Dagrenning - 01.10.1937, Qupperneq 1

Dagrenning - 01.10.1937, Qupperneq 1
Sagrrttntttg ^ —MÁN A.ÐARBLAЗ GleOstu meöan æskan ör, — aö þér blítt vill láta, — er þreytir ellin þrek og fjör, — þá er tími aö gráta III Ár Winnipeg, Okt. 1937. Nr. VIII Nú eru ítalir, Þjóðverjar og Japanar að gera samtök sín á milli um það, að gera communisman landrækann úr löndum sínum. Hafa þessar þjóðir í huga, að fá Suður Ameríku tíl að gera hið sama, og svo eðlilega hverja aðra, sem vildu gera svo vel og vera með og gera slíka tilhreinsun. Það skeður margt undarlegt nú á tíma ekki sízt í Evrópu löndunum, þar má búast við stór-undrum og fyrirbrigðum dags dagJJ lega. Eitt fyrirbrigðið er það, eftir fréttum frá Berlin á Þýzkalandi að dæma, að Chan- cellor Hitler muni hafa í huga, að útnefna sig sjálfann sem oddamann í deilunni milli Japan og Kína. Það lítur svo út, sem engum öðrum hafi dottið það snjallræði í hug að ýt- nefna hann til þessa smá viks, og er það þvi ekki nema í samræmi við hans óþreytandi elju að gera al-heimi sem mest gagn, að út- nefna sig til þessa verks. -♦- Það virðist vera all víða pottur brotinn um þessar mundir. Fleiri en þúsund manns voru myrtir í uppþoti sem varð á Haiti eyj- unni út af fjármála ástandi þar, sem kvað vera allt annað en gott. -♦- Skýrzlur sýna, að sala á mjólk hér í Winnipeg hafi minkað að mun síðan fólk varð að borga sama verð fyrir mjólkina í búðunum eins og af vögnunum (lOc pottinn og öcfyrir flöskuna sem mjólkin er seld í) Ef þessar skýrzlur eru réttar, sem engin ástæða er að efa, þá er í fljótu bragði erfitt að reikna út hvar gróðin kemur til greina við verð hækkunina, og hverjir verða hans aðnjótandi. Eitt virðist áreiðanlegt, og það er að hagur bændanna skánar ekkert við þetta brask í mjólkurfélögunum. Drengur og stúlka hér í borg tóku rottueitur í misgripum fyrir brjóstsykur og borðuðu það. Stúlkan dó af því, en drengur- inn er á sjúkrahúsi bæjarins og berst við dauðan. Læknarnir hafa von um að geta bjargað lífi hans, en þó aðeins von. Þetta er ein meiri aðvörun nm það, að fólk geymi eitur þar sem börn ná ekki í það. -♦- Haile Selassie, fyrrum höfðingi á Blá- landi og þá stórauðugur maður, er nú efna- laus orðinn; á nú aðeins dalítið af skotsilfri og treystir eindregið á vini sína að koma sér til hjálpar fjárhagslega. Svo sverfur að honum fátæktin nú, að hann getur ekki haft hita í húsi sínu, nema því herbergi sem börn- ineruí. Hann er að reyna til að selja bíl sinn og hvað annað af þeim litlu eignum sem hann á eftir, sér og sínum til lífsviðurværis. Hann má muna æfina aðra, og taka undirmeð Skugga Sveini gamla og segja: “fegri man ég þig, fífill minn”. -♦- Roosevelt Bandaríkja forseti mælir með því, að skattar séu lækkaðir, svo menn fari frekar að byrja á einhverjum fyrirtækj- um sem veiti atvinnu. Nú eins og er séu allir skattar svo háir, að menn vilji þess vegna ekki leggja fé í nein stór fyrirtæki. Það er ekki búist við því, að nokkur þræti við Mr. Roosevelt um þetta. -♦- Þýska þjóðin gerir allt sem hún getur til þess, að framleiða heimafyrir allar nauð- synjar, og hefir henni heppnast vel í þeim efnum á síðustu 10 árum. Árið 1927 var framleitt þar í landi 65% af öllu því sem þjóðin þurfti til fram- færslu, en í ár er gert ráð fyrir að sú fram- leiðsla nemi 85% af þjóðar þörfum.

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.