Öldin - 01.03.1935, Qupperneq 12
10
Ö L D I N
Soflfía Guðlaugsdóttir
Þoisteinn Ö. Stephensen
Gunnþórun Halldórsdóttir
Alfreð Andrésson
Hugtaki'S reykvískir leikarar, kann að
koma mönnum spanskt fyrir. Ekki sízt þeim,
sem byggja alla sína vitneskju um leiklist á
tíðum bíóferSum. Þeim bregöur ókunnuglega
við, þegar talaS er um leikara mitt á meSal
þeirra. Gloria Swanson, Maurice Chevalier,
Tutta Berntzen, Joan Crawford og Douglas
Fairbanks eru þeirra menn, en Gunnþórunn
Halldórsdóttur, Alfred Andrésson, Brynjólf-
ur Jóhannesson og Soffía Guðlaugsdóttir er
bara fólk, sem leikur hér stundum í Iðnó
og venjulega ekki horfandi á það fólk, nema
þaö sé með eitthvað grín, sem enginn getur
tekiö alvarlega. Fæstir láta sér til huglar
koma, a8 reykvísku leikararnir séu aö skapa
list, sem er íslenzku þjóðlífi þúsund sinnum
verðmætari en öll samanlögð filmframleiðsla
annara landa.
Þegar frá er talinn samanburðurinn á film-
leikurum og leikurum vorum í Iðnó, hefir
almenningur engan möguleika til að úrskurða
á samanburðarvísu um getu reykvísku leik-
aranna. Fæstir leggja leið sína til annara
landa og af þeim aftur sárafáir, sem nota
tækifærið til að sjá sambærilegar leiksýn-
ingar. Giftir menn í siglingu hafa öðru að
sinna en leiklist, og Ijósaauglýsingar fjöl-
leikahúsa eða einstakra „stjörnuleikara“
draga þá heldur að sér athyglina. En þeir
samborgarar vorir, sem lagt hafa á sig, að
leita uppi góðu leikhúsin í hinum kyrlátari
hverfum stórborganna eða bæjarleikhúsin í
borgum Norðurlanda með allt að ioo þús.
íbúum, hafa skrítna sögu að segja. Þeim
likar alveg eins vel að sjá Brynjólf Jóhann-
esson leika séra Sigvalda, Alfred leika1 Krist-
ján búðarmann, Gunnþórunni Nillu, Soffíu
Steinunni o. s .frv., og hina erlendu leikara
sambærileg hlutverk. Verði nú orð þessara
manna ekki tekin trúanleg, þá koma hingað
annað kastið útlendingar, sem leggja leið
Xj&ylwísldx
sína í Iðnó, til að sjá hvað leiklistinni líður,
og margir hafa látið svo um mælt, að þeir
undruðust, hversu vel einstakir leikendur
léku, þrátt fyrir það, að alt þeirra starf er
unnið í „eftirvinnu“ og aðbúnaður slæmur.
Sumir hafa þá líka undrast þá vizku, að
byggja leikhús upp á 2 miljónir króna, en
styrkja leikflokkinn, sem er ,að skapa þá
leiklist, sem þar á að eiga inni, með svo litl-
um styrk, að hann hrekkur ekki einu sinni
fyrir skemtanaskatti af sýningunum.
En svo vér snúum oss að leikurunum, hvert
er þá þeirra afrek? Er yfir höfuð um nokk-
urt leikaraafrek að ræða í sama skilningi og
afrek annara listamanna? Málverk, högg-
mynd? Er meðferð leikarans á hlutverki, sí-
gilt listaverk, tilbúið til prófunar eftir henti-
semi á hvaða tíma sem er, líkt og málverk
eða höggmynd? Nei, afrek leikarans verður
að prófast á sköpunarstund þess. Æfi þess
er ekki lengri. Það er eins og hjóm á vatns-
yfirborði. Á augabragði til, á augabragði
horfið. Prófunin liggur í hlutkend áhorfand-
ans, en dómurinn er venjulega lagður í hend-
ur fárra útvaldra, sem láta hann „á þrykk
út ganga“. Nú skildi maður ætla, að sam-
vizkusamur leikdómari geti dæmt svo um
leik, að ekki einasta samtíð hans, heldur og
seinni tíma menn geti gert sér nokkurn veg-
inn rétta hugmynd um afrek leikarans, lista-
verkið, sem hér um ræðir, og prófað gildi
þess. En þetta getur enginn leikdómari gert,
hversu samvizkusamur og óhlutdrægur sem
hann kann að vera. Dómurinn yrði í mesta