innheimtulaga. Einar Gautur Steingrímsson lög- maður segir að Lögmannafélagið þurfi að fá vopn í hendurnar sem bíti. SJÁ SÍÐU 6 Bólusetningarátak gegn Covid-19 hófst á ný í Laugardalshöll í dag þar sem landsmenn geta fengið örvunarskammt með bóluefni Pfizer. Átakið stendur í fjórar vikur og mynduðust raðir fyrir utan Laugardalshöll sem minntu á þær sem voru er fyrra bólusetningarátakið stóð yfir í sumar. Þau sem enn eru óbólusett eða hálfbólusett geta þar einnig fengið sprautu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI COVID-19 Þrátt fyrir að sífellt f leiri ríki heims hafi gripið til þess ráðs að setja réttindum þeirra sem ekki eru bólusettir gegn Covid-19 skorður er hið sama ekki upp á teningnum á Íslandi. Eini munurinn á réttindum þeirra sem eru bólusettir og óbólu- settir hér á landi er varðandi lengd sóttkvíar og einangrunar. Einstaka vinnustaðir hér á landi hafa þó beint þeim tilmælum til starfsfólks að það láti bólusetja sig. Í mörgum löndum heims hefur heilbrigðisstarfsfólk verið skikkað í bólusetningu, vilji það halda starfi sínu, en starfsfólki Landspítala er ekki skylt að láta bólusetja sig og er enn nokkur hluti þess óbólusettur. SJÁ SÍÐU 4. Óbólusettir með mikil réttindi hér

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.