Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Side 14
14 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
1. janúar sl. voru íbúar Hafnarfjarðar
28.189 talsins og þar af voru 2.851
einstaklingar eldri en 67 ára. Fjölgun
aldraðra eykst hratt ár frá ári og þarf að
meta þjónustu við aldraða í því ljósi.
Þetta kemur fram í áfangaskýrslu um
málefni eldri borgara í Hafnarfirði.
Frá árinu 2013 hefur hlutfall íbúa 67
ára og eldri aukist úr 8,99% í 10,11%
árið 2016.
Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu
hjá Hafnafjarðarbæ var síðast tekin til
endurskoðunar og samþykkt í bæjar
stjórn 9. desember 2015 og tók hún
gildi 1. janúar 2016.
Skv. henni er greitt fyrir félagslega
heimaþjónustu á vegum Hafnar fjarðar
bæjar 750 kr. á klukkustund. Elli og
örorkulífeyrisþegar greiði 570 kr. á
klukkustund.
Undanþegnir gjaldskyldu vegna
félagslegrar heimaþjónustu skulu þeir
sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyri/
örorkulífeyri og óskerta tekjutryggingu.
Þá er fjölskylduráði heimilt að gefa
eftir hluta greiðslu fyrir veitta félags
þjónustu eða fella alveg niður. Skal þá
tekið tillit til efnahags og annarra
aðstæðna.
EKKI TEKJUTENGD
GJALDSKRÁ
Þegar gjaldskrá er borin saman við
nokkur önnur sveitarfélög kemur í ljós
að gjaldskráin er tekjutengd í Kópavogi
en þeir sem hafa yfir 292.647 kr. á
mánuði greiða hærra en í Hafnarfirði en
fólk með undir 202.726 kr. greiða þar
ekkert.
Í Reykjavík er gjaldið 1.150 kr. á klst.
Undanþegnir gjaldskyldu vegna
félagslegrar heimaþjónustu eru þeir
sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyri/
örorkulífeyri og óskerta tekjutryggingu.
Gjaldskrár eru mjög mismunandi og
samanburður nokkuð erfiður en það er
mat skýrsluhöfunda að ekki sé þörf á að
tekjutengja gjaldskrá fyrir félagslega
heimaþjónustu, frekar en aðra þjónustu
sem Hafnarfjarðarbær veitir. Gjaldskrá
Hafnarfjarðarbæjar um félagslega
heimaþjónustu er mun lægri en hjá
öðrum sveitarfélögum.
BIÐLISTAR
Mikil aukning hefur verið í umsókn
um um heimaþjónustu á árinu 2016 og
biðlistar myndast bæði eftir þjónustunni
og einnig vegna þjónustumats. Í
desember 2016 hefur tekist að eyða
biðlistum um þjónustumat auk þess
sem tryggt hefur verið að einstaklingar
fái heimaþjónustu fyrir jólin. Á nýju ári
mun Hafnarfjarðarbæ nýta sér þjónustu
frá ISS, sem mun væntanlega fyrir
byggja biðlista.
FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA
Aðsókn í félagsstarf í Hafnarfirði er
að aukast og óskir eru frá eldri
borgurum um fjölbreyttara starf. Til
þess að það geti orðið að veruleika
ermikilvægt að auka við stöðugildi en í
Hraunseli eru 2,5 stg., á Hjallabraut eru
0,7 stg. og á Höfn eru 0,2 stg. Fyrir utan
ofangreinda staði er sundleikfimi í boði
í Ásvallalaug, ganga í húsakynnum FH
og leikfimi í Bjarkarhúsinu. Í dag fer
félagsstarfið að mestu leyti fram í
Norðurbænum og þörf á að huga að því
aðefla félagsstarfið með því að opna
starfsemi nær Völlunum, Holti eða
Áslandi. Samkvæmt Hagstofu Íslands
eru tæp 20% eða 556 einstaklingar (67
ára og eldri) skráðir með lögheimili í
póstnúmeri 221. Félagsstarf í mið
bænum er einnig ákjósanlegur kostur.
ÓLGA VEGNA MATAR
Í byrjun árs gerði Hafnarfjarðarbær
samning við ISS. Mikil óánægja varð
meðal matargesta og hefur sú óánægja
verið nokkuð viðvarandi það sem af eru
þessu ári. Í mötuneytinu á Hjallabraut
33 má greina fækkun matargesta en
mun minni á Sólvangsvegi. Því miður
eru ekki fyrirliggjandi tölur til að sýna
fram á þessar breytingar. Í nóvember sl.
var reynt að koma til móts við ítrekaða
beiðni matargesta um sjálfsskömmtun í
mötuneytum bæjarins. Nær samdægurs
var hætt við þá nýbreytni vegna mikillar
óánægju. Að mati starfsmanna í
mötuneyti bæjarins virðast matargestir
nú vera almennt sáttir og kvörtunum
hefur fækkað.
18% fjölgun 67 ára og eldri á 3 árum
Fjölgar sem hlutfall af fjölda bæjarbúa
1
Áfangaskýrsla um málefni eldri borgara í Hafnarfirði
Lögð fyrir Fjölskylduráð Hafnarfjarðar
þann 16. desember 2016
Fjöldi eldri íbúa (67 ára og eldri) í Hafnarfirði
Þann 1. janúar 2016 var íbúafjöldi í Hafnarfirði 28.189 einstaklingar og þar af voru 2.851 einstaklingar
eldri en 67 ára. Fjölgun aldraðra eykst því hratt ár frá ári og þarf að meta þjónustu við aldraða í því ljósi.
Frá árinu 2013 hefur íbúafjöldi einstaklinga (67 ára og eldri) aukist frá 8,99% í 10,11% árið 2016.
Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu
Félagsleg heimaþjónusta er veitt á grundvelli 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr.
40/1991 og 25. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999.
Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu hjá Hafnafjarðarbæ var síðast tekin endurskoðunar og
samþykkt í bæjarstjórn þann 9. desember 2015. Gjaldskráin gilti frá 1. janúar 2016. Gjaldskráin
er eftirfarandi:
1. Fyrir fél gslega heimaþjónustu á vegum Hafnarfjarðarbæjar sk l greiða gjald, sem
nemur 750 kr. á klukkustund. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiði gjald sem nemur kr. 570
kr. á klukkustund.
2. Undanþegnir gjaldskyldu vegna félagslegrar heimaþjónustu skulu þeir sem ekki hafa
aðrar tekjur en ellilífeyri/örorkulífeyri og óskerta tekjutryggingu.
3. Fjölskylduráði er heimilt að gefa eftir hluta greiðslu fyrir veitta félagsþjónustu eða fella
alveg niður. Skal þá tekið tillit til efnahags og annarra aðstæðna.
2409
2521
2661
2851
2100
2200
2300
2400
2500
2600
2700
2800
2900
2013 2014 2015 2016
Fjöldi hafnfirðinga 67 ára og eldri
Fjöldi Hafnfirðinga, 67 ára og eldri 2013 - 2016 miðað við 1. janúar.
Frá Hraunseli þar sem félagsstarf Félags eldri borgara í Hafnarfirði fer að mestu fram.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Vill vottun sem barnvænt samfélag
Hafnarfjarðarbær ætlar að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í allt sitt starf og reglur
Akureyrabær stendur í innleiðingu
Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna
sem tilraunasveitarfélag og Hafnar
fjarðarbær ætlar að fylgja vinabæ
sínum strax á eftir og læra af reynslu
þeirra fyrir norðan og verða fyrir
myndar sveitarfélag þegar kemur að
réttindum barna.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til
að Hafnarfjarðarbær óski eftir, í sam
starfi við Akureyrabæ og UNICEF, að
fá vottun sem barnvænt samfélag með
innleiðingu Barnasáttmála Sam einuðu
þjóðanna í allt sitt starf, sam þykktir og
stefnur. Var tillagan samþykkt á bæjar
stjórnarfundi 7. desember sl.
„Að sveitarfélag innleiði Barna
sáttmálann þýðir að það samþykki að
nota sáttmálann sem viðmið í starfi sínu
og að forsendur hans gangi sem rauður
þráður í gegnum þjónustu þess. Líkja
má innleiðingunni við að starfsmenn og
kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins setji
upp „barnaréttindagleraugu“ og rýni og
skoði verk og ákvarðanaferla með
hlið sjón af sáttmálanum. Barna
sáttmálinn er þannig nýttur sem gæða
stjórnunarverkfæri í stefnumótun og
þjónustu með tilliti til barna. Ferlið við
að gerast barnvænt sveitarfélag krefst
pólitískrar skuldbindingar, sem er
grundvöllurinn fyrir innleiðingu Barna
sáttmálans í sveitarfélaginu, ásamt sam
ræmdum aðgerðum þvert á öll svið
sveitarfélagsins.“ Þetta segir á heima
síðu Akureyrarbæjar um inn leiðingu
verk efnisins þar.
Nánari upplýsingar má finna á www.
barnvaensveitarfelog.is