Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Síða 31
www.fjardarfrettir.is 31FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
Smelltu á
LIKE
og skoðaðu myndir
Þann 29. desember heldur Stebbi Ó.
Swingsextett gamlársball upp á gamla
mátann í Hafnarborg.
Swingsextettinn ætlar að opna
lagabókina og leika allt það besta frá
sveiflutónlist fjórða áratugarins, rokk
tónlist fimmta áratugarins og
dægurtónlist héðan og þaðan, í
spariútsetningum þeirra.
Undanfarið hefur Swingsextettinn
verið iðinn við að spila fyrir dansara.
Hæst ber að nefna Arctic Lindy hátíð
ina, og er því engin breyting á núna;
dansgólfið verður galopið!
Það verður frítt inn á ballið. Því eru
allir hvattir að mæta og hlýða á sveiflu
og rokk í hæsta gæðaflokki hjá Stebba
Ó. Swingsextett. Sveiflu sem hreinlega
dregur fólk út á dansgólfið.
Húsið verður opnað kl. 20 og hefjast
leikar um 20.30.
Hljómsveitina skipa: Stebbi Ó
básúna og söngur; Eiríkur Rafn
trompet og söngur; Björgvin Ragnar
saxófónn; Þröstur Þorbjörnsson gítar;
Jón Rafnsson bassi og Erik Qvick
trommur.
Gamlárstónleikaball í Hafnarborg
Tyllidagadansleikur Stebba Ó. og Swingsextett - Frítt inn
Handbolti:
27. des. kl. 19.30, Seltjarnarnes
Haukar - FH, FÍ mót karla
27. des. kl. 21.15, Seltjarnarnes
Stjarnan - Haukar, FÍ mót kvenna
ÚRSLIT KARLA:
FH Haukar: 2930
Körfubolti:
ÚRSLIT KVENNA:
Stjarnan Haukar: 6865
ÚRSLIT KARLA:
Tindastóll Haukar: 8782
ÍÞRÓTTIR
Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og
Sigurður Gíslason sendu nýverið frá sér
nýja matreiðslubók sem ber heitið
GOTTréttirnir okkar. Bækurnar þeirra
Heilsuréttir fjölskyldunnar sem komu
út fyrir nokkrum árum nutu fádæma
vinsælda en Sigurður er þekktur mat
reiðslumaður sem unnið hefur á mörg
um vinsælum veitingastöðum hérlendis
sem erlendis og var í íslenska kokka
landsliðinu. Berglind hefur smitast af
matargerðarástríðunni og starfað með
honum við þá iðju, ekki síst við þróun
nýrra uppskrifta og leggur hún sérstaka
áherslu á hollustugildi matarins.
Þau bjuggu ásamt börnum sínum um
árabil í Hafnarfirði en fluttu síðan aftur
til æskustöðvanna í Vestmannaeyjum
þar sem þau bæði eru fædd og uppalin
og stórfjölskyldan býr.
Fyrir þremur árum létu þau drauminn
rætast um að reka eigin veitingastað
þegar GOTT var opnaður í miðbæ
Vestmanna eyja. Staðurinn varð strax
mjög vinsæll og margir réttir á matseðl
inum sem slegið hafa í gegn. Í nýju
bókinni GOTTréttirnir okkar, gefa þau
uppskriftir að ýmsum vinsælustu rétt
um staðarins og gefa skemmtilega
innsýn í veitingahúsareksturinn og lífið
í Eyjum en bókin er prýdd fjölda fall
egra mynda úr eynni fögru.
Hér er uppskrift að ljúffengri döðlu
köku sem tilvalið er að baka um
hátíðirnar.
DÖÐLUKAKA GOTT
3 egg
120 g hrásykur
300 g döðlur (steinlausar)
150 g smjör
270 g fínt spelthveiti
30 g lyftiduft
1 tsk. sjávarsalt
AÐFERÐ
Hitið ofninn í 170 gráður.
1. Hrærið egg og hrásykur saman í
um 10 mínútur.
2. Setjið döðlur í pott og vatn út í svo
rétt flýtur yfir döðlurnar.
3. Látið suðuna koma upp. Slökkvið
undir og látið standa í nokkrar
mínútur.
4. Bætið döðlum ásamt vökva saman
við eggjablönduna
5. Bætið spelthveiti og lyftidufti
saman við og hrærið aðeins.
6. Setjið bökunarpappír í form,
smyrjið og hellið deigi í formið.
7. Bakið í 40 mínútur. Kakan á að
vera aðeins blaut.
Best að bera kökuna fram volga með
heitri karamellusósu og þeyttum rjóma
eða ís.
KARAMELLUSÓSA
125 g hrásykur eða kókspálmasykur
150 g smjör
1 tsk. vanilludropar
400 ml rjómi
AÐFERÐ:
1. Setjið hrásykur í pott og fáið
gullinbrúnan lit á hann.
2. Bætið þá öðru hráefni út í og látið
sjóða í ákjósanlega þykkt.
3. Hellið yfir kökuna þegar hún er
borin fram.
Ljúffeng döðlukaka að hætti GOTT-hjónanna
Hjónin Berglind og Sigurður.