Fréttablaðið - 16.11.2021, Síða 11
Síðastliðin ár hefur verið unnin
mikil og merkileg grunnvinna í
máltækni fyrir íslensku. Máltækni-
áætlun, sem hugsuð var til fimm ára,
hefur gengið vonum framar og mun
ljúka fyrr en bjartsýnustu spár gerðu
ráð fyrir. Það er frábær byrjun á því
risavaxna verkefni að gera íslensku
gjaldgenga á sem flestum snerti-
flötum tungumála og tækni. Það er
fagnaðarefni að sjá svo fljótt árang-
urinn af þessari markvissu vinnu
sem dregur úr hættunni á því að við
Íslendingar missum af máltæknilest-
inni og spennandi möguleikar fari
forgörðum. Íslenskan þrífst líka best
þegar við notum hana sem mest.
Grunnhugsun fyrstu máltækni-
áætlunarinnar er að þróa opna
innviði sem skiptast í nokkur
kjarnaverkefni. Þar á meðal eru
gagnasöfn og fleira sem nýtist fyrir
talgreiningu, talgervil, vélrænar
þýðingar og ritvilluleiðréttingar
eða málrýni. Þar að auki er verið
að þróa almennar málheildir, orð-
fræðigögn og nauðsynleg stoðtól.
Þessar kjarnalausnir verða gefnar út
undir opnum leyfum svo hver sem
er getur nýtt sér þær án endurgjalds.
Þannig geta fyrirtæki til dæmis
nýtt talgreini, talgervil, vélrænar
þýðingar og sjálfvirkar villuleið-
réttingar í þróun hugbúnaðar fyrir
viðskiptavini sína, til dæmis til að
efla þjónustu við sjón- eða heyrnar-
skert fólk.
Nú er komið að næstu skrefum
og þau þurfa að endurspegla sama
metnað og ráðið hefur ferðinni
til þessa. Næsta máltækniáætlun
okkar Íslendinga þarf að fylgja eftir
þessari frábæru byrjun og virkja enn
betur þann öfluga hóp sérfræðinga
á sviði máltækni sem orðið hefur
til á síðustu árum og kalla fleiri til
samstarfs. Spennandi verkefni bíða
í aukinni samvinnu við atvinnulífið
og samfélagið allt; að styrkja grunn-
inn áfram en sækja um leið fram af
krafti þannig að snjallar máltækni-
lausnir birtist sem fyrst og nýtist
skjólstæðingum og viðskiptavinum
stofnana og fyrirtækja. Hver veit
nema við getum þá bráðum textað
kynnana í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva í beinni eða kveikt
ljósin heima hjá okkur á íslensku? Er
það ekki málið? n
Hvenær get ég
kveikt ljósin
á íslensku?
Örn Úlfar
Sævarsson
formaður fulltrúa-
ráðs Almanna-
róms: Miðstöðvar
máltækni
Jóhanna Vigdís
Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri
Almannaróms
Mér þykir vænt um Ríkisútvarpið.
Í um það bil í sjötíu ár hef ég verið
trúr hlustandi þess. Það er að segja
einkum þess hluta dagskrárinnar
sem nú kallast Rás 1. Í öll þessi ár
hefur það veitt mér mikla ánægju
og miðlað dýrmætum fróðleik.
Ég er einnig alinn upp við að
hlusta á tónlist. Tónlist var í háveg-
um höfð á æskuheimili mínu. Því
má segja að ég hafi hlotið það sem
kalla má gott tónlistaruppeldi. Þar
átti Ríkisútvarpið sinn stóra þátt.
Ég hef áður drepið á þetta mál.
En nú er Snorrabúð stekkur. Í
fyrsta lagi er stöðugt verið að fylla
upp í dauðan tíma í útvarpinu með
alls konar tónlistarf lutningi, eins
konar kynningarstefjum í byrjun
hvers þáttar.
Þessir tónlistarbútar eru oft
langdregnir og greinilega hugs-
aðir til uppfyllingar. Þeir eru
endurteknir dag eftir dag og verða
þá f ljótlega ákaf lega hvimleiðir.
Hlustandinn neyðist til að hlusta á
þá annars á hann á hættu að missa
af byrjun næsta þáttar. Þessi ósið-
ur er sérstaklega áberandi þegar
hlustað er á Morgunvakt Rásar
1. Í öðru lagi er endurtekið efni
að verða sífellt fyrirferðarmeira
í dagskránni. Oft er sjálfsagt að
nota gamlar upptökur en fyrr má
nú rota en dauðrota.
Þá má spyrja sig. Hvað er það
sem veldur þessari þróun niður-
lægingarinnar? Ég veit lítið sem
ekkert um rekstur fjölmiðla en mig
grunar að þarna sé peningaskortur
aðalástæðan. Í samfélagi okkar eru
sterk öfl sem vilja veg Ríkisútvarps-
ins sem minnstan, helst að því verði
lokað fyrir fullt og allt. Þá eru menn
f ljótir að gleyma öryggishlutverki
stofnunarinnar. Það kostar að reka
stofnun eins og Ríkisútvarpið.
Óhóflegur sparnaður í kostnaði við
mönnun þess er nú þegar farinn að
segja illilega til sín. n
Enn um tónlistarmisnotkun Ríkisútvarpsins
Ingimundur
Gíslason
augnlæknir
Þung ský fjallar um hrikalegt
slys við ysta haf og örlagaríkan
björgunarleiðangur
„Þetta er lítil perla sem vel má
hugsa sér að lesa aftur og aftur.“
STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR / VIKAN
„Höfundurinn er þaulreyndur sagnamaður
og frásögnin nýtur þess út í ystu æsar.“
KRISTJÁN JÓHANN JÓNSSON / FRÉTTABLAÐIÐ
„... ég kláraði bókina án þess að leggja
hana frá mér. Ég grét líka með ekkasogum
yfir öllum síðari hluta hennar.“
GRÉTA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR / VÍÐSJÁ
„ÁKAFLEGA ÁHRIFARÍK.“
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / KILJAN
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
ÞRIÐJUDAGUR 16. nóvember 2021 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ