Fréttablaðið - 16.11.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.11.2021, Blaðsíða 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Leikstjórinn Ágúst Guð- mundsson var að glugga í gamlar spólur uppi á lofti þegar hann fann týndan fjársjóð: Glaðlegt jólalag frá honum og Valgeiri Guðjóns- syni sem þeir sömdu á níunda áratugnum. Lagið átti að vera hluti af jólamynd. odduraevar@frettabladid.is „Ég fann þetta bara í pappakassa uppi á lofti,“ segir leikstjórinn Ágúst Guðmundsson afar kátur með að hafa fundið gamla kasettu þar sem leyndist jólalag með honum og Valgeiri Guðjónssyni. Lagið ber nafnið Góðan dag og gleðileg jól! en Ágúst fór rakleitt með það í raf- ræna vinnslu og nú hafa þeir félagar í hyggju að gleðja þjóðina á tímum faraldurs og dumbungs í sinni. Ágúst segir sig ráma í að lagið hafi verið tekið upp 1984 eða 1985. „Kannski jafnvel fyrr …“ segir hann íhugull áður en honum snýst hugur. „Nei, ekki fyrr. Árið 1982 kom Með allt á hreinu og lagið er tekið upp eftir hana,“ segir Ágúst. Steingleymdi laginu Ágúst rifjar upp fyrirætlanir sínar um að gera sérstaka jólamynd þar sem lagið átti að koma fyrir. Hún átti að vera barnamynd þar sem jólasveinar áttu að koma við sögu. „Hún átti að vera full af einhverjum furðuverum úr íslenskri þjóðtrú,“ útskýrir leikstjórinn. Í laginu bregða þeir Ágúst og Val- geir sér í hlutverk jólasveinanna sem lenda í vandræðum með rímið. „Eitt atriðið átti að vera þannig að þeir væru að reyna að semja nýtt lag en lenda í vandræðum með rímorðin, enda gerist það á hverju ári að sömu rímorðin fara í endurnýtingu,“ segir leikstjórinn og lítur um öxl í höll minninganna. „Og þegar ég hlustaði á lagið aftur þá fannst mér þetta nú tals- vert fyndnara en mig minnti. Og það fannst Valgeiri reyndar líka. Þetta kom honum rosalega á óvart enda var hann alveg búinn að gleyma þessu.“ Ágúst segist þó ekki ætla að dusta rykið af handritinu góða. Það bíði betri tíma. „Ég er ekkert farinn að hugsa um það. Það eina sem er bitastætt eftir þetta ævin- týri er þetta lag og allt í einu fór ég að velta fyrir mér: Hvernig var með þetta lag aftur?“ útskýrir Ágúst. Hann segir þeirri hugsun hafa lostið niður eins og eldingu í huga sér. „Svei mér þá, hvað kom mér til að hugsa þetta? Ég fór bara allt í einu að hugsa um þetta lag og spurði sjálfan mig: Hvar var þetta lag?“ Gömlu snældurnar á vísum stað Ágúst viðurkennir að hafa verið dágóða stund að leita að réttri snældu uppi á lofti. Hann hafi þó verið búinn að koma öllum snæld- um frá þessum tíma fyrir í sama kassa. „Ég notaði þær mikið meðal ann- ars þegar við vorum að undirbúa Með allt á hreinu. Þá setti ég kas- ettutæki í gang þegar við vorum að spinna atriðin,“ útskýrir Ágúst. „Þetta gerðum bara við eldhús- borðið heima hjá mér þar sem Með allt á hreinu fæddist,“ segir leik- stjórinn og nú tónlistarmaðurinn Ágúst Guðmundsson. ■ Fann gamlan en gleðilegan jólafjársjóð uppi á háalofti Ágúst hafði jólakvikmynd í huganum þegar lagið var samið en varð tröllum gefið í hartnær fjörutíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Með allt á hreinu kom, sá og sigraði. Hvernig veit maður að maður er með sárasótt? Guðrún Aspelund yfirlæknir sótt- varnasviðs „Sárasótt er greind með blóðprufu sem er hægt að láta taka hjá öllum læknum. Sýklalyf er gefið við sárasótt og læknar sjúkdóminn,“ segir Guðrún. Í nýútkomnu fréttabréfi sótt- varnalæknis segir að fjöldi tilfella af sárasótt hérlendis sé áhyggju- efni. „Sýkingin berst oftast á milli manna með kynmökum en getur einnig gerst við blóðsmit og frá móður til fósturs,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Fyrstu einkenni sárasóttar eru sár á þeim stað sem bakterían komst í snertingu við, oftast á kynfærum, í endaþarmi eða á vörum eða í munni. Nokkru síðar geta myndast útbrot í húðinni. Við langt gengna ómeðhöndlaða sárasótt koma einkenni frá miðtaugakerfi og hjarta- og æðakerfi. Fyrstu einkenni sárasóttar koma í ljós tíu dögum til tíu vikum (oftast þremur vikum) eftir smit.“ ■ Sárasóttin greinist með blóðprufu ■ Sérfræðingurinn Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið virka daga 10–18 og laugardaga 11–17 Pottréttir / Súpur / Fiskréttir Meðlæti / Kökur / Eftirréttir / Kjötréttir „Ljósberi er einfaldlega heimsklassa unglingabók!“ Gunnar Helgason rithöfundur VERÐLAUNABÓK Kynngimagnaður spennutryllir fyrir táninga á öllum aldri eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson Sigurvegari Íslensku barnabóka- verðlaunanna 2021 26 Lífið 16. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.