Heilsuvernd - 01.06.1975, Page 19

Heilsuvernd - 01.06.1975, Page 19
NIELS BUSK GARÐYRKJUSTJÓRI íslenska kartaflan versnandi fer Á síðari árum hefir talsvert borið á óánægju með íslenskar kart- öflur, ekki síst þær sem grænmetisverslun landbúnaðarins af- greiðir. Aðfinnslurnar eru vafalaust ekki ástæðulausar En auð- vitað er ekki hægt að skella skuldinni á grænmetisverslunina. Hún gerir ekki annað en veita kartöflunum viðtöku og dreifa þeim í verslanir eða til neytenda, og þær koma til hennar úr flest- um landshlutum. Orsakanna, sem geta verið margar, hlýtur að vera að leita hjá kartöfluframleiðendunum. íslenskar kartöflur voru áður fyrr hreinasta afbragð sem regluleg nautn var að leggja sér til munns. Og hví skyldi svo ekki geta verið enn? Til þess að leita skýringa á þessu ástandi var ákveðið að boða til fundar um þessi mál, og var hann haldinn í félagsheimili Þykkvabæinga 20. mars. Þar fluttu erindi ráðunautar og aðrir kunnáttumenn, og kartöfluframleiðendur og aðrir áhugamenn voru velkomnir á fundinn, enda var þar fullt hús. E. B. Malmquist ráðunautur setti fundinn og stjórnaði honum og flutti inngangserindi um vandamálin. Kom þar m.a. fram, að kartöflugæðum hefði hnignað mjög undanfarin ár og afföll vegna skemmda stóraukist. Jóhann Jónasson, forstjóri grænmetisversl- unarinnar tók í sama streng og sagði geymsluþol kartaflna vera miklum mun minna en áður þrátt fyrir bætt geymsluskilyrði. Kristinn Jónsson, tilraunastjóri á Sámsstöðum, skýrði frá til- raunum sem þar hafa verið gerðar á undanförnum árum, og HEILSUVERND 67

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.