Öldin - 01.03.1935, Side 14
12
Ö L D I N
reykvískra leikara hér aö framan, er full
ástæSa til að minnast fleiri úr þeim hóp.
Freistandi væri, að reyna a'ð gera ítarlegan
samanburð á leik hinna ágætustu leikenda,
í kvenna hóp: frú Steíaníu GuSmundsdóttur,
frú Guörúnar Indriöadóttur, frú Soffíu Guö-
laUgsdóttur, ungfrú Gunnþórunnar Halldórs-
dóttur, frú Mörtu Indriöadóttur og ungfrúnna
Arndísar Björnsdóttur og Þóru Borg; í karla
hóp: Jens B. Waage, Árna Eiríkssonar, Friö-
finns Guðjónssonar, Brynjólfs Jóhannesson-
ar, Indriða Waage, Alfreds Andréssonar,
Þorsteins Ö. Stephensens o. m. fl., meö til-
vitnunum í ummæli gleggstu leikdómenda,
samanburöi hlutverka og meö tilliti til hins
breytta umhverfis, er hin nýja kynslóð reyk-
vískra leikara á viö að búa. Þess er enginn
kostur í stuttri grein, sem haföi þaö hóflega
mark og miö, að vekja athyglina á því, að
hér væru þó til, þrátt fyrir allt og allt, leik-
endur, sem viö þröngan kost eru aö skapa'
þá list, sem koma á.
L. S.
Ummæli próf. Östrups, rektors
háskólans í Höfn
um danska stúdenta.
„...... Nú á dögum eru dönsku stúdent-
arnir yfirleitt alvörugefnari en áÖur, og er
þeim ljóst, að það er um að gera að vera at-
orkusamur. Þeir eru líka hneigSari til efnis-
hyggju, og fyrir þeim vakir fyrst og fremst
spurningin: Hvað getum við hlotið — eða hvað
getum við öðlast, en fyrir okkur hina eldri
voru það hugsjónakenndari verðmæti, eins og
t. d. frægð, sem mest var í varið. Að svo
miklu leyti sem eg fæ séð, hafa stúdentarnir
nú meiri vinnuhraða, og á það að nokkru ræt-
ur sínar að rekja til umbóta á aðbúnaði og
þverrandi áfengisdrykkju....“
*
Islenzkir stúdentar
við nám erlendis.
Skýrsla Jóns Gissurarsonar, form. Upplýs-
ingaskrifstofu Stúdentaráðsins.
í vetur eru eftir því sem bezt verður vitað
96 íslenzkir stúdentar við nám erlendis, þegar
frá eru skildir kandidatar frá Háskóla ís-
lands.
Eftirfarandi tafla sýnir, hvaða námsgreinir
þeir leggja stund ; Hagíræði á: 12 Búvísindi 5
Verzlunarfræði .... 7 Gínasafræði 5
Vátryggingar ■ 3 Dýralækninga, 3
Bankafræði Tannlækningar 4
Lögfræði 1 Lyfjafræði 3
4 2
Verksmiðjuverkfr. .. 3 Mannfræði I
Rafmagnsverkfr. ... 8 Sagnfræði 4
Byggingarverkfr. .. . 7 Málfr. og bókmennta-
I 4
Náttúrufr. alm I Guðfræði 1
Gerlafræði I
Eðlisfræði og efnafr. 6 Uppeldisfræði 1
I 1
Jarðfræði 2 Leiklist 1
Jarðfr. og landafr. . 1 Stúdentarnir skiptast á þessi lönd:
Danmörk 52 England 6
Þýskaland 20 Skotland I
8 I
Noregur 7 Austurríki I
Frá því veturinn 1931—1932 heíir íslenzk-
um stúdentum í Þýzkalandi fækkað úr 48 í
20. Hinsvegar hefir íslenzkum stúdentum í
Höfn fjölgað úr 25 í 52, í Englandi fjölgað
úr 2 í 6, Svíþjóð fjölgað úr 2 í 8, og í Nor-
egi hefir þeim fjölgað úr 5 í 7.
Útgefendur: Nokkrir stúdentar. —- Ritstjórn: Arnljótur Guðmundsson og Óskar Bergsson. — Af-
greiðslumaður: Gunnlaugur Pétursson, Stúdentagarðinum, sími 4789. — Pósthólf 16.
Öldin kemur út mánaðarlega, að vetrinum. — Áskriftagjald kr. 3.00 árg., kr. 0.50 eint.
Félagsprentsniiðj an.