Öldin - 01.03.1935, Síða 8
6
Ö L D I N
MeS lögunum um byggingu Háskólans
23. júní 1932 kom þó fyrst verulegur skriSur
á þetta mál. í þeim er þaö skilyrði sett fyrir
byggingunni og fjárframlagi frá ríkissjóSi,
„aö samkomulag náist viS bæjarstjórn Rvík-
ur um að Reykjavíkurbær gefi Háskólanum
til kvaðalausar eignar 8—10 ha. af landi, á
þeim stað, sem kennslumálaráðherra og Há-
skólaráði þyki hentugt“. Rétt eftir að lögin
voru afgreidd frá Alþingi (27. maí) ritaði
Jónas Jónsson kennslumálaráðherra bréf til
borgarstjóra og benti þar á núverandi Há-
skólalóÖ, sem takmarkist af Hringbraut, Mela-
vegi og skemmtigarðinum í Vatnsmýrinni.
Bréfi þessu svaraði borgarstjóri 15. ágúst
á þá leið, „að bæjarstjórnin hef'Si samþykt,
a5 leggja til Háskólans ókeypis land — fyrir
austan Suðurgötu, milli Hringbrautar og veg-
ar yfir Vatnsmýrina gegnt loftskeytastöð-
inni.“ Gerir ,hann jafnframt ráð fyrir, að
stúdentagarður verSi byggður á lóSinni, og
lóöin viS SkólavörSutorg falli aftur til bæj-
arins. RáSuneytiS ritaSi síðan Háskólaráði
um málið 30. sept. '32, og telur þar lóðina
16,44 ha. Taldi Háskólaráðið lóS þessa mjög
heppilega og mæltist til þess, að endanlegir
samningar yrðu undirritaSir hið allra fyrsta.
Þetta fórst þó fyrir, sennilega vegna þess,
að kvaSir hvíldu á lóðinni, sem bæjarstjórn
var ófús til að létta af henni. Allir voru þó
sammála um aðalatriSin og var síðan gert
skipulag yfir lóðina, og stúdentagarSurinn
byggður í samræmi við það. SkipulagiS gerði
ráð fyrir því, að byggingar Háskólans yrðu
reistar í brekkunni, en að á láglendinu neðan
hennar og austan kæmi skrautgarður, að svo
miklu leyti, sem landið yrði ekki notað fyrir
tennisvelli, eða þvíl., eða ef til vill til gróðr-
artilrauna, ef atvinnudeild yrði stofnuð við
Háskólann.
Það mun hafa komið flestum óvart, er þa’ð
vitnaðist í fyrra, að bæjarstjórn hefði í huga
að leggja 20 m. breiða flutningagötu yfir
þvera lóðina rétt fyrir framan stúdentagarð-
inn.
Myndin sýnir háskólalóðina (strikaÓ), sunnan
skemmtigarBarins og T'jarnarinnar og Stúdenta-
garÖinn. Tvær aöalgötur eru sýndar svartar. Hin
efri er Melavegur (Suðurg.), hin neðri er fyrir-
hugaða flutningagatan, sem sker lóðina sundur.
Hún átti að tengja saman gamla bæinn
og Skerjafjarðarbyggðina og hefði óhjá-
kvæmilega orðið mikil umferö og flutningar
eftir henni. Þar á ofan var láglendið slitið
frá aðallóðinni, er girðing var komin beggja
niegin götunnar. Háskólalóðin var þá lent
rnilli tveggja fjölfarinna gatna með sífeldri
umferS og bílaöskri, í stað þess að vera út
af fyrir sig á rólegum stað. Ef nokkrum hefði
dottið þetta í hug, er vafasamt hvort nokk-
uö hefði orðið úr lóðaskiftunum.
En gata þessi kemur ekki eingöngu í bága
við Háskólalóðina. Það þarf einnig að
breikka Tjarnargötu út í Tjörnina, sem sízt
má við því, og nyrzt í þeirri götu verður
hún að ganga gegnum fleiri hús. Siðan er
henni ætlað að ganga á ská gengum gamla
kirkjugarðinn inn í Aðalstræti. Það eru því
margar torfærur á þessari leið og margir
hlykkir. Gatan yrði dýr og ekki falleg.
Um allt þetta mætti þó tala, ef brýn nauð-
syn ræki á eftir, en það verður tæpast með
sanni sagt. Einum 30 tn. vestar liggur Suð-
urgata og hana má breikka ef þörf gerist.
Uppsali má flytja yfir götuna (í kirkjugarðs-
hornið) og gera þar sæmilegt umferðatorg.
Hver leiðin sem er farin, mun óhjákvæmilegt
að breikka Aðalstræti, úr því þrílyft bygging
er leyfð, ef ekki hærri. En hér vilja menn
sífellt hækka húsin, án þess að breikka göt-
urnar!