Fjarðarfréttir - 18.08.2016, Síða 10

Fjarðarfréttir - 18.08.2016, Síða 10
10 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Kaldárselsvegi • s. 555 6455 Tré og runnar ...í garðinn þinn opið um helgina kl. 10 - 17 20% afsláttur Sl. föstudag voru haldnir glæsilegir rokktónleikar við Ölstofu Hafnarfjarðar við Flatahraun. „Rokk í Hafnarfirði eru tónleikar sem við vorum að halda í annað skiptið nú í ár hjá Ölstofunni,“ segir Hafnfirðingurinn Hálfdán Árnason, bassaleikari í Sign, en Hálfán er einn þeirra sem sáu um undirbúning tónleikanna. „Í fyrra gekk þetta mjög vel en núna gekk þetta enn betur og er þetta komið til að vera,“ segir Hálfdán enda var mæting góð og fín stemmning. Hljómsveitir sem komu fram voru: Sign, Dimma, Fræbblarnir, Kontinuum, Axel Flóvent, Magnús Leifur, Guns and Roses heiðursveit, Mosimusic og 3B. Tónleikar voru haldnir fyrir utan Ölstofuna á móti Tækniskólanum, þar á planinu. Þeir hófust klukkan 18 og stóðu til 23.30 en þá voru þeir færðir inn í hús og stóðu svo fram eftir nóttu. Hálfdán segir ástæðan fyrir því að byrja svona snemma sé að öll fjölskyldan geti þá komið saman og notið þess að horfa á hljómsveitirnar spila. Einn aðalskipuleggjandinn, Halldór Grétar Gunnarsson, lést úr hjartaáfalli sl. þriðjudag og vill Hálfdán, fyrir hönd skipuleggjenda, senda samúðarkveðjur til fjölskyldu og ættingja. „Halldór Grétar Gunnarsson var góður vinur og vildi allt gott gera fyrir alla og verður hans sárt saknað.“ Rokkað á Flatahrauninu Opnir útitónleikar annað árið í röð við Ölstofu Hafnarfjarðar Fjölmennt var í góðviðrinu og ómaði tónlist víða um bæinn. Vel heppnaðir rokktónleikar. Halldór Grétar Gunnarsson Lj ós m yn d: S pe ss i Lj ós m yn d: S pe ss i Lj ós m yn di r: Sp es si Lj ós m yn d: S pe ss i Lj ós m yn d: S pe ss i Skólamat ur­ inn kemur nú frá Skólaaski Hafnafjarðarbær hefur gert samning við Skólaask, dótturfyrirtæki ISS um rekstur mötuneyta leikskóla og grunnskóla. Skólaaskur mun taka að sér rekstur mötuneyta og lögð verður áhersla á þrjá mikilvæga þætti; næringu barna, umhverfissjónarmið og matarsóun. Í upphafi skólaárs eru börn skráð í mataráskrift hjá Skólaaski, en hægt er að velja um fasta áskrift 5 daga vikunnar, dagaval eða að kaupa stakar máltíðir. Allir matseðlar eru næringa­ útreiknaðir og farið eftir ráðleggingum embætti Landlæknis. Matseðlarnir eru birtir á heimasíðu Skólaasks þar sem foreldrar og aðrir aðstandendur geta fylgst með matseðlum og samsetningu matseðla. Þar birtast einnig upplýsingar um innihald. Við matseðlagerð er notast við handbók fyrir skólamötuneyti sem var gefin út af embætti Landlækni árið 2010. Í ráðleggingunum er gert ráð fyrir að það sé heit máltið a.m.k. fjórum sinnum í viku og gert ráð fyrir að ávextir eða annarskonar grænmeti fylgi hádegisverði. Til drykkjar verði boðið upp á vatn og/eða léttmjólk með flestum máltíðum. Maturinn kom áður frá Skólamat í Reykjanesbæ en þar áður frá SS. Útboð réð vali á birgja. Meðal þeirra sem komu fram var hljómsveitin Sign. Meðal þeirra sem komu fram var hljómsveitin Sign.

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.