Heilsuvernd - 01.06.1975, Síða 20
margir bændur tóku til máls á fundinum. Virtust allir sammála
um að kartöflugæði hefðu minnkað stórlega og kenndu m.a. um
notkun tilbúins áburðar og breyttum upptökuaðferðum.
Tilbúinn áburður er nú almennt notaður einvörðungu við kart-
öfluræktun í stórum stíl_ Þá á ekki að nota nema ákveðið magn af
hverri tegund áburðar á hvern hektara. En sumir freistast til að
bæta við þetta í þeirri trú að þá fái þeir meiri uppskeru. En svo
einfalt er dæmið ekki. Uppskeran verður ekki meiri að vöxtum;,
nema síður sé, og hún verður lélegri að gæðum.
Illgresiseyðing er framkvæmd með efnum sem gera kannski
ekkert tjón séu þau notuð í hófi, en mörgum hættir til að fara
einnig þar yfir mörkin með þeim árangri að kartöflumar verða
verri á bragðið.
Upptakan á sinn þátt í að skemma kartöflurnar. Notaðar eru
stórar og afkastamiklar vélar sem fara illa með hinar nýju og
viðkvæmu kartöflur. Þær eru teknar á tveggja metra hátt hjól
þar sem moldin skilst frá, og síðan falla þær niður á færiband
og hoppa þar og skoppa til að losna við leifarnar af moldinni áður
en þær eru sekkjaðar. Allt þetta hnjask skemmir kartöfluhýðið,
í það koma sprungur, sýnilegar og ósýnilegar, og gegnum þær
er greið leið fyrir bakteríur eða sveppa. Slíkar kartöflur má heita
ógerlegt að geyma til lengdar. Kartöflur ætlaðar til útsæðis ætti
því aldrei að taka upp með þessum vélum.
Kristinn Jónsson sagði frá áburðartilraunum sem staðið höfðu
í nokkur ár og sýndu, að búfjáráburður gat gefið meiri uppskeru
en tilbúinn áburður, hvort heldur sem var í moldar- eða sand-
görðum. En í þessum tilraunum hafði því miður ekki verið gerð
athugun á geymsluþoli og bragðgæðum.
I Heilushæli NLFl í Hveragerði höfum við ræktað kartöflur
árum saman með nokkuð mismunandi árangri hvað uppskerumagn
snertir. En óhætt er að fullyrða út frá þessari reynslu okkar, að
kartöflur ræktaðar í moldargörðum með búfjáráburði án tilbúins
áburðar, án illgresislyfja eða lyfja til sjúkdómavarna, teknar upp
með einfaldri vél og safnað saman með höndunum, taka langt
fram kartöflum ræktuðum með venjulegum aðferðum, bæði hvað
snertir útlit, bragðgæði og geymsluþol.
68
HEILSUVERND