Fréttablaðið - 16.11.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.11.2021, Blaðsíða 2
Sarah Wagstaff er ánægð með að Arngrímur Jóhannsson hafi verið dæmdur vegna and- láts föður hennar en kveður upphæð bóta vera vonbrigði. gar@frettabladid.is „Það er erfitt að lýsa því hvernig mér líður núna öðruvísi en að mér sé létt að það skuli hafa verið rétt að taka slaginn og vekja athygli á málinu opinberlega,“ segir Sarah Wagstaff sem síðastliðinn föstudag voru dæmdar bætur vegna andláts föður hennar í f lugslysi á Íslandi. Héraðsdómur Reykjavíkur telur Arngrím Jóhannsson flugstjóra hafa sýnt stórfellt gáleysi í aðdraganda þess að hann nauðlenti flugvél sinni í Barkárdal 9. ágúst 2015 og Kanada- maðurinn Arthur Grant Wagstaff fórst. Þrjú Börn Grants kröfðust hvert um sig tólf milljóna króna í bætur en voru dæmdar tvær millj- ónir. Ekkjunni Roslyn voru dæmdar 3,4 milljónir en 35 milljóna króna kröfu hennar vegna missis fram- færanda var vísað frá. „Ég er svo ánægð með að dómur- inn tók undir með fjölskyldu minni og komst að þeirri niðurstöðu að andlát föður míns hefði vissulega borið að vegna vanrækslu af hálfu Arngríms,“ segir Sarah. Hún sé ánægð með að hafa vakið athygli á málinu. „Sérstaklega á þætti Sjóvár sem reyndi að komast hjá greiðslu undir því yfirskini að faðir minn hefði haft þá stöðu um borð að vera flugmaður sem ekki var að fljúga.“ Sarah vonast til að barátta fjöl- skyldunnar gagnist f leirum. „Til- finningin er að við höfum unnið ötullega að því að setja betri viðmið um vernd annarra f lugmanna og farþega. Vonandi verður það jákvæð arfleifð fyrir nafn föður míns.“ Þótt Sarah segist sátt við rök- stuðning og niðurstöðu dómar- anna séu það mikil vonbrigði að bæturnar séu miklu lægri en það sem þau óskuðu eftir. „Sérstaklega í ljósi þessa langa tíma og erfiðleika sem fjölskylda mín hefur mátt þola í langdregnu ferli,“ segir hún en Sarah hefur áður lýst ýmsum vand- kvæðum við rekstur málsins. Sarah segir að bæturnar hjálpi til við að greiða námskostnað hennar og systkina hennar. „Og vonandi munum við geta komið til Íslands á næsta ári, heimsótt slysstaðinn og farið með kveðjubæn fyrir pabba minn,“ segir hún. Í dóminum segir að Arngrímur hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi með því að halda áfram að f ljúga inn Barkárdal þrátt fyrir gangtruflanir í stað þess að snúa við þegar þeirra hafi orðið vart. Sjálfur sagði Arn- grímur að þeir Grant, sem einnig var f lugmaður, hafi tekið ákvarð- anir um flugið sameiginlega. „Það að tveir þrautreyndir f lug- menn ræði saman um framkvæmd flugs í aðdraganda þess og á meðan á f luginu stendur gerir þann sem er ekki við stjórnvölinn ekki að f lugmanni í viðkomandi f lugferð. Það að hann leysi einhver tiltekin verkefni af hendi fyrir f lugið eða á meðan á því stendur gerir hann ekki heldur að f lugmanni,“ segir í dóminum. Er því hafnað að flokka beri Grant „sem einhvers konar ótryggðan aukaf lugmann“. Sjóvá og Arngrímur séu bótaskyld gagn- vart fjölskyldu Kanadamannsins. n Vonandi munum við geta komið til Íslands. Sarah Wagstaff Vaskir menn að störfum Jólaljósin eru víða komin upp og lýsa upp svartasta skammdegið fram yfir hátíðirnar. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru afar einbeittir er þeir unnu hörðum höndum að uppsetningu jólaljósa við Sóleyjargötu í gær. Í dag eru 38 dagar þangað til landsmenn opna jólapakkana. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Sarah segir fjárhæð bóta eftir föður sinn vonbrigði Arthur Grant Wagstaff með börnum sínum þremur. MYND/AÐSEND Bílamerkingar Xprent ehf. | Sundaborg 3 | 104 Reykjavík | 777 2700 | xprent@xprent.is Vel merktur bíll er besta auglýsingin. Tökum að okkur allt frá litlum merkingum að heilpökkuðum bílum. adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL „Staðan hjá okkur er þannig að textavinnsla við gerð stjórnarsáttmála er mjög langt komin og við stefnum að því að hefja samtal um verkaskiptingu síðar í þessari viku,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stöðuna í stjórnarmyndunarvið- ræðum. Stjórnarmyndunarviðræður hafa sjaldan tekið jafn langan tíma og nú en það helgast þó af öðru en ósam- stöðu samningafólks. Beðið er eftir því að undirbúningsnefnd kjör- bréfanefndar ljúki störfum og þing verði kallað saman til að kveða upp úr um gildi kjörbréfa. Fréttablaðið hefur áður haft eftir forsætisráðherra að ríkisstjórnir séu myndaðar að loknum kosningum og á meðan ekki liggi fyrir hvort kjósa þurfi upp í einu kjördæmi, verði ný stjórn ekki mynduð. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verður miðað við það að stjórnarflokkarnir þrír haldi sínum ráðherrafjölda í nýrri stjórn. Hins vegar má búast við að ráðherrum í stjórninni fjölgi um einn og talið er öruggt að Framsóknarflokkurinn muni njóta þess. n Stjórnarsáttmáli að verða tilbúinn Forsætisráðherra bíður Birgis eins og restin af þjóðinni. adalheidur@frettabladid.is KOSNINGAR „Við erum auðvitað að reyna að ræða okkur niður á ein- hverja niðurstöðu og það tekur lengri tíma þegar maður er að reyna að ná samstöðu um málin, heldur en ef hver og einn færi heim að skrifa sitt nefndarálit,“ segir Birgir Ármannsson formaður undirbún- ingsnefndar kjörbréfanefndar. Beðið er með óþreyju eftir því að nefndin ljúki störfum og þing verði kallað saman. „Það er ekki farið að reyna á það með afgerandi hætti en við höfum alltaf talað um að það væri æskilegt að komast að sameiginlegri niður- stöðu,“ segir Birgir. Nefndin hafi verið samstíga í gegnum ferilinn hingað til, bæði um hvernig beri að haga vinnubrögðum og áherslum í starfinu. Birgir bindur vonir við að nefndin ljúki vinnunni í þessari viku og undirbúningur er hafinn í þing- inu fyrir mögulega þingsetningu í næstu viku. n Birgir freistar þess að ná samstöðu Birgir Ármanns- son, formaður undirbúnings- nefndar kjör- bréfanefndar 2 Fréttir 16. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.