Fjarðarfréttir - 18.08.2016, Síða 12

Fjarðarfréttir - 18.08.2016, Síða 12
12 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Danskennarar hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar hafa sérmenntað sig í kennslu fyrir yngstu börnin og eru þeir hópar fyrir 3ja til 4ra ára og er kennt á laugardögum að sögn Auðar Haralds­ dóttur framkvæmdastjóra. Tímarnir kallast Jazzleikskólinn. Þessir tímar eru mjög þroskandi fyrir börnin og læra þau ýmis hugtök og að fara eftir fyrirmælum. Kenndir eru léttir barnadansar við tónlist sem þau jafnvel þekkja og er mikið sungið og farið í leiki. Foreldrar geta verið með börnunum ef þau óska þess. STREET JAZZ OG FREESTYLE Street Jazz og Freestyle er kennt 2x í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum í íþróttahúsi Setbergsskóla en þar er einnig kennt Break og Hip Hop. Andrea Sigurðardóttir sér um Freestyle kennsl­ una og Javier Valino sér um Break og Hip Hop. Þessir hópar hafa verið mjög vinsælir fyrir krakka frá 7 ára aldri og eru námskeiðin í 16 vikur og enda með nemendasýningu og jólaballi. Bæjarfélög styrkja danskennsluna og ættu allir að nýta sér þessa styrki. ÖFLUGIR KEPPNISFLOKKAR Í DÍH eru mjög öflugir keppnis­ flokkar í samkvæmisdönsum, bæði í barna­ og unglingaflokki. Fyrir þau sem eru að byrja og eru stutt komin eru sér tímar og æfa þau 3x í viku. Einnig er hjá félaginu starfandi keppnisflokkur sem kallar sig Team DÍH. Þar eru pör sem eru komin á heimsmælikvarða í dansi og æfa alla daga vikunnar og keppa í öllum þeim keppnum sem boðið er upp á á Íslandi og erlendis. Við erum með danspör í þessum flokki sem keppa fyrir hönd Íslands á HM og EM í samkvæmisdönsum og hefur þessi góði árangur paranna okkar mikið að þakka góðum þjálfurum í DÍH sem bæði eru íslenskir og erlendir og eru þá fyrrverandi meistarar í faginu. Hjá DÍH geta fullorðnir komið og dansað 1x eða 2x í viku. Boðið er upp á samkvæmisdansa og einnig eru sér hópar sem læra Salsa. Þetta er frábært sport fyrir alla fjölskylduna að koma og læra að dansa og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 25 ÁRA AFMÆLI LOTTO OPEN Auður Haraldsdóttir er framkvæmda­ stjóri félagsins og hefur hún einnig með öflugri hjálp foreldrafélagsins í DÍH haldið danskeppni í byrjun nóvember hvers árs. Þetta er Lottó Open keppnin og verður haldið upp á 25 ára afmæli keppninnar nú í haust með miklum glæsibrag í Íþróttahúsinu við Strand­ götu að venju. Kennsla hefst laugardaginn 3. sept­ ember og innritun fer fram á netinu á www.dih.is DÍH hefur náð miklum árangri í danskeppnum og á verðlaunadansara á breiðu aldursbili. Frá 20 ára afmæli DÍH í apríl sl. Býður upp á danskennslu fyrir alla hópa Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar með danskennslu í Bjarkarhúsinu og í íþróttahúsi Setbergsskóla Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð la ug ur J . Það fór ekki fram hjá neinum að við Hafnfirðingar áttum tvo flotta sund­ menn á Ólympíuleikunum í Ríó, þau Anton Svein McKee og Hrafnhildi Lúthersdóttur. Þau kepptu bæði í 100 m og 200 m bringusundi. ÞRIÐJI BESTI ÁRANGUR ÍSLENSKRAR ÍÞRÓTTA- KONU Á ÓLYMPÍULEIKUM Árangur Hrafnhildar í 100 m bringusundi, þar sem hún varð sjötta á 1,07.18 mín. er þriðji besti árangur íslenskrar íþrótta konu á Ólympíu­ leikunum, Vala Flosa dóttir hefur náð lengst með silfur verðlaunum sínum í stangarstökki árið 2000 og Hafn­ firðingurinn Þórey Edda Elís dóttir varð 5. í stangarstökki 2004. Hrafnhildur Lúthersdóttir varð 11. í milliriðlum í 200 m bringusundi á Ólypmíuleikunum og komst því ekki í úrslit. Synti hún á 2,24.41 mín. en hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt um 1/10 úr sekúndi en met hennar er 2,22.96 mín. sem hún setti í London fyrr í sumar. Anton Sveinn McKee varð 35. af 46 í undanúrslitum í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum. Hann synti á 1,01.84 mínútum en hefði þurft að synda á 1,00.25 til að komast í milliriðla. Anton Sveinn hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt sem er 1,00.53 mínútur og var hann 1,31 sekúndu frá Íslandsmetinu og 1,59 sek. frá því að komast áfram. Anton Sveinn McKee varð 18. í undanrásum og rétt missti af því að synda í undanúrslitum í 200 m bringusundi á Ólympíuleikunum. Anton Sveinn synti á 2.11,39 mín og var aðeins 13/100 frá því að komast í undanúrslit. Sundfólkið okkar á Ólympíuleikunum Árangur Hrafnhildar er þriðji besti árangur íslenskrar íþróttakonu á Ólympíuleikunum Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn McKee við æfingalaugina í Ríó áður en keppni hófst. Lj ós m .: Kl au s Jü rg en O hk

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.