Fréttablaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 32
Mynd-
skreytingar
Fífu Finns-
dóttur
byggja vel
undir
ævintýra-
heiminn.
Fólk eins
og Val-
mont og
Merteuil er
meðal
okkar enn í
dag, líka
hér á
Íslandi, og
mér sýnist
ekkert
fararsnið
vera á
þeim.
BÆKUR
Furðufjall: Nornaseiður
Gunnar Theódór Eggertsson
Útgefandi: Vaka-Helgafell
Fjöldi síðna: 172
Brynhildur Björnsdóttir
Gunnar Theódór Eggertsson er
íslenskum lesendum furðusagna að
góðu kunnur en bókaflokkar hans
um Steindýrin og svo Dísu og ævin-
týri hennar í ýmsum hliðarheimum
drauga og galdra hafa hlotið lof bæði
lesenda og gagnrýnenda.
Furðufjall: Nornaseiður er fyrsta
bókin í nýjum furðusagnaf lokki
fyrir börn og verður að segja að
hún lofar mjög góðu. Sagan gerist í
tveimur heimum sem í fyrstu virð-
ast alveg ótengdir, annar er frekar
hefðbundinn miðaldaheimur þar
sem aðalsöguhetja og sögumaður er
smiðssonurinn og þorpsdrengurinn
Andreas sem á sér þá ósk heitasta
að verða riddari og ganga til liðs
við prinsinn í kastalanum. Í hinum
heiminum á eyjunni fylgjumst við
aftur með álfastúlkunni og höfð-
ingjadótturinni Ímu. Eyjan er meira
framandi, þar er aldrei nótt, galdrar
og nornir eru hluti af hversdeginum
og Íma er send niður í sjávarmál
dag hvern til að tína hrúðurkarla af
sækúm sem koma á land að bíta þara
svo dæmi séu tekin.
Þessir tveir heimar, þorpið og
eyjan, eru svo kirfilega aðskildir að
ekki einu sinni leturgerðin í bók-
inni er eins þegar Andreas og Íma
hvort um sig á víxl lýsa sínum heim-
kynnum í gegnum atburðarás sem
þau eiga það sameiginlegt að keyra
áfram, kannski vegna þess að þau
eru í grunninn nokkuð lík, eru bæði
metnaðargjörn og dugmikil, þrá
breytt hlutskipti en gera afdrifarík
mistök sem verða til þess að heim-
arnir þeirra breytast og þau og allir
þeirra nánustu þurfa að takast á við
nýjan veruleika. Þau segja söguna
fjarlægu í endurliti við lesendahóp
sem þau ætla að hafi ákveðnar upp-
lýsingar sem raunverulegir lesendur
hafa ekki, stílbragð sem veldur því
að lesendur þurfa að og vilja hafa sig
alla við að missa ekki af mikilvægum
upplýsingum í textanum.
Myndskreytingar Fífu Finnsdótt-
ur byggja vel undir ævintýraheim-
inn og gefa honum heildstæðan svip.
Bókin er auðlesin, framvindan
spennandi en ekki ógnvænleg og
persónusköpun og heimsupp-
bygging áhugaverð og vel gerð. Svo
mörgum spurningum er ósvarað
í bókarlok að það er alveg ljóst að
ævintýrið er bara rétt að byrja og
víst að mörg munu bíða spennt eftir
framhaldinu. n
NIÐURSTAÐA: Furðufjall:
Norna seiður er vel uppbyggð og
skemmtileg bók, full af óútskýrð-
um leyndarmálum og ráðgátum
sem gaman verður að fá svör við í
næstu bókum.
Heimarnir nýir
Ein frægasta skáldsaga allra
tíma, Hættuleg sambönd eftir
Pierre Choderlos de Laclos, er
komin út í íslenskri þýðingu
Friðriks Rafnssonar.
Hættuleg sambönd er bréfaskáld-
saga sem kom fyrst út í París árið
1782 og seldist strax í þúsundum
eintaka í Frakklandi, en það var afar
óvenjulegt á þessum tíma. Hún hefur
notið mikillar hylli æ síðan, verið
þýdd á flest tungumál heimsins og
margoft verið kvikmynduð og svið-
sett. Aðalpersónurnar eru Merteuil
markgreifynja og Valmont vísigreifi
sem skemmta sér við að draga fólk
á tálar og skrifast á um árangurinn.
Friðrik segir aðdragandann að
þýðingunni vera nokkuð langan.
„Átjánda öldin er að mörgu leyti
minn uppáhaldstími í frönskum
bókmenntum, enda mikil gróska í
bókmenntum, heimspeki og listum
á þessum tíma. Miklar hræringar eru
í samfélaginu, konungsveldið komið
að fótum fram og franska byltingin
er gerð árið 1789. Fyrsta verkið sem
ég þýddi gerist á þessum tíma. Það er
leikrit eftir Milan Kundera, Jakob og
meistarinn, sem Stúdentaleikhúsið
setti upp í Tjarnarbæ árið 1984 í
leikstjórn Sigurðar Pálssonar. Það er
byggt á gamanskáldsögunni Jakob
forlagasinni og meistari hans eftir
Denis Diderot, bók sem kom út 1796.
Ég þýddi þá sögu árið 1996 og síðar
einnig Frænda Rameaus eftir Dide-
rot, en hún fjallar um frænda franska
barokktónskáldsins Jean-Philippe
Rameau sem píanóleikarinn okkar
ástsæli Víkingur Heiðar Ólafsson
hefur túlkað af sinni alkunnu snilld.
Þegar ég las Hættuleg kynni
fyrst fyrir mörgum árum, kannski
af takmarkaðri frönskukunnáttu,
fannst mér bréfaskáldsöguformið
fremur tilgerðarlegt. Svo las ég
hana aftur fyrir nokkrum árum og
hafði þá betri forsendur til að skilja
hana. Þá sá ég hvað hún er ótrú-
lega nútímaleg, launfyndin, marg-
radda skáldsaga eins og þær gerast
bestar. Plottið er frábært, persónu-
sköpunin sterk og stíll bréfritara
fjölbreyttur eftir því hver heldur
á pennanum, eða réttara sagt
fjöðurstafnum. Klassískt og fallegt
verk þar sem leik- og frásagnar-
gleðin er allsráðandi. Mér fannst
því ögrandi og gefandi verkefni að
þýða hana. Þetta er eitt af snilldar-
verkum heimsbókmenntanna og
mér fannst tímabært að hún kæmi
út á íslensku.“
Skáldsaga sem spyr áleitinna spurninga
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Þetta er eitt af snilldarverkum heimsbókmenntanna, segir Friðrik um Hættuleg kynni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Efni sem á erindi
Friðrik segir skáldsöguna eiga brýnt
erindi til okkar nú á tímum. „Þegar
maður les sígild verk eins og Hættu-
leg sambönd leggur maður upp í
ákveðið tímaferðalag. Það getur
verið krefjandi en er líka afar fróð-
legt og skemmtilegt. Ef maður tekur
í huganum burtu hárkollur, and-
litspúður, titla, hallir og hestvagna
átjándu aldarinnar, þá stendur eftir
ákveðinn kjarni mannlegrar til-
veru. Þrá eftir ást, virðingu, fegurð
og hamingju. Lýsingar Lalcos á
hégómaskap og drottnunargirni
tveggja aðalpersónanna, Merteuil
markgreifynju og Valmont vísi-
greifa, eru í senn óhugnanlegar
og grátbroslegar. Hann sýnir vel
hvernig fólk sem heldur að það
geti endalaust ráðskast með annað
fólk f lækist gjarna í eigin lygavef.
Sagan gæti vel gerst í stjórnmálum
samtímans eða hjá fyrirtæki eða
stofnun þar sem ríkir valdabarátta
og samkeppni milli fólks, jafnvel
hefndarþorsti.
Eins og sést á vinsældum bókar-
innar á efni hennar jafn mikið
erindi til okkar nú og þegar hún
kom út. Fólk eins og Valmont og
Merteuil er meðal okkar enn í dag,
líka hér á Íslandi, og mér sýnist ekk-
ert fararsnið vera á þeim.“
Glíma kynjanna
Spurður hvort erfitt hafi verið að
þýða verkið segir Friðrik: „Þegar
maður er með gott verk í höndunum
eftir frábæran stílista þá þarf maður
vissulega að fletta oftar upp í orða-
bókinni en ef um samtímaverk er
að ræða og lesa sér til um verkið og
það samfélag sem það er sprottið
úr. Þetta var að sjálfsögðu mikil
vinna en fyrst og fremst gaman og
ögrandi. Ég vona að það skili sér til
íslenskra lesenda.“
Hættuleg kynni varð eins og áður
segir metsölubók þegar hún kom
út. Hún heillaði fólk en vakti jafn-
framt gríðarlega hneykslan. „Laclos
er í verkinu að vissu leyti að ögra
konungsveldinu, kirkjunni sem öllu
stjórnaði á þessum tíma. Þetta var
eitt af því sem hneykslaði fólk mjög
en vakti jafnframt forvitni og það
gerir söguna líka spennandi. Hún
þótti ansi djörf og þykir jafnvel enn,
en í karlaveldi átjándu aldarinnar
of bauð ýmsum hversu sterkar og
sjálfstæðar ýmsar kvenpersónurnar
í sögunni eru,“ segir Friðrik.
„Laclos var mikill jafnréttis-
og kvenréttindasinni og skrifaði
reyndar merka bók um menntun
kvenna árið 1784 sem nýverið var
endurútgefin í Frakklandi. Eitt af
því sem er mjög nútímalegt við
söguna er að kvenpersónurnar eru
stórar og miklar og sumar þeirra
jafnokar karlmannanna. Þetta á
sérstaklega við um Merteuil mark-
greifynju sem mér finnst að mörgu
leyti minna á ýmsar merkiskonur
úr okkar bókmenntum og sögu, til
dæmis Auði djúpúðgu eða Hallgerði
langbrók. Þetta er því meðal annars
bók um jafnrétti og glímu kynjanna,
sem er eilífðar viðfangsefni rithöf-
unda og hugsuða.
En umfram allt er Hættuleg sam-
bönd þó listilega skrifuð og lipurlega
fléttuð skáldsaga sem spyr áleitinna
spurninga um marga af grundvallar-
þáttum í eðli mannsins, óháð tíma
og menningarheimum.“ n
20 Menning 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR