Heilsuvernd - 01.06.1975, Qupperneq 22

Heilsuvernd - 01.06.1975, Qupperneq 22
A við og dreiff Notkun fjallagrasa í Noregi 1 norska tímaritinu „Sunnhets- bladet" er nýlega grein um ís- lensku fjaliagrösin, en þau ganga þar og viða erlendis undir nafninu íslandsmosi, enda þótt það heiti sé rangt, þvi að þessi jurt heyrir ekki undir mosa, heldur fléttur. 1 greininni er frá þvi skýrt, að fjallagrös hafi af alþýðu manna verið notuð við lungnasjúkdómum, m.a. berklum, hæsi og hósta, í nýrna- og blöðrusjúkdómum, maga- og þarmasjúkdómum, við lystar- leysi og handa barnshafandi kon- um. Samkvæmt sænskum heimild- um eiga 2 tunnur af möluðum fjallagrösum að jafngilda einni tunnu af rúgi sem næring. Áhrif reykinga á kynlíf karla I amerísku læknablaði skýrir læknir svo frá, að sígarettureyk- ingar geti valdið getuleysi hjá körlum vegna truflana á fram- leiðslu hormóna. Rannsókn á tvö þúsund körlum leiddi auk þess í ljós að hjá mönnum sem reykja 20 sígarettur á dag dregur úr hreyfingum sæðisfrumanna. (Halsa) Sælgætisauglýsingar £ Hollandi í Hollandi er haldið uppi víð- tækum áróðri gegn sælgæti. Þann- ig eru sælgætisauglýsingar í sjón- varpi háðar þrennskonar skilyrð- um. 1 fyrsta lagi verður á hvern auglýsingu að sýna geysistóran tannbursta til að minna á hættuna á tannskemmdum af völdum sæl- gætis og nauðsyn þess að bursta tennurnar í hvert sinn þegar sæl- gætis er neytt. í annan stað er bannað að börn undir 14 ára aldri komi fram i slíkum auglýsingum, og í þriðja lagi má ekki sýna þær fyrr en eftir kl. 20, vafalaust vegn? þess að þá munu börn yfirleitt vera háttuð og sofnuð. (Reform-Rundschau) Þvagsýrugigt Þetta er gamalkunnur og mjög kvalafullur sjúkdómur sem leggur stórutána i einelti öðrum líkams- hlutum fremur. Eins og nafnið bendir til kemur hún fram við það að þvagsýrukristallar falla út í vefina og særa þá. En þvagsýran myndast m.a. við niðurbrot efna sem mikið er af í kjöti. Þvi er það, að sjúkdómur þessi hefir frá fornu fari ásótt efnafólk og þá sem lifað hafa hátt sem kallað er, og kvala- köstin þá komið eftir dýrindis veislur. Talið er að í Þýskalandi sé um ein milljón manna haldnir þvagsýrugigt. Nú virðist komið á daginn, að kjötát sé ekki aðalorsök þesa sjúk- dóms, heldur miklu fremur of- neysla sykurs og annarra kolvetna, og það kemur líka heim við þá staðreynd, að bílifismönnum sé öðrum fremur hætt við þvagsýru- gigt. (Úr Reform-Rundschau) 70 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.