Fréttablaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2021
Viðskiptastjóri á fyrirtækja-
og fjárfestingarbankasviði
arionbanki.is Arion banki atvinna
Arion banki leitar að öflugum og söludrifnum viðskiptastjóra á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið. Hlutverk sviðsins
er að bjóða alhliða fjármálaþjónustu til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga auk stýringar á fjármögnunarverkefnum.
Um er að ræða starf í teymi sem sinnir þjónustu við meðalstór og lítil fyrirtæki sem gera kröfur um gott samstarf,
þekkingu og framúrskarandi þjónustu. Veitt er alhliða þjónusta í takt við þarfir hvers fyrirtækis. Þjónustan snýr
að ýmsum tegundum fjármögnunar og almennri bankaþjónustu.
Helstu verkefni
Stýring og ábyrgð á viðskiptasamböndum
Öflun nýrra viðskiptavina
Þjónusta, ráðgjöf og samskipti við viðskiptavini
Umsjón með lánveitingum og annarri
fjármögnun til viðskiptavina
Greining á rekstri fyrirtækja
Hæfniskröfur
Metnaður, drifkraftur og frumkvæði
við öflun nýrra viðskiptavina
Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Haldbær þekking á greiningu ársreikninga
og áhugi á íslensku atvinnulífi
Nánari upplýsingar um starfið veita Kristján Einarsson, forstöðumaður á fyrirtækja-
og fjárfestingarbankasviði, kristjan.einarsson@arionbanki.is,
og Hanna María Pálmadóttir mannauðsstjóri, hanna.maria.palmadottir@arionbanki.is
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2021. Sótt er um starfið á www.arionbanki.is
Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
magdalena@frettabladid.is
Eignir félagsins Solomio í lok árs
2020 námu 2,5 milljörðum króna
samanborið við 1,8 milljarða króna
árið áður. Eigið fé félagsins í árslok
2020 nam 1,7 milljörðum króna og
hélst óbreytt milli áranna 2019 og
2020. Lán eru við tengda aðila.
Félagið er í eigu hjónanna Egg-
erts Þórs Dagbjartssonar og Bjargar
Bergsveinsdóttur. Eggert er fjár-
festir sem hefur starfað lengst af í
Bandaríkjunum og meðal annars
verið nemi við hinn virta Harvard-
háskóla.
Eggert hefur í rúm 30 ár starfað
hjá f járfestingafélaginu Equity
Resource Investments (ERI). Þá
kom hann að byggingu Reykjavík
Edition hótelsins í gegnum fast-
eignafélagið Carpenter & Company
sem Eggert er meðal annars hlut-
hafi í. Hann kom einnig að verkefni
sem sneri að því að byggja íbúðir
við Austurhöfn og verslunarhús-
næði við hlið Hörpu. n
Eignirnar nema
2,5 milljörðum
Eggert Þór
Dagbjartsson,
eigandi
Solomios
magdalena@frettabladid.is
Upplýsingatæknifyrirtækið Svar
hefur vegna aukinna umsvifa ráðið
til sín sjö nýja starfsmenn, þau
Önnu Lilju Sigurðardóttur, Bessa
Toan Ingason, Grétar Örn Hjartar-
son, Írisi Dögg Eiðsdóttur, Katrínu
M. Guðjónsdóttur, Lindu Wessman
og Sigríði Birnu Sigurðardóttur.
Nýju starfskraftarnir hafa f lestir
framhaldsmenntun á sviði við-
skipta, bókhalds og tölvunarfræði.
„Það er mjög ánægjulegt hversu
öfluga einstaklinga við höfum feng-
ið til liðs við okkur og aukinn áhugi
kvenfólks á störfum í tæknigeir-
anum er auðvitað gleðiefni,“ segir
Rúnar Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Svars.
Svar veitir viðskiptavinum sínum
tæknilausnir í skýinu, eins og bók-
haldskerfi, rekstrarkerfi og verk- og
tímaskráningarkerfi. n
Svar ræður til sín
nýja starfsmenn
Rúnar Sigurðs-
son, fram-
kvæmdastjóri
Svars
helgivifill@frettabladid.is
Sögn, fyrirtæki í eigu Baltasars Kor-
máks Baltasarssonar kvikmynda-
gerðarmanns, hagnaðist um 163
milljónir króna árið 2020, saman-
borið við 37 milljóna hagnað árið
áður.
Fyrirtækið greiddi 105 milljónir
króna í arð árið 2020 og 75 millj-
ónir króna árið 2019, samkvæmt
ársreikningi.
Eigið fé Sagnar var 752 milljónir
króna við lok árs 2020 og eiginfjár-
hlutfallið var 84 prósent. Sjóður og
bankainnstæður námu 241 milljón
króna samanborið við 57 milljónir
ári áður.
Tekjur Sagnar jukust verulega á
milli ára. Þær námu 30 milljónum
árið 2019 en voru 283 milljónir í
fyrra.
Á meðal eigna Sagnar er 100
prósenta hlutur í framleiðslufyrir-
tækinu RVK Studios sem framleiðir
meðal annars þáttaröðina Ófærð.
Baltasar Kormákur hefur meðal
annars leik st ý r t Holly wood-
mynd unum 2 Guns með Denzel
Washington og Mark Wahlberg og
Contraband sem hinn síðarnefndi
lék líka í.
Á næsta ári á að frumsýna kvik-
myndina Beast í leikstjórn Baltas-
ars Kormáks, sem skartar Idris Elba
í aðalhlutverki. n
Félag Baltasars Kormáks greiddi yfir hundrað milljónir í arð
Baltasar
Kormákur
Baltasarsson
kvikmynda-
gerðarmaður.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM