Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Page 29

Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Page 29
www.fjardarfrettir.is 29FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Það gerðist aðra útskriftina í röð að tveir stúdentar voru hnífjafnir á lokaeinkunn og töldust báðir stúdentar. Þetta voru þeir Hrannar Björnsson og Ævar Örn Bergsson. STOLT AF ÁHERSLUM SKÓLANS Í ávarpi sínu lagði nýstúdentinn, Ingibjörg Þórðardóttir, áherslu á það hve stolt hún væri af áherslum skólans í jafnréttismálum, gagnvart fjölbreytni mannlífsins og stuðningi hans við nemendur sína. Þá tilkynntu nýstúdentar að þeir hefðu gefið peninga til Mæðrastyrksnefndar í nafni skólans. RÆÐA ÞARF TILGANG SKÓLASTARFS Í ræðu sinni vék Magnús Þorkelsson, skólameistari að meðal annars Pisa könnuninni nýútkomnu og heilsteyptri umræðu um skólastarf og hlutverk þess. Hann sagði m.a.: „Það er ekki nóg að ræða niðurstöðurnar í nokkra daga. Við þurfum að ræða skólamál, tilgang skólastarfs og inntak skólastarfs. Ræða hlutverk skóla, hlutverk kennara og hlutverk heimila gagnvart skólunum. Þá þarf ekki síst að ræða hvaða kröfur er rétt að gera til kennara og skóla. Ef við gerum ekkert í málinu þá endur­ tökum við umræðuna um Pisa árið 2019.“ Hann sagði einnig í lok ræðu sinnar: „Ég nefndi það áðan að ég saknaði umræðu um skólamál. Eiginleg skólamál. Inntak starfsins og tilgang. Ekki einungis fjármál og kerfi og Pisa. Það er oft talað um kostnað af skólastarfi þegar peningar eru settir í aðra hluti en steypu. En það er talað um fjárfestingar t.d. þegar keyptir eru togarar, breiðþotur eða þegar verslunarhús eru reist. Við þurfum að ræða um pólítík og tilgang skólastarfs, hugarfar skólastarfs, náms­ skipan, ígrundun, núvitund, heilsu­ eflandi framhaldsskóla og hvað á að kenna, ­ eða frekar hvað á að læra. Við þurfum t.d. að læra að gera mistök og læra af því að gera mistök. Við þurfum að íhuga hvernig við eflum gildi náms­ greinanna í þessum ramma sem við sitjum inni í, hvort við viljum annan ramma og hvernig við notum náms­ greinina ekki einungis til að læra hana sjálfa heldur einnig til að skynja það sem er gott og vont, hollt og óhollt, rétt og rangt í þessum flókna heimi okkar. Stýrivextir og fjárfestingar í atvinnu­ lífi eru góðra gjalda verðar en skólinn er líka fjárfesting. Við eigum að sjá skólann sem skapandi afl. Samfélags­ lega bætandi afl. Fólk sem er á flótta undan stríðum og náttúru hamförum er ávallt að reyna að tryggja börnum sínum betri aðstæður og þar með aðgang að skólum.“ LÁTIÐ HJARTAÐ RÁÐA FÖR Í lokaorðum sínum þakkaði hann stúdentum fyrir að hafa látið afgang af fjársöfnun vegna dimmissionar renna til Mæðrastyrksnefndar. Hann sagði svo m.a. „ Munið bara að láta hjartað ráða för. Og munið að það er betra að vera fyrsta flokks útgáfa af sjálfum sér en að reyna að uppfylla drauma annarra án þess að langa það. Veljið með hliðsjón af væntingum ykkar, þess sem hjartað segir ykkur og munið að við verðum aldrei fullnuma og þess vegna leitum við áfram að því sem bætir líf okkar, en ekki síður líf annarra. Það er gaman að breyta heiminum, krefjandi en gaman. Fjölmargir aðilar gáfu verðlaun og styrki við athöfnina en það voru: Há ­ degisverðarklúbburinn, Íslands banki, Góa, Embætti landlæknis, Rótarý­ klúbbur Hafnarfjarðar, Gámaþjónustan og Danska sendiráðið. Hrannar og Ævar hnífjafnir á toppnum Sextíu og fjórir stúdentar útskrifuðust frá Flensborgarskólanum sl. laugardag. Útskriftarnemendur Flensborgarskólans í desember 2016 ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Lj ós m .: R ag nh ild ur A ða ls te in sd ót tir Sundfélag Hafnarfjarðar • Ásvallalaug • www.sh.is • sh@sh.is Allar upplýsingar um námskeiðin og innritun eru á heimasíðu SH www.sh.is Fjölbreytt tilboð sundnámskeiða Skráðu þig og þína núna! styrkir barna­ og unglingastarf SH Sundnámskeið fyrir börn 4-6 ára og 3-4 ára – Nýir hópar í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug Sundkennsla og sundæfingar fyrir alla aldurshópa Framhaldsnámskeið fyrir 3-4 ára og 5-6 ára – Sundhöllin, Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna – Ný námskeið hefjast 2. febrúar og 7. mars FRÉTTASKOT FRÉTTIR UM JÓL OG ÁRAMÓT Sendu fréttaskot á fjardarfrettir@fjardarfrettir.is ...eða notaðu formið á www.fjardarfrettir.is Smelltu á LIKE

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.