Heilsuvernd - 01.06.1975, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.06.1975, Blaðsíða 21
PÁLlNA R. KJARTANSDÓTTIR HÚSMÆÐRAKENNARI Uppskriftip Skandínaviskt salat 125 g salatblöð 3 tómatar 3 egg % tesk. borðsalt 7-8 hreðkur 5 g graslaukur eða karsi 25 g smjörlíki eða smjör Olíusósa (mayonnaise) Eggin eru soðin í 10 mín., kæld, skurnin tekin af og eggin skorin í tvennt eftir lengdinni. Rauðurnar pressaðar gegnum sigti, smjör- líkinu hrært saman við, graslaukurinn klipptur smátt og blandað út í. Þessu er sprautað í toppa í eggjahvítubátana. Salatblöðin eru skoluð vel í köldu vatni, látin í bunka á kringlótt fat, tómat- arnir skolaðir vel, skornir í fjóra hluta og þeim raðað ásamt fylltum eggjunum í krans kringum salatið. Yfir salatið er hellt olíusósunni. Hreðkurnar eru þvegnar, skornar í þunnar sneiðar, dreift yfir salatið, og síðast er niðurklipptum graslauk eða karsa stráð yfir. Grænmetissalat með rúsínum 1 dl af rjóma er þeyttur, safa úr hálfri sítrónu og % matsk. af púðursykri hrært saman við; 4 - 5 grænkálsblöð söxuð fínt og blandað saman við rjómann ásamt 1 bolla af rúsínum. HEILSUVERND 69

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.