Öldin - 01.03.1935, Side 9

Öldin - 01.03.1935, Side 9
Ö L D I N 7 Kristján Guðlaugsson : Ljóðið um Jón. (Tileinkað vini minum, templaranum). Jón hét maður, Jón átti konu, töfrandi dætur og tápmikla sonu. En konugarmurinn sifellt svekkti ’ann, svallaði um nætur og hrjáði og blekkti ’ann. Svo hegrði ’ann pískrað, er hann var á ferli: „Þarna er Jón gamli úti á erli, með bannlagastaglið og bindindisþrefið, útstandandi augun og uglunefið.“ Jón var einn þe.irra eiginmanna, sem altaf biðja, en aldrei banna. Það stoðaði lítið, þótt yrði ’ann argur, konan var hamramur heiftarvargur. Börnin á götunni æptu á ’ann: „Sko, litla karlinn, nei, komið að sjá ’ann.“ Öllum fannst hann svo undarlegur, geðillskufullur og gáfnatregur. Jón var fróður í fornum gögnum, en konan gleypti við gróusögnum. Hann var Ijótur, en hún var fögur, hann dáði rímnr, hún danskar sögur. IJfið varð honum lítils virði, engin gleði, en eintóm byrði. Hann hætti að loka sig alltaf inni. Fór út á kvöldum með konu sinni. A björtum torgum, - í skúmaskotum, hann skoðaði lífið með heilabrotum; hann skildi hvað allt var orðið spillt, lausung hjá lýðnum og lífið villt. Menn tóku’ að skilja ’ann, menn tóku’ að skjalla ’ann. Þeir töldu Iiann fróðan, og töluvert snjallan. Nú þykir engum hann undarlegur, geðillskufullur né gáfnatregur. (1929). Eg hefi heyrt, a8 fjarlægðin milli Frí- kirkjuvegar og SuSurgötu þyki helst til mik- il milli aöalgatna. Svo mikið er víst, aö víSa er hún meiri erlendis og jafnvel í nýbyggð- um borgarhlutum. — Þess má geta, aS Há- skólaráSiS hefir mótmælt þessari götugerS á fundi 6. janúar og einnig Stúdentafélag Reykjavíkur. Eg held, aS gata þessi verSi öllum til ills, ef lögð verSur. Hún spillir HáskólalóSinni stórum, eySileggur TjarnargötuhverfiS meS dreifSu íbúSarhúsunum, rýrir Tjörnina, verS- ur dýrkeypt og lítil bæjarprýSi. Er vonandi aS bæjarstjórn finni betra ráS til þess aS bæta úr umferS'aþörfinni.

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/1626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.