Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2021, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.11.2021, Qupperneq 6
Nýr varaformaður segir starfslokin hafa farið fram í samræmi við ráðningarsamninga. Formaður úrskurðarnefndar lögmanna segir það í höndum þeirra sem kærðu lögmann að standa straum af kostnaði ef lögmaðurinn vill fá áminn- ingu hnekkt. Sem lögmaður segir hann Lögmannafélagið þurfa vopn sem bíti. arib@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Einar Gautur Stein- grímsson, formaður úrskurðar- nefndar lögmanna, segir að þegar mál berist úrskurðarnefndinni hagi hún sér eins og dómstóll. „Kerfið virkar þannig að ef einhver telur að lögmaður haft gert eitthvað á sinn hlut í starfi sínu með broti á lögum eða siðareglum þá getur hann farið með það fyrir úrskurðarnefnd lög- manna. Hún getur veitt aðfinnslur, veitt áminningar og lagt til réttinda- sviptingu. Allt eftir því hvort brotið sé alvarlegt og/eða ítrekað.“ Lögum um stjórnsýslu jafnréttis- mála var breytt í fyrra í kjölfar málshöfðunar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráð- herra, á hendur Hafdísi Helgu Ólafs- dóttur, skrifstofustjóra í forsætis- ráðuneytinu og umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þarf nú einnig að höfða mál á hendur kærunefnd jafnréttismála til að fá úrskurði hnekkt. Úrskurðarnefnd lögmanna er aldrei aðili máls og hefur ekki frekari afskipti af máli eftir að úrskurður er kveðinn upp. Þá er því lokið hjá nefndinni. Hún tekur því aldrei til varna í dómsmáli. „Ef einhver vill fá úrskurð ógiltan þá stefnir hann gagnaðila sínum fyrir dóm til ógildingar á úrskurði. Þá getur komið upp sú staða að lög- maður kann að hafa verið áminnt- ur fyrir brot í starfi en hvorki úrskurðarnefndin né Lögmanna- félagið getur skipt sér af málinu. Þá er það í höndum þess sem kærði að reka mál um hvort áminning fyrir brot í starfi standi jafnvel þótt sá hinn sami kunni að bera kostnað af dómsmáli út af því,“ segir Einar. „Við þetta vaknar spurningin hvort aðilar þess dómsmáls geti gert með sér sátt um að áminning falli úr gildi án þess að Lögmanna- félagið eða úrskurðarnefndin hafi nokkuð um það að segja. Á það atriði getur reynt ef nefndin leggur til sviptingar á réttindum vegna ítrekaðra brota.“ Aðspurður hvort þetta sé eðli- legt kerfi segist hann ekki tilbúinn að svara því. „Ég er ekki tilbúinn að svara því fyrir hönd úrskurðar- nefndar, hún starfar bara eftir lögunum eins og þau eru. Það er löggjafans að ákveða efni laganna. Nefndin starfar síðan eftir þeim.“ Einar er spurður hvort honum, sem lögmanni og félaga í Lög- mannafélagi Íslands, f innist að þessu þurfi að breyta. „Ég tel að Lögmannafélagið ætti að fá f leiri og betri úrræði til að hafa eftirlit með störfum lögmanna og skýrar heimildir til að leggja mál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna,“ segir hann. Einar telur að eftirlitið ætti frek- ar að vera áfram hjá Lögmanna- félaginu en hjá Fjármálaeftirlitinu þegar kemur að innheimtustarf- semi. „Það þarf að hafa í huga að sjálfstæði lögmannastéttarinnar er ekkert minna mikilvægt en sjálfstæði dómara. Það er hluti af réttarríkinu að sá sem leitar til lögmanns sé að leita til aðila sem enginn hefur tangarhald á. Þess vegna er eðlilegt að þeirra félag sjái um eftirlit með starfsemi þeirra.“ Spurður hvort eftirlitið þurfi þá að vera á pari við eftirlit Fjármála- eftirlitsins svarar hann: „Það er alla vega mikilvægt að Lögmannafélag- ið fái í hendur vopn sem bíta.“ n Ég tel að Lögmanna- félagið ætti að fá fleiri og betri úrræði til að hafa eftirlit með störf- um lögmanna. Einar Gautur Steingrímsson, formaður úr- skurðarnefndar lögmanna Félagið þurfi vopn sem bíta Ef einhver telur að lögmaður hafi gert á hluta sinn, í starfi, getur hann kvartað til úr- skurðarnefndar lögmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR birnadrofn@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Fiskafli í október- mánuði var rúmlega 119 þúsund tonn, það er 38 prósentum meiri en í október í fyrra. Mestu munar um 83 prósenta aukningu á síld en síldarafli nam 66 þúsund tonnum. Heildarafli á tólf mánuðum frá nóvember 2020 til október 2021 var rúmlega 1.072 þúsund tonn sem er 6 prósenta aukning. Samdráttur var í þorski, kolmunna og ýsu en 40 prósenta aukning í ufsa. Landaður afli í október, metinn á föstu verðlagi, lækkar um 1,8 prósent samanborið við í fyrra. n Októberafli meiri í ár Í október var landaður síldarafli 66 þúsund tonn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HAFNARFJÖRÐUR Hjallahraun 4 NJARÐVÍK Fitjabraut 12 KÓPAVOGUR Smiðjuvegur 34 REYKJAVÍK Skútuvogur 2 ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ NEGLA TÍMANN FR ÁBÆR VER Ð Á DE K K J UM Ólöf Helga, nýr varaformaður Eflingar, ásamt Viðari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI bth@frettabladid.is VINNURÉTTUR „Það voru ekki gerðir starfslokasamningar, hvorki við Sólveigu né Viðar, enda sögðu þau sjálf upp,“ segir Ólöf Helga Adolfs- dóttir, varaformaður Eflingar, um skilmála starfsloka Sólveigar Önnu Jónsdóttir, fyrrverandi formanns og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. Umræða hefur orðið um starfs- lokasamninga hjá stéttarfélaginu. Spurð hve marga mánuði forystu- fólkið fá greidda segist varaformað- ur Eflingar ekki geta rætt hvort um sé að ræða þriggja mánaða greiddan uppsagnarfrest eða lengra tímabil hjá Sólveigu og Viðari. Það sé trún- aðarmál. „Starfslok þeirra fóru fram í samræmi við ráðningarsamninga,“ segir hún. Ólöf segir að þessi mál séu ótengd því hvort Sólveig bjóði sig aftur fram til forystu í Eflingu. Fyrst sagði Sól- veig Anna af sér sem formaður og Viðar sagði upp sem framkvæmda- stjóri degi síðar. Spurð um væringarnar undanfar- ið segist Ólöf Helga ekki vilja leggja mat á það sem liðið er. Meginverk- efni Eflingar sé að einbeita sér að því að gæta réttinda félagsmanna. Ólöf stendur sjálf í deilu vegna uppsagnar. Hún er hlaðkonan sem gegndi trúnaðarmennsku fyrir Ice- landair á Reykjavíkurflugvelli. Telur Efling að uppsögn hennar í sumar sé ólögmæt. Mál Ólafar er fyrir Félags- dómi. n Starfslokamál forystu Eflingar trúnaðarmál 6 Fréttir 16. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.