Fréttablaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 8
Helgi Vífill
Júlíusson
n Skoðun
MARKAÐURINN 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR
magdalena@frettabladid.is
GWIN, móðurfélag heildverslunar-
innar Kalla K, jók hlutafé um 152
milljónir í maí síðastliðnum en
eigið fé félagsins var 150 milljónir
árið 2020. Þetta kemur fram í árs-
reikningi félagsins.
Örn Héðinsson, framkvæmda-
stjóri Kalla K, segir að ástæðan fyrir
því að ákveðið hafi verið að auka
hlutafé sé að félagið sé í stækkunar-
fasa. „Félagið er í uppbyggingarfasa
og það eru miklar breytingar í gangi
hjá okkur varðandi stækkun. Gott
dæmi um það er að á undanförnu
einu og hálfu ári höfum við verið að
yfirtaka vörumerki og fleira. Síðast í
október vorum við að kaupa heild-
sölu sem heitir Einstök matvara.
Einnig vorum við að yfirtaka stóra
heilsuvörulínu og erum að færa
okkur yfir á þann markað.“
Aðspurður hvort hluthafahópur-
inn hafi tekið breytingum svarar
hann því neitandi og tekur fram að
allir hluthafar hafi lagt jafnmikið af
mörkum í samræmi við hlutdeild
sína.
Hann segir jafnframt að rekstur-
inn á síðasta ári hafi gengið mjög vel
í ljósi aðstæðna og hann sé bjart-
sýnn á horfurnar í rekstrinum á
næsta ári.
Heildverslunin Kalli K tapaði
12,6 milljónum króna á síðasta ári
samanborið við 2,8 milljóna hagnað
árið á undan. Stærsti hluthafi í félag-
inu er Hannes Hilmarsson, stjórnar-
formaður Atlanta, og fer hann með
40 prósenta hlut. Aðrir hluthafar
eru fyrrnefndur Örn, Stefán Hilm-
arsson og Helgi Hrafn Hilmarsson.
Kalli K er innflutnings- og heild-
sölufyrirtæki sem flytur inn áfengar
og óáfengar drykkjarvörur, mat-
vörur, sælgæti og hreinlætisvörur.
Meðal vörumerkja sem fyrirtækið
selur er Krombacher, Bolla, San
Miguel og Lindt. n
Fóru í hlutafjáraukningu vegna stækkunar
Hannes Hilmars-
son, stjórnarfor-
maður Atlanta
Mikið innflæði af erlendum
gjaldeyri, eins og líkur eru
á á næstunni, gæti leitt til
gengisstyrkingar. Auknar fjár-
festingar lífeyrissjóða erlendis
gætu stuðlað að gengisstöðug-
leika.
helgivifill@frettabladid.is
Fimmtíu prósenta þak á gjaldmiðla-
áhættu lífeyrissjóða þrengir orðið
mikið að fjárfestingum margra
sjóða og takmarkar getu þeirra til
að dreifa áhættu. Ef talið er nauð-
synlegt að hafa mörk er æskilegt að
hækka þau sem fyrst í 65 prósent.
Þetta segir Þórey S. Þórðardóttir,
framkvæmdastjóri Landssamtaka
lífeyrissjóða.
„Ástæðan er sú að þeir sjóðir sem
þegar eru komnir með hlutfallið
vel yfir 40 prósent geta ekki farið
nær efri mörkum vegna óvissu um
gengi krónunnar enda gæti veiking
hennar fleytt þeim yfir 50 prósenta
markið og þá þyrfti að bregðast við,“
segir hún.
Greining Íslandsbanka og f leiri
hafa sagt að útlit sé fyrir styrkingu
krónu á komandi misserum. Má
nefna að stærsta loðnuvertíð í tæpa
tvo áratugi er fram undan og horfur
eru á fjölgun ferðamanna. Þekkt er
að mikið innflæði af gjaldeyri geti
leitt til gengisstyrkingar en ef lífeyr-
issjóðir myndu nýta gjaldeyrisinn-
streymið til fjárfestinga erlendis
gæti það stuðlað að gengisstöðug-
leika.
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs,
segir að þrátt fyrir nokkuð ein-
dregnar spár um styrkingu krón-
unnar í byrjun sumars hafi gengið
gefið nokkuð eftir síðan þá. „Vís-
bendingar eru um að núverandi
stig raungengis sé í ágætum takti
við undirliggjandi þætti og sé því
sjálf bært til lengri tíma, eins og
Viðskiptaráð benti á í byrjun sum-
ars. Því ætti ekki að koma endilega
á óvart að krónan hafi ekki styrkst
síðan í vor,“ segir hann.
Að hans sögn geti framangreint
breyst hratt og sé háð mikilli óvissu.
„Við þekkjum af reynslunni fyrir
fjármálakreppu og svo af áhrifum
gengisstyrkingarinnar 2016 og
2017 á ferðaþjónustu, að of hröð og
mikil styrking getur verið skaðleg til
lengri tíma. Við erum samt í þeirri
stöðu að mikið innflæði getur enn
leitt til slíkrar styrkingar og því er
ein leið til að lágmarka líkur á slíku
að gefa lífeyrissjóðum frjálsari
hendur um erlendar fjárfestingar.
Lífeyrissjóðirnir þurfa og munu
þurfa að fjárfesta töluvert erlendis
en þeir vaxa hraðar en hagkerfið.
Þeir munu hafa sterkan hvata til að
haga sínum gjaldeyriskaupum eftir
stöðunni á markaði hverju sinni. Til
dæmis liggur í augum uppi að það
er skynsamlegt fyrir lífeyrissjóð að
fjárfesta meira erlendis en annars
ef mikið framboð er af gjaldeyri og
krónan er sterk, að sama skapi hljóta
þeir að halda frekar að sér höndum
ef krónan er veik. Reynslan hefur
enda hingað til verið í takt við þetta.
Aðalatriðið er að lífeyrissjóðir geta
myndað mikilvægt mótvægi í sveifl-
um á gjaldeyrisflæði, einkum vegna
fjárfestingainnflæðis, og þá létt með
Seðlabankanum. Þó að það sé skyn-
samlegt að hlutfallið hækki er það
ekki síður mikilvægt í nafni stöðug-
leika að stigin séu varfærin skref,“
segir Konráð. n
Lífeyrissjóðir kalla eftir því að þak á
erlendar fjárfestingar verði hækkað
Mikilvægt fyrir sjóði í stækkunarfasa að fjárfesta erlendis
Innan Landssamtaka lífeyrissjóða hefur þak á gjaldmiðlaáhættu
lífeyrissjóða fengið talsverða umræðu. „Það er ljóst að það er mikil-
vægt að hækka þessi mörk sem fyrst. Það eru ákveðnir sjóðir sem
enn eru í miklum stækkunarfasa og fyrir þá er einkum mikilvægt að
geta fjárfest erlendis og dreift áhættu,“ segir Þórey S. Þórðardóttir,
framkvæmdastjóri landssamtakanna.
Að hennar sögn hefur verið til umræðu hvort nauðsynlegt sé yfir
höfuð að hafa mörk þar sem sjóðir myndu ætíð meta fjárfesting-
una út frá hagsmunum sinna sjóðfélaga.
Þórey segir að samhliða hækkun þaks á gjaldmiðlaáhættu
í 65 prósent væri æskilegt að hrundið yrði af stað vinnu til að
undirbyggja afnám slíkra marka, svo sem að styrkja regluverk um
áhættustýringu og leggja mat á þjóðhagsleg áhrif fjárfestinga
lífeyrissjóða á hagvöxt, greiðslujöfnuð, gengi og efnahagslegan og
fjármálalegan stöðugleika.
Lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta erlendis því þeir vaxa hraðar en hagkerfið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Þórey S. Þórðar-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Landssamtaka
lífeyrissjóða
Konráð S.
Guðjónsson,
aðstoðarfram-
kvæmdastjóri
Viðskiptaráðs
Sjónmælingar eru okkar fag
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Leiða má af orðum forseta ASÍ
að æskilegt væri að framleiðsla
á bókum, fatnaði og ýmsu fleiru
færi fram hér á landi en ekki
erlendis eins og tíðkast í hagræð-
ingarskyni. Það hefði í för með
sér að við gæfum alþjóðavæðingu
upp á bátinn með tilheyrandi
tjóni fyrir almenning.
Lággjaldaf lug félagið Play
vinnur að því að opna skrifstofu
í Litáen þar sem meðal annars
á að ráða markaðsfólk og for-
ritara. Laun eru lægri þar í landi
og úrvalið af hæfu starfsfólki
meira enda mun fjölmennara
land. Þetta er skynsamt skref
fyrir íslenska neytendur því það
stuðlar að lægra farmiðaverði.
Forseta ASÍ þótti opnun skrif-
stofunnar hins vegar fásinna
og sagði Play stórhættulegt öllu
íslensku launafólki. Það er ekki
eðlismunur á því að ráða fólk
erlendis til að vinna við fram-
leiðslu eða á skrifstofu og því
hlýtur að mega ætla af ummælun-
um að betri væri fyrir almenning
að fyrirtæki myndu flytja fram-
leiðslu á vörum hingað til lands
frá heppilegri framleiðslulönd-
um. Það er þó ekki raunin heldur
myndi slíkt gera fjölda innlendra
fyrirtækja ósamkeppnishæf. Það
myndi draga þróttinn úr atvinnu-
lífinu sem fyrir vikið skapaði
færri og einhæfari störf.
„Það er aldrei hægt að skilja
hið einstaka án þess að þekkja
þá heild sem það er brot af,“ sagði
Gunnar Dal heimspekingur.
Íslendingar njóta góðs af því að
viðskiptamódel Icelandair og
Play hverfist um að ferja farþega
á milli heimsálfa og nota Ísland
sem tengipunkt. Þess vegna er
f logið frá Íslandi til mun fleiri
áfangastaða en fámennt land
gæti annars staðið undir. Af þeim
sökum auka flugfélögin lífsgæði
landsmanna. Til að varpa ljósi á
hugmyndafræðina horfir Play til
þess að um 80 prósent farþega
félagsins verði erlend.
Innlend flugfélög eiga í alþjóð-
legri samkeppni meðal annars
við lággjaldaflugfélög á borð við
EasyJet og Wizz air. Takist þeim
ekki að koma böndum á kostnað,
til dæmis með opnun skrifstofa
erlendis, munu þau verða undir
í samkeppninni og lognast út af.
Það yrði bagalegt fyrir íslenskan
almenning enda yrði flogið beint
til færri landa.
Dregið hefur hratt úr atvinnu-
leysi hérlendis að undanförnu
og engum er skylt að starfa fyrir
Play. Flugfélagið þarf að leggja
sig fram við að vera aðlaðandi
vinnustaður og er því ekki hættu-
legt heldur áhugaverð viðbót við
atvinnulífið. n
Þvælan um Play