Fréttablaðið - 16.11.2021, Side 4

Fréttablaðið - 16.11.2021, Side 4
Við sjáum ekki merki þess að fólk sé að streyma til baka á skrá. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar Það kom enginn að máli við mig og sagðist ósáttur eða myndu ekki fylgja þessu. Jón Reynir Sigur- vinsson, skóla- meistari MÍ TRYGGÐU ÞÉR RAM Í FORSÖLU TIL AFHENDINGAR EFTIR ÁRAMÓT ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 R A M Réttindi óbólusettra um víða veröld eru æ meira takmörk- uð með hverjum deginum. Ísland er meðal fárra ríkja þar sem bólusettir og óbólu- settir hafa sömu réttindi en það gæti breyst eftir þriðju sprautuna. Skólameistari MÍ segir starfsfólk sitt fylgja bólu- setningarskyldu. kristinnhaukur@frettabladid.is COVID-19 Útgöngubann óbólu- settra í Austurríki hefur hreyft við umræðunni en Ísland er meðal fárra landa í Vesturheimi þar sem óbólu- settir hafa fullt atvinnu- og ferða- frelsi. Í auknum mæli hafa lönd verið að setja reglur um bólusetn- ingarskyldu fyrir tilteknar starfs- stéttir, á tiltekna staði eða viðburði eða sem skyldu fyrir alla. Samkvæmt nýjum austurrískum reglum mega óbólusettir aðeins vinna og fara í verslanir til þess að kaupa í matinn. Sams konar reglur hafa verið til skoðunar í Berlínar- borg, svokölluð 2g regla. Þetta eru þó langt frá því að vera hörðustu reglurnar. Algera bólu- setningarskyldu má finna í ýmsum Asíuríkjum á borð við Indónesíu, Sádi-Arabíu, Kasakstan, Túrkmen- istan og Tadsíkistan, og einnig í Páfagarði og nokkrum eyjaklösum í Kyrrahafinu. Algengara er að ríki setji skyldu á vissar starfsstéttir, svo sem heil- brigðisstarfsfólk, umönnunar- stéttir, kennara eða alla opinbera starfsmenn. Slíkar reglur eru meðal annars í gildi í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Ástr- alíu, Póllandi, Tyrklandi, Rússlandi og mörgum fleiri ríkjum. Í Banda- ríkjunum hefur einnig verið tekist á um frumvarp Joes Biden forseta um bólusetningarskyldu allra fyrir- tækja með yfir 100 starfsmenn. Ýmis ríki setja skilyrði um bólu- setningu fyrir ákveðna viðburði eða fyrir aðgang að veitingastöðum og skemmtistöðum. Holland, Sviss, Danmörk og Rúmenía falla í þennan flokk. Þá hafa ýmis ríki farið sérstakar leiðir eins og til dæmis Lettar, sem leyfa öllum fyrirtækjum að segja óbólusettu fólki upp og fylkið New South Wales í Ástralíu, þar sem óbólusettum er bannað að fara inn á heimili annarra. Hér á Íslandi hafa óbólusettir haft sömu réttindi og aðrir ef frá er talin lengd sóttkvíar og einangrunar. Óbólusettir eru 11 prósent lands- manna, 12 ára og eldri, og f lestir úr þeim hópi eru yngri en fertugir. Meðal annars starfa 480 óbólusettir einstaklingar á Landspítalanum en Már Kristjánsson, framkvæmda- stjóri meðferðarsviðs, hefur sagt innan við 20 andsnúna bólusetn- ingum. Þetta kann að breytast miðað við orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarna- læknis í útvarpsviðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Það er að ef þriðja sprautan, örvunarskammturinn, gengur vel fái bólusettir „aukin rétt- indi“. Það er að þeir fái að komast á staði, þurfi ekki að fara í sóttkví og f leira í þeim dúr. Hingað til hefur Þórólfur talað gegn bólusetningar- skyldu. Þó að stjórnvöld boði ekki bólu- setningarskyldu að svo stöddu hafa einstaka vinnustaðir gert það. Jón Reynir Sigurvinsson, skólameist- ari Menntaskólans á Ísafirði, segir engan hafa mótmælt skipunum hans um að enginn starfsmaður skólans kæmi óbólusettur til vinnu í haust. Þetta voru þó tilmæli og ekki gerð krafa um skírteini. „Það kom enginn að máli við mig og sagðist ósáttur eða myndu ekki fylgja þessu. Ég trúi fólki,“ segir Jón Reynir aðspurður um hvernig þetta hafi gengið. Hann segir alla þá skóla- meistara sem hann hafi rætt við á sama máli og hann. Engin tilmæli hvað þetta varðar hafi hins vegar komið frá ráðuneytinu. „Við höfum alveg sloppið við smit ef frá er talið upphaf faraldursins þegar ljósrit- unarvélin okkar dreifði nokkrum kórónaveirum,“ segir hann. n Frelsi óbólusettra mikið hér á landi Bólusetningar- mótmæli við heilbrigðisráðu- neytið í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR kristinnhaukur@frettabladid.is ATVINNUMÁL Ráðningarstyrkir um 7.000 manns renna brátt út og óvíst er hvort úrræðið verði framlengt. Vinnumálastofnun segist ekki ótt- ast að holskefla fólks komi aftur inn á skrá þótt það verði ekki framlengt. „Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort gildistími úrræðisins verður framlengdur en verið er að safna gögnum og meta málið áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið,“ segir Grétar Sveinn Theódórsson, upplýsinga- fulltrúi félagsmálaráðuneytisins en fundað var með Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, í gær. Í átakinu Hefjum störf var slakað verulega á reglum um ráðningar- styrki til þess að koma fólki af atvinnuleysisskrá. Hjá þeim sem höfðu verið á skrá í sex mánuði eru greidd 100 prósent af atvinnu- leysisbótum í styrk og 50 prósent hjá þeim sem höfðu verið í skemur en sex mánuði. „Við sjáum ekki merki þess að fólk sé að streyma til baka á skrá,“ segir Unnur en þó sé erfitt að meta árangurinn núna. Hún segir Vinnumálastofnun ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort mælst verði til þess að úrræðið verði framlengt. Unnur segir stofnunina undir- búna undir verstu sviðsmyndina, en nú eru þegar um 10 þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða tæplega 5 prósent sem er sama hlutfall og fyrir faraldur. Hún á hins vegar ekki von á henni. „Mér sýnist að sóttvarna- aðgerðir stjórnvalda séu ekki það íþyngjandi að þær hafi veruleg áhrif á atvinnulífið,“ segir hún. n Ekki ákveðið hvort ráðningarstyrkir verði framlengdir gar@frettabladid.is DÓMSTÓLAR Málflutningur í laga- stuldarmáli Jóhanns Helgasonar gegn Warner, Universal og fleiri tón- listarfyrirtækjum fer fram í áfrýj- unardómstóli í Los Angeles í dag. Jóhann telur lagið You Raise Me Up eftir Rolf Lövland í raun lagið Söknuð eftir Jóhann sjálfan. Dóm- stóll í Los Angeles hafði áður vísað máli hans frá en jafnframt hafnað hátt í 50 milljóna króna málskostn- aðarkröfu tónlistarfyrirtækjanna. Jóhann áfrýjaði frávísuninni og fyrirtækin fyrir sitt leyti áfrýjuðu höfnun málskostnaðarkröfunnar. Þrír dómarar sitja í dóminum í dag og fá lögmenn hvors aðilans 15 mínútur til að flytja mál sitt. n Jóhann á dagskrá í Los Angeles í dag Jóhann Helgason. gar@frettabladid.is BÓKMENNTIR Samkvæmt niður- stöðunum könnunar sem Miðstöð íslenskra bókmennta, í samstarfi við sex aðila á bókmenntasviðinu, lét gera lásu íslenskir karlar færri bækur í ár en í fyrra en enginn munur er á lestri kvenna á milli ára. Í tilkynningu segir að meðalfjöldi lesinna bóka sé nú jafn því sem hann var fyrir Covid-19 faraldurinn eða 2,3 bækur á mánuði. Í faraldr- inum hafi lesturinn farið upp í 2,5 bækur á mánuði. Karlar lásu færri bækur á þessu ári 4 Fréttir 16. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.