Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Page 4
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
Senn koma jólin og líf okkar snýst
um þessar mundir að miklu leyti um
að undirbúa þau. Engin hátíð fær
jafnmikla athygli og þau og engin
hátíð vekur jafnmiklar tilfinningar
með okkur, bæði góðar en einnig
erfiðar hjá sumum.
Aldrei er talað eins mikið um
kærleika og hve mikilvægt er að
hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi en á
aðventunni. Oft hefur verið bent á að
ýmsar birtingarmyndir fátæktar séu
afleiðingar af ófullkomu þjóðfélags
kerfi þar sem sumir ná að efnast vel en
aðrir viðhaldast í fátækt.
Flóttamenn hafa verið mikið í
fréttum síðustu vikur og mánuði og
margir þeirra búa við mjög erfiðar
aðstæður. Gott er að minnast þess að
frelsarinn var sjálfur flóttamaður í
æsku. Flóttamenn eru fólk með vonir
og drauma eins og við. Francis, páfi
kaþólsku kirkjunnar, hefur gert
málefni flóttamanna og fólks sem
flytur á milli landa að áhersluatriði í
stefnu sinni því að þetta fólk er oft í
mjög viðkvæmri stöðu og auðvelt er
að misnota það á ýmsan hátt. Hann
hefur talað gegn því sem hann kallar
þægindamenningu sem gerir okkur
tilfinningalaus gagnvart þjáningu
annarra og heldur því fram að við
höfum alþjóðavætt skeytingaleysi.
Við þurfum að biðja um náð, segir
hann, til að geta grátið skeytingarleysi
okkar og grimmdina í heiminum, sem
er í okkur sjálfum og þeim sem taka
nafnlausar ákvarðanir sem geta af sér
þjáningar fólks.
Jólin eru hátíð kærleika og friðar.
Þau standa fyrir þann kost að við
getum valið veg kærleika, umhyggju
og virðingar fyrir náunganum í stað
þess sem veldur honum skaða. Guð
vill gera okkur að höndum sínum og
fótum til að gera þetta að veruleika í
einkalífi okkar og á öllum sviðum
þjóðfélagsins. Megi boðskapur jól
anna glæða kærleikslogann í
hjörtum okkar.
Ég enda þessa
þanka mína á hluta
af aðventuljóði eftir
Hákon
Aðalsteinsson:
Brátt nálgast sú helgasta hátíð í bæ
með heilögu ljósunum björtum.
Andi Guðs leggst yfir lönd yfir sæ
og leitar að friði í hjörtum.
…
Þó vill hann oft gleymast, sem farveg
oss fann
fæddur í jötunnar beði.
Við týnum úr hjartanu trúnni á hann
og tilefni jólanna gleði.
Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós
þá veitist þér andlegur styrkur.
Kveiktu svo örlítið aðventuljós,
þá eyðist þitt skammdegismyrkur.
Það ljós hefur tindrað aldir og ár
yljað um dali og voga.
Þó kertið sé lítið og kveikurinn smár
mun kærleikur fylgja þeim loga.
Láttu svo kertið þitt lýsa um geim
loga í sérhverjum glugga.
Þá getur þú búið til bjartari heim
og bægt frá þér vonleysisskugga.
Sr. Kjartan Jónsson
Sr. Kjartan Jónsson, sóknarprestur í Ástjarnarkirkju:
Jólahugvekja
Skötuveisla á Ásvöllum
Hin árlega skötuveisla Hauka
verður á Ásvöllum á Þorláksmessu.
Kæst skata og saltfiskur frá kl. 12.
Borðapantanir í síma 525 8700
og á bhg@haukar.is
Ban Kúnn
Thai Restaurant
Opnunartími um jól og áramót
24. desember, aðfangadagur jóla Lokað
25. desember, jóladagur Lokað
26. desember, annar dagur jóla Opið kl. 17-21
27.-30. desember Opið kl. 11-21
31. desember, gamlársdagur Lokað
1. janúar 2017, nýársdagur Lokað
Tjarnarvöllum 15, Hafnarfirði
Opið virka daga kl. 11-21 og um helgar kl. 17-21
Hafnfirsku sundmennirnir Anton
Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthers
dóttir hafa verið útnefndir sundmaður
ársins 2016 og sundkona ársins 2016 af
Sundsambandi Íslands.
Anton Sveinn McKee er 23 ára
sundmaður í Sundfélaginu Ægi. Hann
stundar nú nám í Ala bama í Banda ríkj
unum og er á styrk þar vegna sundiðk
unar. Hann hefur á undanförn um ár um
náð mjög góðum árangri í bringu sundi.
Anton Sveinn stóð sig best allra
íslenskra karla í sundi á árinu 2016.
Hann er sem stendur númer 46 á
heimslista í 200 m bringu sundi og
númer 75 í 100 m bringusundi í löngu
brautinni.
Anton Sveinn er afskaplega metnað
ar full ur gagnvart sinni íþrótt og hefur
náð miklum þroska undanfarin ár.
Hann hefur náð miklum framförum í
íþrótt sinni og hefur alla burði til að ná
enn lengra. Hann er fyrirmynd í keppni
og ástundun hans er í alla staði til fyrir
myndar.
Hrafnhildur Lúthersdóttir er 25 ára
sund kona í Sundfélagi Hafnarfjarðar.
Hrafnhildur og er sem stendur í 10. sæti
á heims lista í 200 metra bringusundi í
löngu brautinni og í því 11. á sama lista
í 100 metra bringusundi.
Árangur Hrafnhildar árið 2016 er
besti árangur íslenskra kvenna í sundi
og ef litið er til árangurs Íslendinga á
þessum þremur stórmótum, EM50, ÓL
og HM25 þá er hann með þeim betri í
sundsögu Íslands og þar á Hrafnhildur
verulegan hlut að máli.
Hrafnhildur er nú flutt til Íslands á ný
og æfir undir handleiðslu Klaus Jürgen
Ohk. Hún er jákvæð, kappsöm og mjög
einbeitt þegar kemur að íþróttinni. Hún
hefur á undanförnum árum þroskast
mjög mikið sem afreksíþróttakona,
setur sér skýr markmið og fylgir þeim
eftir.
Anton Sveinn og
Hrafnhildur
sundfólk ársins