Heilsuvernd - 01.06.1975, Blaðsíða 7
Rannsóknir frá Afríku
Um það leyti sem menn fóru að gefa þessu gaum var tekið eftir
því, að mikill munur var á hægðum dreifbýlismannsins og borg-
arbúans í Afríku. Þetta var rannsakað nánar, og fannst þá, að
hægðir dreifbýlismannsins eru þyngri (4 - 500 g á sólarhring) og
það tekur fæðuna mun styttri tíma frá því að hennar er neytt
að skila sér í hægðum (25-35 klst.). Hjá borgarbúanum fundust
hins vegar formaðar hægðir, að meðaltali 120 g að þyngd, sem
skiluðu sér 72 - 89 klst. eftir neyslu fæðunnar.
Þrýstingssjúkdómar
Frekari rannsóknir frá Bretlandi og Svíþjóð hafa sýnt, að
þetta hægðaleysi borgarbúans er samfara hækkuðum þrýstingi
í ristlinum sjálfum og veldur því að pokar myndast í slímhúðina.
Samdráttarhreyfing ristils má líkja við hnefa, sem er krepptur
saman. Sé hnefinn fullur af gljúpri mold, þrýstist moldin út til
beggja hliða. Sé of lítil mold í hnefanum, lokast hnefinn í báða
enda, og moldin þrýstist þá út á milli fingra.
Stóru bláæðamar frá ganglimum og grindarbotni liggja fast
upp við ristilinn. Verði þær fyrir þrýstingi, þenjast þær út, og
æðahnútar geta myndast. Það kann einnig að hafa þýðingu, að
dreifbýlismaðurinn situr á hækjum sér við hægðir, en við þá
stellingu framkallast enginn þrýstingur í þetta æðakerfi líkamans.
Botnlangabólga framkallast þegar hægðastífla verður í botn-
langatotunni Áður fyrr var hún læknuð með stólpípugjöf, sem
dugði þó skammt þegar gröftur hafði náð að myndast og gat
var komið á lífhimnu (skinu).
Hinn aukni þrýstingur í ristli, kviðarholi og bláæðum gang-
lima, sem framkallast af ónógum burðarefnum í hægðum, er
talin vera orsök þessara sjúkdóma, sem sameiginlega hafa verið
kallaðir þrýstingssjúkdómar.
Grófmeti
Hinn mikli munur á þyngd hægða dreifbýlismannsins og hins
„tæknimenntaða“ er talinn stafa af því, að burðarefni fæðunnar
hafa verið numin á brott úr fæðu hins síðarnefnda. Það kann að
HEILSUVERND
55