Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2021, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 16.11.2021, Qupperneq 40
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is ER KOMINN Í HÚS Í SVÖRTU KÖSSUNUM FALLEG HÖNNUN OG ÞÆGINDI MODULAX HÆGINDASTÓLAR PANDORA HÆGINDASTÓLAR MEÐ SKEMLI Verð frá kr. 169.900 HLEÐSLUSTÓLL MEÐ 3 MÓTORUM Verð frá kr. 249.900 NÝ SENDING Ve rð b irt m eð fy rir va ra u m in ns lá tta rv ill ur o g/ eð a br ey tin ga r. GERIÐ GÆÐA & VERÐSAMANBURÐ FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Gerðu frábær kaup fyrir jólin STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU – EIN ALLRA BESTA HEILSUDÝNA Í HEIMI Verð frá kr. 539.900.- DURANCE JÓLAILMUR 2021 RISA SENDING AF RÚMFÖTUM EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS YFIR 100 TEGUNDIR Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu LISTHÚSINU LAUGARDAL s. 581 2233 BALDURSNESI 6, AKUREYRI s. 461 1150 OPIÐ virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16 UMBOÐSAÐILAR Húsgagnaval, Höfn í Hornafirði og Bara snilld, Egilsstöðum | svefnogheilsa.isBALDURSNES 6 – AKUREYRI VERSLUN & OUTLET – LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK UM FJÓRÐUNGUR LANDS- MANNA SEFUR Á DÝNU FRÁ SVEFN & HEILSU* *Samkvæmt könnun frá Gallup. Það vilja fjórtán manns verða nýr forstjóri Landspítala. Það er óskiljanleg eftirspurn. Starfið felur í sér að sigla hripleku skipi og útgerð- in virðist ekkert ætla að hjálpa svo nokkru nemi. Að stjórna þarna hlýtur fyrir venjulegan leikmann eiginlega að vera martröð. Fréttir af neyðarástandi á bráðamóttöku, frestun á lífsnauðsynlegum aðgerð- um, gjörgæsla sem læknir lýsir sem „alltof litlum björgunarbáti“ og örmagna starfsfólk sem segist ekki geta sinnt starfi sínu almennilega og óttast mistök á hverri vakt – þetta er hlaðborð forstjórans daglega, hreint hlaðborð helvítis sem svignar af slori. Hans æðsti yfirmaður, sem við getum vel sagt að sé fjárveitinga- valdið – er sko ekkert að sýna þér skilning. Þú situr undir gagnrýni á störf þín þegar þú vilt áheyrn, á meðan allir dagar fara í að slökkva elda og halda í fólkið, halda geðinu í lagi hjá öllum. Svo starfsfólkið fari ekki bara eitthvað annað eða stórslys verði vegna undirmönn- unar. Fráfarandi forstjóri þótti ekki fara nógu vel með peningana sagði fjárveitingavaldið, framleiðnin var bara ekki nógu mikil hjá spítal- anum. Ferlega lélegur rekstur hjá fyrirtækinu, eða víst … spítalanum. Forstjórinn á undan þér er svo mærður í hástert, hann kann þetta sko. Kominn til útlanda að stýra stærsta skipinu þar og þú ert bara sá sem er að mistakast. Nú er netið komið í skrúfuna hjá spítalanum og það sást lengi og langar leiðir að það var á leið þangað. Sá sem vill taka verkefnið að sér á aðdáun skilið. Hvatinn er kannski í hærri launatékka þótt það sé eiginlega ólíklegasti hvatinn til slíkrar sjálfspíningar sem þetta starf hlýtur að vera. Það er milljón dollara spurning í huga fyrrnefnds óbreytts leikmanns hvað það er eiginlega sem heillar við djobbið. n Ótrúleg eftirspurn Lindu Blöndal n Bakþankar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.