Heilsuvernd - 01.06.1975, Síða 9

Heilsuvernd - 01.06.1975, Síða 9
yrkju og nærst að verulegu leyti á jurtafæðu, einkum kornmeti. Tækniöldin hófst undir lok síðustu aldar, og hafði sú þróun í för með sér, að farið var að mala kornið fínna en áður og klíð og kím (þ.e. matarklíð) skilið nær algerlega frá mjölvanum. Jafnframt þessari þróun hófst vinnsla og neysla sykurs í stórum stíl. Sykur er unninn úr sínum náttúrlegu samböndum í sykurrófum og sykurreyr. Meðal tæknimenningarþjóða er sykri blandað saman við fjölmargar matartegundir, og er mestur hluti daglegrar syk- urneyslu því leyndur. Sykurinn sem slíkur gefur neytandanum enga saðningu á borð við venjulegan mat, en getur vegna áhrifa á efnaskipti líkamans framkallað hungurtilfinningu, svo að meiri sykurs er neytt. Þannig er viss samlíking með sykri og þekktum fíkniefnum. Til þess að samsvara daglegri sykurneyslu Islendinga (150 g) þyrfti að borða meira en eitt kílógramm af sykurrófum á dag. Með því að neyta sykurs á þann hátt, mundi fást eðlileg saðning, og ætla mætti að dagleg neysla annarrar fæðu mundi minnka að sama skapi. Með sykurneyslunni framkallast ofneysla á hitaein- ingum (orku) og í kjölfar þess offita, sem svo algeng er meðal sykurneysluþjóða. Um mataræði íslendinga Til eru greinargóðar lýsingar á mataræði íslendinga fyrr á öldum, og kemur fram meðal annars í ferðabók Eggerts Ólafs- sonar að matarklíðsríkur matur var stór hluti daglegrar fæðu íslendinga á 18. öld. Var það einkum rúgur, sem malaður var heima fyrir, og bankabygg. Hvorttveggja var notað í grauta og mélkökur. Um aldamótin 1900 minnkar neysla matarklíðs mjög í matar- æði íslendinga, samfara auknum innflutningi á hvítu hveiti og sykri. Nokkuð af sykrinum mun hafa verið notað við síldarsöltun, en magnið er óverulegt ef miðað er við heildarneysluna. í dag fá íslendingar um 40% daglegra hitaeininga úr klíðissneyddu hveiti og verksmiðjuunnum sykri. HEILSUVERND 57

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.