Heilsuvernd - 01.06.1975, Síða 14

Heilsuvernd - 01.06.1975, Síða 14
fram meltingartruflanir, og þarf þá að gefa ný lyf til að ráða bót á þeim. Sum hormónalyf valda ýmsum óþægilegum breytingum hjá körlum og konum, svo sem skeggvexti á konum, vexti brjósta og getuleysi til samfara hjá körlum. Sum hormónalyf valda ýmsum óþægilegum breytingum hjá aukinn útskilnað á steinefnum eins og kalíum, og það verður að bæta upp með inntöku steinefnalyfja. Fjöldi lyf ja hefir ofnæmi í för með sér sem lýsir sér með ýms- um hætti, m.a. sem hættulegt lost. Meðal þeirra er pensillínið sem lengi var talið meinlausasta fúkalyfið. En nú veldur það nokkur hundruð mannslátum í Bandaríkjunum á ári. Pensillín og fleiri fúkalyf geta eytt gerlum, sem halda þruskusveppum í skefj- um, og notkun þeirra getur því valdið þruskusmitun í munni, þ.e. munnangri, og jafnvel lífshættulegri þruskusmitun í lungum. Fúkalyfjum hefir stundum verið blandað í fóður búfjár og ali- dýra og getur þannig komið fram í afurðum þeirra, bæði kjöti og mjólk, svo sem í sambandi við lækningu á júgurbólgu. Neyt- endur geta þannig fengið ofnæmi fyrir þessum lyfjum, og stafar þá hætta af notkun þeirra. Aukaverkanir lyfja Fyrir nokkru kom út á ensku bók um aukaverkanir lyfja. Þar voru talin mörg hundruð lyf, en það er ekki nema lítill hluti alls þess aragrúa sem á markaðinum eru. í lyfjaskrám lækna er einnig greint frá aukaverkunum sem tilgreind lyf geta haft í för með sér. Oft koma hættulegar aukaverkanir ekki fram, svo að sannað verði, fyrr en eftir langvarandi notkun lyfjanna, enda þótt lyfjaverksmiðjum sé lögð sú skylda á herðar að prófa ræki- lega hvert nýtt lyf áður en leyft er að setja það á lyfjamarkaðinn. Aspirín var talið meinlaust lyf. En nú hefir komið í ljós að það getur valdið blæðingum í maga og blóðnösum og ýmsum eitrunar- einkennum hjá börnum Og alltaf er verið að taka úr umferð lyf, sem notuð hafa verið um lengri eða skemmri tíma, vegna þess að skaðlegar aukaverkanir hafa komið fram. Þannig hefir fyrir 62 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.