Fjarðarfréttir - 18.08.2016, Síða 8
8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Norðurlandamót 19 ára og yngri í
frjálsum íþróttum var haldið í Kapla
krika um síðustu helgi. Ísland og
Danmörk senda venju samkvæmt
sameiginlegt lið til keppni en löndin
sendu tvö lið í boðhlaupskeppni og
fyrirfram var ákveðið hvor sveitin taldi
til stiga. Keppnin er landskeppni og var
að sjálfsögðu hörð keppni en auk
Danmerkur og Íslands sendu Svíþjóð,
Noregur og Finnland lið til keppni.
Ísland átti 24 keppendur og komu 7
þeirra úr FH, þeir eru: Daníel Einar
Hauksson FH í 1500 m hlaupi; Gylfi
Ingvar Gylfason FH í 4×100 m
boðhlaupi; Hilda Steinunn Egilsdóttir
FH í stangarstökki; Kormákur Ari
Hafliðason FH í 400 m, 4×100 m,
4×400 m hlaupi; Mímir Sigurðsson FH
í kringlukasti; Tómas Gunnar
Gunnarsson Smith FH í kúluvarpi og
Þórdís Eva Steinsdóttir FH í 400 m,
4×100 m, 4×400 m hlaupi.
KEPPT Í 40 GREINUM
Alls var keppt í 40 greinum, þar af 38
sem töldu til stiga. Keppendur voru um
235. Flestir komu frá Svíþjóð 61
keppandi, 55 komu frá Finnlandi, 53 frá
Noregi, 42 frá Danmörku og 24 frá
Íslandi
Veður var ágætt fyrri daginn en
vindur og rigning seinni daginn. Það
hindraði þó ekki að keppendur voru 28
sinnum að bæta sinn persónulega
árangur.
ÍSLANDSMET Í ÞREMUR
ALDURSFLOKKUM
Í 4×100 m boðhlaupi kvenna sendi
sameiginlegt lið Íslands og Danmerkur
tvö lið, annað skipað íslensku
stúlkunum og hitt skipað þeim dönsku.
Íslensku stúlkurnar urðu í 2. sæti,
hlupu á 47,04 sekúndum og settu
Íslandsmet í þremur aldursflokkum,
flokki 1617, 1819 og 2022 ára
stúlkna. Þetta er ekki félagsmet heldur
landssveitarmet.
Sveitina skipuðu þær Tiana Ósk
Whitworth ÍR, Þórdís Eva Steinsdóttir
úr FH, Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR
og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR.
Í piltaflokki féll met í flokki 1819 ára
í 4x100 m hlaupi þegar piltarnir hlupu á
42,27 sek en eldra metið var 42,54 sek.
Sveitina skipuðu þeir Gunnar
Eyjólfsson, Trisan Freyr Jónsson,
Kormákur Ari Hafliðason og Gylfi
Ingvar Gylfason.
FINNLAND SIGRAÐI
Mjög góður andi var á mótinu og
keppni drengileg. Finnland sigraði í
stigakeppni, bæði í karla og kvenna
flokki og því einnig samanlagt. Fengu
Finnarnir 204 stig í kvennaflokki og
200 stig í karlaflokki. Norðmenn urðu í
öðru sæti með 362,5 stig samanlagt,
181 í kvennaflokki og 181,5 stig í
karla flokki. Svíar urðu þriðju með
352,5 stig samanlagt, 173 stig í kvenna
flokki og 179,5 stig í karlaflokki.
Sameiginlegt lið Íslands og Danmerkur
varð neðst með 194 stig samanlagt, 98
stig í kvennaflokki og 194 stig í karla
flokki.
EITT GULL TIL ÍSLANDS
Finnland fékk 17 gull, Svíþjóð 12,
Noregur 7 og Danmörk/Ísland 4. Eini
Norðurlandatitill Íslendings kom nokk
uð óvænt en verðskuldaður er Andrea
Kolbeinsdóttir úr ÍR sigraði í 3000 m
hindrunarhlaupi á 11,16.52 mín.
Glæsilegir unglingar á Norðurlandamóti
19 ára og yngri unglingar kepptu í Kaplakrika í frjálsum íþróttum – Sameiginlegt lið Íslands og Danmerkur
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Stúkurnar stóðu sig vel í 3000 m hindrunarhlaupinu.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR, Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR, Tiana Ósk
Whitworth ÍR og Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH.
Keppendur í 5000 m hlaupi.
Mikið mæddi á Kristni Guðlaugssyni
mótsstjóra, Sigurði Haraldssyni
formanni frjálsíþróttadeildar FH og
fleiri sjálfboðaliðum.
Andrea Kolbeinsdóttir varð Norðu
landameistari unglinga í 3000 m
hindrunarhlaupi á 11,16.52 mín.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n