Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Page 2

Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Page 2
2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, Auglýsingar: 565 3066, fjardarfrettir@fjardarfrettir.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866 www.fjardarfrettir.is www.facebook.com/fjardarfrettir.is Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Jólin eru hátíð okkar allra. Þrátt fyrir allar deilur um trú og kirkjur höfum við öll – næstum öll getað verið sammála um að halda jól friðar og kærleika. Þrátt fyrir öll skrif um annað byggjum við líf okkar á kærleika. Allt frá því að við fæðumst erum við umvafin kærleika. Við getum átt misjafna ævi en kærleikurinn er það sem heldur okkur saman sem fjölskyldu, vinum og þjóð. Ég hef aldrei beðið neinn að trúa á Guð eða aðhyllast kristna trú, hvað þá ganga í Fríkirkju­ söfnuðinn þó ég hafi verið í fríkirkju alla mína ævi. Ég bið þó eins; að við sem aðhyllumst trú – hverja trú sem er – fáum að halda trú okkar í friði. Ég bið þess eins að fólk reyni ekki að sverta trú okkar, reyni að hindra aðgengi okkar eða fjölskyldna okkar að kirkjum. Ég hef aldrei tekið skaða af að kynnast trúarbrögðum annarra, hvað þá að heim­ sækja kirkjur. Vil ég fullyrða það að trúlaus maður getur ekki tekið skaða af að heimsækja kirkjur. Ég virði þá skoðun fólks að hafa aðra trú en ég og einnig trúleysi fólks. Að virða trúleysi fólks er ekki sama og að hætta að heimsækja kirkjur, hvort sem það er eðlilegur þáttur í fræðslustarfsemi skóla eða hluti af undirbúningi jólanna. Þó kærleikurinn sé einn af hornsteinum kristinnar trúar þá er það líka besti mannkostur hvers og eins, trúaðs manns og trúleysingjans. Kæri lesandi! Um leið og ég óska þér gleðiríkrar jólahátíðar og ánægjulegra áramóta vil ég nota tæki færið og þakka fyrir ánægjulegt samstarf á ár inu sem er að líða. Án lesenda væri bæjarblað lítils virði og ég er mjög þakklátur fyrir þær góðu móttökur sem hið nýja blað, Fjarðarfréttir, hefur hlotið, bæði hjá lesendum og hjá auglýsendum. Frjálst bæjarblað er mikilvægt í hverju sveitarfélagi, blað sem getur verið málpípa bæjarbúa og um leið að bera hróður bæjarins hátt og að horfa gagnrýnum augum á stjórnun bæjarfélagsins. Ég vænti góðs samstarfs við þig og aðra lesendur á nýju ári og hvet bæjarbúa til að láta skoðanir sýnar í ljós. Gleðileg jól! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Aðfangadagur, 24. desember Aftansöngur kl. 18 Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Einsöngvarar eru Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, Kolbrún Árnadóttir og Ólöf Inger Kjartansdóttir. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Jóladagur, 25. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Annar í jólum, 26. desember Skokkmessa kl. 10 Allir hlauparar velkomnir. Kirkjuhlaupið í beinu framhaldi. www.astjarnarkirkja.is Aðfangadagur 24. desember: Aftansöngur kl. 18 Kór Fríkirkjunnar leiðir sönginn. Einsöngur Kirstín Erna Blöndal. Jólasöngvar á jólanótt kl. 23.30 Sönghópur Fríkirkjunnar leiðir fallega söngdagskrá. Jóladagur 25. desember: Hátíðar- og fjölskyldu- guðþjónusta kl. 13 Kór og hljómsveit Fríkirkjunnar leiðir sönginn ásamt Krílakór og barnakór. Agnes Björk Rúnarsdóttir spilar á horn og syngur, mæðgurnar Inga Dóra Hrólfsdóttir og Arna Guðlaug Axelsdóttir spila á flautu. Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir syngur. Gamlársdagur 31. desember: Aftansöngur kl. 18 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Tónlistarstjóri við allar athafnir er Örn Arnarson. Orgel: Skarphéðinn Þór Hjartarson. Bassi: Guðmundur Pálsson. www.vidistadakirkja.is Víðistaðakirkja Aðfangadagur, 24. desember Aftansöngur kl. 17 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Einsöngur: Egill Árni Pálsson tenór. Saxófónleikur: Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson Miðnæturmessa kl. 23.30 Kór Flensborgarskólans og Flensborgarkórinn syngja undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Prestur: Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir. Jóladagur, 25. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Einsöngur: Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Gamlársdagur 31. desember Helgistund kl. 17 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Sóknarprestur og starfsfólk Víðistaðakirkju óska íbúum Víðistaðasóknar og Hafnfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.