Heilsuvernd - 01.06.1975, Blaðsíða 11

Heilsuvernd - 01.06.1975, Blaðsíða 11
BJÖRN L. JÓNSSON LÆKNIR Um lyfjanotkun Erindi flutt á fundi í NLFR 22. april 1975. Náttúran besti læknirinn Frá örófi alda hafa menn og dýr átt í höggi við sjúkdóma. Hjá dýrum hefir að sjálfsögðu verið fátt um vamir. Helsta fanga- ráð þeirra er í því fólgið að hætta að neyta matar, enda er eitt fyrsta sjúkdómseinkenni oft það að matarlyst minnkar eða hverf- ur með öllu. Okkur mönnunum hættir til að virða að vettugi þetta aðvörunarmerki náttúrunnar og viljum troða mat í sjúk- linga til að ,,styrkja“ þá. Dýrin eru ekki eins leiðitöm í þessu efni, eins og sagan um kjölturakkann Glað sýnir. Morgun einn hreyfði hann sig ekki úr bóli sínu og lá þar í níu daga án þess að bragða mat, sem til hans var settur, og leit varla við drykkj- arvatni. í lok níunda dagsins lapti hann svolítið vatn og labbaði út í hlaðvarpann og nartaði í græn blöð. Daginn eftir fór hann að nærast, og á þriðja degi var hann orðinn fullfrískur. Enginn vissi hvað að honum var, því að dýralæknir var enginn nálægur. Slík dæmi eru fjölmörg, m.a. af hundi, sem hafði kúpubrotnað og var ekki hugað líf en náði fullri heilsu á tveimur vikum. Frægasti læknir fomaldar, Grikkinn Hippókrates, sem kallaður hefir verið „faðir læknisfræðinnar“ og var uppi á fimmtu öld fyrir Krists burð, taldi náttúruna besta lækninn, þ.e lækningamátt líkamans sjálfs. Þennan græðandi mátt væri hægt að efla með heilnæmri fæðu og ýmsum styrkjandi ráðum, svo sem bökstrum o.fl., enda stöfuðu flestir sjúkdómar af röngum lifnaðarháttum. Eitt aðalboðorð hans í sambandi við lækningar var fólgið í orð- unum „engu spilla“, sem á latínu heitir „nihil nocere“ og lækna- nemum hvarvetna í heiminum er innrætt sem meginregla allra HEILSUVERND 59

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.